Wednesday, September 9, 2009

Enn á Lífi...

Jamm og jú topp 5 lifir ennþá þó að síðustu vikur hafi verið ansi daufar, við biðjumst öll afsökunnar á því (doðanum þeas ekki hinu) , en svona er þetta bara. Til að staðfesta það að það er ennþá eitthvað að gerast hérna þá ætlum við að kynna nýjan lið, Sarpinn.

Sarpurinn verður vonandi að reglulegum (bjartsýni Georg vonar það amk en raunsæi Georg heldur hann verði líklega semi-reglulegur) lið hérna á endurlífguðum Topp 5. Í sarpinum finnast allskonar plötur gamlar og nýjar, góðar og vondar, langar og stuttar en allar eru þær á einn eða annann hátt gleymdar eða amk þess verðugar að rifja upp og í dag er það...


Ég fíla Mark Lanegan og finnst ótrúlega fáir vita af þessum stórmerkilega tónlistarmanni, þess vegna ákvað ég að fyrsta platan sem verður skrifað um hérna í í gömlu plötu horninu okkar skildi verða hin platan The Winding Sheet.

The Winding Sheet var fyrsta sóloplatan hans Mark Lanegan en hann var söngvari Seattle sveitarinar Screeming Trees (og seinna meðlimur í Queens of the Stoneage og The Gutter Twins, með Greg Dulli úr The Afgan Whigs). Sú sveit spilaði nokkurskonar sækadelik grunge (ég lýsi tónlistinni amk þannig) og þess vegna væri líklega mjög undarlegt að hlusta á þessa plötu í fyrsta sinn ef maður byggist við því að heyra einhverskonar tónlist í lýkingu við það (það er samt alveg hellings grunge hérna og maður gæti næstum haldið að þetta væri Alice in Chains).

Hérna (og alltaf á sólóplötunum) er Mark Lanegan i allt öðrum gír. Tónlistin hans er ákaflega dimm og drungaleg og þar kemur í ljós hversu sterkur textahöfundur hann er, sérstaklega vill ég benda á lög eins og „Ugly Sunday“ og „Mockingbird“. Þessi plata er líklega sísta platan hans en hún er samt ákaflega merkileg því hún leggur grunninn að meistaraverkinu hans, Whiskey for the Holy Ghost sem kom út 4 árum síðar.

Ef maður er mikill Nirvana aðdáandi er líka áhugavert að hlusta á lög eins „Down in the Dark“ og coverið af „Where Did You Sleep Last Night“ (sem Nirvana tók eins og allir ættu að vita á unplugged) en þar er Kurt Cobain í stórum hlutverkum sem söngvari í fyrra laginu og gítarleikari í því seinna (reyndar er Krist Novoselic líka þar á bassa).

EN þeir sem alls ekki fíla Grunge en fíla svona singer/songwriter fílínginn ættu þó líklega að halda sig fjarri þessari plötu en tjékka samt á seinni plötunum hans því hann batnar ótrúlega mikið með árunum og mér finnst hann einn af merkilegri söngvurum og textasmiðum Ameríku seinni ára.


Lag: Mockingbirds
Lag: Ugly Sunday
Lag: Down in the Dark
Lag: Where did you Spleep Last Night

3 comments:

Unknown said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

Hæ aftur.
Gott að þetta er að lifna við, en hvar er gellan með öðruvísi listana?? Ég fann þessa síðu vegna Mahavishnupósts hennar (var að googla þá og fann hennar síðu og þessa) Það eru nefnilega ekki margir ungir sem vita um það band, nema algjörir tónlistarnördar - og hvað þá stelpur, ég varð himinlifandi! Held að hún sé að fara að spila með JT... þessi heitir allavega það sama (nema Miss World sé að fara að syngja eða glamra með!!): http://jethrotull.com/tourdates/index.html

Kveðja,
GunnarK

Georg Atli said...

halló og takk fyrir kommentið. "Gellan með öðruvísi listana" er því miður hætt að skrifa hérna inn og jú það passar hún ætlar að hita upp fyrir Ian Anderson í háskólabíó, stuð fyrir því.