Tuesday, September 22, 2009

Sarpurinn

Duran Duran – Thank You


Platan í dag er ansi sérstök, þessi plata er cover plata þar sem Duran Duran ætlaði að þakka (eins og nafnið gefur til kynna) listamönnum fyrir að hafa haft áhrif á sig og tónlistina sína. Þeir sögðu einhvern tímann að ef ekki hefði verið fyrir þessi lög þá hefði aldrei orðið neitt Duran Duran. Thank you kom út á eftir plötunni Duran Duran, eða brúðkaups plötunni, sem seldist í bílförmum og þótti nokkuð góð. John Jones (sem vann hjá/með George Martin og hefur unnið m.a. með Alice Cooper, Rolling Stones, Mark Knopfler, Paul McCartney og miklu fleirri stórum nöfnum) var fenginn til að stjórna upptökunum og var þess vegna mikil eftir vænting eftir þessari plötu.. Duran Duran piltarnir tóku upp plötuna á rúmum 2 árum, samhliða því sem þeir voru á tónleikaferð en misstu áhugan á henni og tókst einhvernveginn næstum því að drepa niður allt “buzz” í kringum plötuna. Síðan þegar hún loksins kom út nenntu þeir ekki að kynna hana né fara i tónleikaferð en voru skikkaðir í það að útgáfufyrirtækinu. Plata fékk lélega dóma og lélegar undirtektir af öllum... nema listamönnunum sem Duran Duran coveruðu á plötunni, þeim fannst flestum þetta vera voða flott!

Platan er full af allskonar skrítnum lagavalkostum (ég varð bara að birta lagalistann hérna fyrir neðan... ótrúlega gott stöff!), mér finnst það t.d. í besta falli fáránlegt að hlusta á Duran Duran blúscoverið af “911 is a Joke” með Public Enemy og titillaginu “Thank You” eftir Led Zeppelin....

En þeim tekst líka nokkuð vel upp, ekki oft en útgáfurnar af “Perfect Day” og White Lines” (Grandmaster Flash er með þeim í laginu) eru bara nokkuð flottar. Lou Reed segir meira að segja að Duran Duran útgáfan sé sú besta sem hann hefur heyrt af laginu sínu!!!

Og síðan eru lög eins og “Lay Lady Lay” sem er eins venjulegt og lag getur orðið, hundrað svona útgáfur til, inn á milli þannig að platan verður hvorki flott cover plata né léleg/fyndinn cover plata, bara eitthvað svona á milli en samt alls ekki miðlungs plata einhvernveginn.... Hjá mér er þessi plata eiginlega svona guilty pleasure.



Lagalistinn (og upphaflegir flytjendur inní sviga)
  1. White Lines (Grandmaster Flash)
  2. I Wanna Take You Higher (Sly & The Family Stone)
  3. Perfect Day (Lou Reed)
  4. Watching the Detectives (Elvis Costello)
  5. Lay Lady Lay (Bob Dylan)
  6. 911 is a Joke (Public Enemy)
  7. Success (Iggy Pop)
  8. Crystal Ship (The Doors)
  9. Ball of Confusion (The Temptations)
  10. Thank You (Led Zeppelin)
  11. Drive By (Duran Duran)
  12. I Wanna Take You Higher Again (Sly & the Family Stone)

No comments: