Friday, September 11, 2009

Topp 5 vontgott - Kristín Gróa

Ókei svo verkefnið er að finna fimm artista sem maður fílar ekki og gefa dæmi um lag sem styður þá skoðun EN finna svo eitt lag með viðkomandi sem er undantekning og maður fílar. Eins og allir vita sem þekkja mig þá er breska sveitin Muse sú hljómsveit sem fer mest í taugarnar á mér af öllum. Á einhvern óskiljanlegan hátt á ég þó þrjár plötur með þeirri sveit og ég reyndi að finna eitt lag sem ég fíla en það tókst ekki... svo það útskýrir fjarveru þeirra á þessum lista.

5. Aerosmith


Vont: I Don't Want To Miss A Thing

Væmið, klisjukennt og að eilífu tengt einu klénasta atriði kvikmyndasögunnar.



Gott: Sweet Emotion

Eitt af þessum úbersvölu lögum sem ég tengi við uppáhalds myndina mína og verður fyrir vikið enn úbersvalara. Namm.

4. Depeche Mode


Vont: Love In Itself

Ég veit ekki hvað það er en ég bara fíla Depeche Mode ekki. Sorrí!

Gott: Just Can't Get Enough

Eitt af uppáhalds hlaupabrettislögunum mínum!

3. George Michael


Vont: Jesus To A Child

Ég hefði eiginlega getað valið hvaða lag sem er, er það ekki? Nema mögulega...

Gott: Faith

Kommon þetta er gott popplag! Það veldur mér aftur á móti miklum áhyggjum hvað ég virðist eiga mikið af George Michael tónlist. Hvaðan kemur þetta allt?

2. Guns N' Roses


Vont: Paradise City

Ég meika Axl Rose og félaga bara alls ekki. Það er ein mesta sorg síðustu vikna að PS3 leikurinn Burnout Paradise skuli hafa þetta sem þemalag því ég fæ það alltaf á heilann þegar ég spila! Arg.

Gott: Don't Cry

Mér finnst þetta pínku flott. Tjah eða það væri það ef Axl Rose væri ekki að syngja.

1. U2


Vont: Vertigo

Hratt á hæla Muse koma U2 á listanum yfir hljómsveitir sem ég meika ekki. Lengi vel gat ég þolað gömul lög með þeim en smá saman fór óþol mitt að færast yfir á þau líka. Svo er Bono líka kjánalegur.

Gott: Numb

Mjög svalt lag.

No comments: