Friday, September 25, 2009

Topp 5 Frelsi - Georg Atli

Þemað í dag gengur út á það að það megi velja sér eitthvað orð og gera lista útfrá því. Af því að ég missti af Kvennalistanum (haha sögu- og orðaleikur) þá ákvað ég að nýta tækifærið og birta minn lista yfir Topp 5 Konur.

5. Elly Jackson (La Roux)

Það er eitthvað ótrúlega virðingarvert við þá sem þora að gera bara nákvæmlega það sem þau vilja. Elly Jackson er söngkonan í hljómsveitinni La Roux. Þau gera eiturflott synthapopp og er alveg nákvæmlega sama þó að níundi áratugurinn sé löngu liðinn!!

La Roux - Quicksand
La Roux - Reflections are Protection

4. Allison Goldfrapp (Goldfrapp)

Allison Goldfrapp er svakaleg söngkona og algert tónlistarlegt kamelljón. Á hverri plötu skipta hún og Will Gregory skipta um stíl eins og sumir skipta um sokka. Á fyrstu plötunni söng hún hæylega og alveg silki mjúklega yfir ískalda elektróník og svo er það eðal elektrópopp og nú á nýjustu plötunni hægja þau aftur á og fara í mjúkt rokk/popp. Algjör snilld.

Goldfrapp - Train
Goldfrapp - Happiness

3. Florence Mary Leontine Welch (Florence and the Machine)

Vó! Mér finnst þessi er líklega með flottustu nýju röddina í dag. Það er alveg sama hvort hún syngur hægt eða hratt eða hátt eða hljótt þá er það alltaf ótrúlega flott og skemmtilegt.

Florence and the Machine - Rabbit Heart (Raise It Up)
Florence and the Machine - My Boy Builds Coffins


2. Alison Mosshart (The Kills & The Dead Weather)

Alison Mosshart er svo fáránlega kúl að hún skyggir meira að segja á sjálfan Jack White. Hún er svo mikið rokk að hún gæti eflaust kveikt í gíturum með því að nálgast þá.

The Kills - Fuck the People
The Dead Weather - Hang You From the Heavens

1. Karin Dreijer (Fever Ray & The Knife)
Karin Dreijer er mega töff og hæfileikarík... nuff said!

Fever Ray - If I Had A Heart
The Knife - Pass It On

2 comments:

Kristín Gróa said...

Ókei ég trúi í alvöru ekki hversu líkir listarnir okkar voru Georg þrátt fyrir að það væri frelsisþema... ekki nóg með að þeir væru kvennamiðaðir heldur innihalda þeir báðir Florence And The Machine og La Roux! Hvað er í gangi?!

Krissa said...

Hahaha kindred spirits!

En já, Alison Mosshart er svo fáranlega kjánalega rosalega svöl að hún gæti jafnvel slegið Jack White út, þó ég efist reyndar um að Kristín samþykki það ;)