Tuesday, October 20, 2009

Sarpurinn

DJ Danger Mouse – The Gray Album


Ég held að áður en DJ Danger Mouse stofnaði Gnarls Barkley með Cee-Lo þá hafi honum leiðst alveg svakalega. Fólk fær amk ekki jafn skrítnar (og vondar) hugmyndir og þessi plata er án þess að leiðast alveg svakalega... en það er alveg ótrúlegt hvað þessi plata er fáránlega góð miðað við hveru vond hugmyndin er.... Hugmyndin hans var sem sagt sú að taka vókalinn han Jay-Z (sem var gefinn út einmitt til þess að hvetja fólk til að fikta og sampla) og mixa hann ofan á hinar og þessar laglínur af hvítu plötu Bítlanna. Þetta er svo fáranlegt að það virkar... virkar mjög vel.


Platan kom út í mjög litlu magni árið 2004 (4000 eintök held ég að ég hafi lesið einhversstaðar) og planið var að selja eitthvað á netinu en þetta átti alltaf að verða lítil útgáfa, bara svona flipp. Danger Mouse fékk ekki einu sinni leyfi fyrir bítla lögunum af því hann bjóst ekki við að þetta myndi verða að neinu (auk þess sem hann var latur...) en að sjálfsögðu varð allt vitlaust hjá EMI útgáfu fyrirtæki Bítlanna og þeir kærðu og vildu að allir hættu að dreifa plötunni. Við þetta varð allt vitlaust og platan varð gríðarlega umtöluð og meira að segja þessi aktivistahópur mótmæli og ákvað að nota lagið í sína þágu og gefa það á sinni heimasíðu (og nokkrum öðrum) í mótmælaskyni. Nokkur samtök komu saman og póstuðu plötunni í einn sólarhring, þriðjudaginn 24 nóvember 2005, þessi dagur og þetta framtak er núna þekkt sem “Grey Tuesday” innan þessara hópa. Platan var sót í yfir 100.000 eintökum þennan eina dag og er ennþá að ganga manna á milli á netinu (linkur á torrent neðst á síðunni, en ég er alls ekki að hvetja fólk til að downloada tónlist af torrent síðum á netinu... það er bannað!)


Danger Mouse notaði hin og þessi lög Bítlanna og samplaði eins og óður maður. Sjálfur segir hann að ónefndir aðilar sem sömdu tónlistina, bæði bítlar og Jay-Z hafi hringt óformlega í sig og óskað honum til hamingju með frábæra plötu og afsakað sig fyrir allt vesenið, en það er svo sem ekkert staðfest. Persónulega finnst mér platan vera ein af betri hip-hop plötum sem ég hef heyrt.



Annars eru þetta lögin í engri sérstakri röð og sömplin á disknum, er ekki alveg 100% viss samt með sömplin...


"99 Problems"

Samplið er "Helter Skelter"

"Allure"
Samplið er "Dear Prudence"

"December 4th"
Samplið er "Mother Nature's Son"

"Dirt off Your Shoulder"
Samplið er "Julia"

"Encore"
Samplið er "Glass Onion" og "Savoy Truffle"

"Lucifer 9 (Interlude)"
Samplið er "Revolution 9" og "I'm So Tired"

"Justify My Thug"
Samplið er "Rocky Raccoon"

"Moment of Clarity"
Samplið er "Happiness Is a Warm Gun"

"Change Clothes"
Samplið er "Piggies" og "Dear Prudence"

"My 1st Song"
Samplið er "Cry Baby Cry", "Savoy Truffle" og "Helter Skelter"

"Public Service Announcement"
Samplið er "Long, Long, Long"

"What More Can I Say"
Samplið er "While My Guitar Gently Weeps"

2 comments:

Zigz said...

Vá hvað þetta er slæmt.
Ég get ekki hlustað á þetta án þess að fá hausverk og æla.

Georg Atli said...

HAHAHAHAHA... einhverra hluta vegna kemur það mér ekki neitt á óvart að þér þyki þetta ekki skemmtilegt