
5. Cat Power & Karen Elson - I Love You (Me Either) (Serge Gainsbourg cover)
Þetta hljómar svo vel... Cat Power með sína husky rödd syngur eitt af klúrari lögum allra tíma á móti eldheitu eiginkonunni hans Jack White. Tjah nema þær gera það með því að þýða textann orð fyrir orð og strípa allan kynþokkann úr laginu. Hvað er þá eftir?

4. Devendra Banhart - Don't Look Back In Anger (Oasis cover)
Eitt af fáum Oasis lögum sem ég fíla enn og Devendra Banhart varð auðvitað að "skrítna" það.

3. Eels - Get Ur Freak On (Missy Elliot Cover)
Ég dýrka og dái Mark Everett og hann hefur gert mörg mjög flott cover (Daniel Johnston lagið Living Life kemur fyrst upp í hugann). Þetta er aftur á móti bara furðulegt.

2. Xiu Xiu - Isobel (Björk cover)
Ókei mér finnst Xiu Xiu reyndar alveg fáránlega mistæk í sinni tónlist en þetta er bara svo vont að það það er sárt að hlusta.

1. Animal Collective - Polly (Nirvana cover)
Ég veit ekki hvernig menn með svona mikla hæfileika gátu gert svona slæmt cover. Það þarf í raun hæfileika til!
No comments:
Post a Comment