Friday, October 23, 2009

Topp 5 product placement - Georg Atli *Uppfært*

Jájá.... við vorum öll frekar upptekin eða gleymin eða bara eitthvað allt annað en amk setti engin listann sinn hérna inn sorrý fyrir það, ég var búinn með minn og hérna kemur hann...

Það að koma einhverjum vörum inní sjónvarpsefni eða bíómyndir er vel þekkt, hver hefur ekki tekið eftir fallega uppstilltri kókflösku sem á einhvern undarlegan hátt virðist lýsa í annars myrkvuðu herbergi þegar myndavélin færist yfir einhver senu... þetta er líka mjög vinsælt í tónlistinni. Elsta dæmið um þetta er frá 1908 og í dag hafa t.d. hip-hop listamenn hafa nánast fullkomnað þetta nú til dags og núna heyrist varla rapplag án þess að það komi fram einhver vísun í eitthvað þekkt vörumerki hvort sem það er vegna þess að listamaðurinn fékk borgað fyrir það eða þessu bara var skellt inn af því það var kúl. Aftur á móti fer minna fyrir þessu í öðrum tegundum tónlistar, þetta er samt nokkuð algengt...(Uppfært! Henti inn lögunum sem ég átti)

5. Kodachrome - Paul Simon

Paul Simon ákvað það eftir á að nota nafnið á filmunni frá Kodak. Þetta er frekar dæmigert fyrir allt-annað-en-rapp-tónlistarheiminn, einhver vara sett inn í textan bara af því það passaði svo vel í lagið og síðan notar fyrirtækið lagið til að selja vöruna sína

4. Tiny Cities Made of Ashes - Modest Mouse

So we're drinkin' drinkin' drinkin' drinkin' coca-coca-cola
I can feel it rollin' right on down

Hér notar Isaac Brock nafn eins vinsælasta drykkjar í heimi í lagið sitt en ég hef samt aldrei heyrt þennann lagabút í neinni Kókauglýsingu... spurning hvort að það sé vegna þess að Kók vilji ekki tengja sig við hvítt rusl?





3. Temecula Sunrise - Dirty Projectors

Temperature rising
I can feel it all the way down
And what hits the spot, yeah, like Gatorade?
You and me baby, hittin' the spot all night

Hin ofur heitu Dirty Projectors nota Gatorade... spurning hvort við eigum eftir að heyra þetta í einhverri auglýsingu í framtíðinni þegar allir eru búnir að átta sig á því hversu góð þessi hljómsveit er.


2. This Note's for You - Neil Young

Soldið annars eðlis en öll hin lögin á listanum, Neil Young er ekki ánægður með það þegar listamenn selja lögin sín

This Notes For You (Video) - Neil Young and The Bluetones

1. Turn Up the Radio - Autograph

Þetta lag og þessi hljómsveit er svo soldið sér kafli. Hljómsveitin er stofnuð 1983 og þeirra fyrsta plata heitir Please Sign In og stóra hittið þeirra heitir Turn Up The Radio. Þeir sömdu við penna framleiðanda um það að pennafyrirtækið myndi kosta hluta af plötunni og þessu myndbandi:


Bandið var svo hluti af auglýsinga herferðinni.

1 comment:

Kristín Gróa said...

Flottur listi. Ég verð að viðurkenna að ástæðan fyrir að ég setti ekki inn lista var sú að eina lagið sem ég gat mögulega látið mér detta í hug var This Note's For You sem er einmitt anti product placement. Ég held ég hafi aldrei verið jafn blank yfir nokkrum lista!