Monday, November 9, 2009

Plata mánaðarins: Girls - Album

Fyrst ég byrjaði á því að pósta fyrsta singlinum af plötunni þá finnst mér vera við hæfi að halda áfram á þeirri braut og koma með aðra smáskífuna núna, en það er lagið Lust For Life (ekki Iggy Pop coverið... alls ekki).

Eins og alltaf hjá Girls er laglínan sæmilega einföld, grípandi og svona.... sækadelik, á meðan textarnir eru einskonar hippaleg sólarhylling.... eða eitthvað.... lögin eru flest um sólina og eiturlyf og hvernig er best að taka því rólega. Þetta lag byrjar reyndar á erfiðari nótunum, smá naflaskoðun hjá Cristopher Owens (söngvarinn):

i wish i had a father and maybe then i woulda turned out right
but now im just crazy im totally mad

yeah im just crazy im fucked in the head


Hann klifar svo á orðunum:

but now im just crazy im totally mad
yeah im just crazy im fucked in the head

Það er einmitt þetta sem ég meinti þegar ég sagði að það væri stutt í drungan, en það er samt alltaf stutt í strandarpartíið og sólina:

oh i wish i had a sun tan
i wish i had a pizza and a bottle of wine
i wish i had a beach house

then we could make a big fire every night


eins er viðlagið á jákvæðu nótunum, hann sér vonarglætu í þessu öllu saman.

and maybe if i really tried with all of my heart
then i could make a brand new start in love with you

Þetta lag alveg iðar af hressleika og skemmtun, þetta er svona sumarlag sem er ekki hægt annað að fá á heilann. Það er kanski ekki jafn "gott" og Hellhole Ratrace en shit hvað það er skemmtilegt!

Lag: Lust For Life

oooog svo smá um videoin.

Það komu út tvö mismunandi vídjó með þessu lagi. annars vegar þetta:



Sem er tekið á super 8 vél sem gefur þessu öllu svona skemmtilega stemningu, síðan var það hitt videoið...(ath allsbert fólk þannig að það er ekki viðhæfi allstaðar!)

Linkur hér.

sagan bak við það er þannig að útgáfu fyrirtækið þeirra vildi fá svona voða fína og hressa útgáfu (fyrra videoið) en Girls strákunum fannst það ótrúlega fyndið að gera eina útgáfu sem væri meira í takti við hljómsveitina. Þeir fengu nokkra vini sína til að mæma með laginu á meðan að þau væru allsber og að gera eitthvað fyndið. Sagan segir að það sé til þriðja útgáfan af laginu sé til, Cristopher Owens segir að það sé hommakláms útgáfan og hann er að reyna að fá að gefa hana út (Rammstein hvað!?)

No comments: