
Ég hef aldrei leitt hugann að því hvaða lög ég myndi vilja láta spila í jarðarförinni minni svo hér koma mín frekar fyrirsjáanlegu jarðarfararlög.
5. Eric Clapton - Tears In Heaven
Clapton söng um dauða sonar síns en þetta á held ég alltaf við.
4. Sigur Rós - Dánarfregnir og jarðarfarir
Þetta lag er eiginlega ultimate dauðalagið í mínum huga og Sigur Rós flytja það á dramatískan hátt.
3. Eels - It's A Motherfucker
It's a motherfucker being here without you. Nákvæmlega.
2. George Harrison - All Things Must Pass
Lífið líka.
1. Vilhjálmur Vilhjálmsson - Söknuður
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er verr. Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
No comments:
Post a Comment