Monday, November 16, 2009

Plata mánaðarins, þriðji hluti

Þriðja lagið af plötu mánaðarins heitir "God Damned". Það er eins og öll hin lögin á plötunni svona frekar afslappað og catchy. Það er svona acoustic bongó fílíngur í því þannig að maður sér sjálfan sig sitjandi í kringum varðeld með hóp af fólki og nokkra gítara og allir að syngja... svona soldið eins og í einhverjum kjánalegum unglingaþætti í bandaríkjunum.

Obsession is my favorite drug
I know I just can't get enough

Cause I want ya

And I'll be goddamned if I give up at the start


Textinn hljómar í fyrstu líka soldið eins og hann sé í einhverju bandarískuunglingadrama en samt er lagið laust við alla tilgerð og klisjur. Það fjallaar um það hvernig einhver er tilbúinn að berjast fyrir þeim sem hann elskar, amk þrjóskast við að láta viðkomandi taka eftir sér...

So go ahead and play hard to get
Cause I just get a kick out of it

And I want ya

And I'll be goddamned if I give up at the start


Þetta lag er ekta kaliforníu sól og tilfinningin sem maður fær þegar maður hlustar á það er hlý og notaleg og sérstakleg ef vídjóið fylgir með.



Lag: God Damned

No comments: