Friday, November 27, 2009

Topp 5 50's - Theodór

Á þessum árum var rokkið ungt og ferskt. Menn eins og Chuck Berry, Elvis Presley og Jerry Lee Lewis hneyksluðu ráðsett og virðulegt fólk með þessari nýju tónlistarstefnu og öllu því sem henni fylgdi. Eftirfarandi er brot af því besta.

5. Summertime Blues - Eddie Cochran
Það er gott að skella þessu á í mesta skammdeginu til að hressa mann við.

4. Rock Around The Clock - Bill Haley
Ég hef hlustað á þetta lag síðan ég var krakki og það er alltaf jafn gott.

3. Johnny B. Goode - Chuck Berry
Rokkið væri ekki það sem það er ef Chuck Berry hefði ekki verið hluti af því.

2. All Shook Up - Elvis Presley
Þetta væri ekki almennilegur listi ef Kóngurinn væri ekki á honum.

1. Memories Are Made Of This - Dean Martin
Þetta lag ætlaði ég að setja á topp 5 brúðkaupslög listann minn sem ég gerði svo aldrei. Þannig að ég nota tækifærið og nota það hér. Tær snilld frá Dino.

No comments: