
5. Summertime Blues - Eddie Cochran
Það er gott að skella þessu á í mesta skammdeginu til að hressa mann við.
4. Rock Around The Clock - Bill Haley
Ég hef hlustað á þetta lag síðan ég var krakki og það er alltaf jafn gott.
3. Johnny B. Goode - Chuck Berry
Rokkið væri ekki það sem það er ef Chuck Berry hefði ekki verið hluti af því.
2. All Shook Up - Elvis Presley
Þetta væri ekki almennilegur listi ef Kóngurinn væri ekki á honum.
1. Memories Are Made Of This - Dean Martin
Þetta lag ætlaði ég að setja á topp 5 brúðkaupslög listann minn sem ég gerði svo aldrei. Þannig að ég nota tækifærið og nota það hér. Tær snilld frá Dino.
No comments:
Post a Comment