Tuesday, May 20, 2008

M83


Ég keypti plötuna Saturdays = Youth með M83 nýlega án þess að langa sérstaklega mikið í hana. Ég veit ekki alveg hvað varð til þess að ég bætti henni í bunkann hjá mér en það var líklega af því hún fékk svo góða dóma og einhver (Snorri? Vignir? Krissa? Man ekki...) sagði að hún væri góð. Ég hef í raun aldrei hlustað á M83 en minnti alveg endilega að ég hefði tékkað á þessu einhverntíma og fundist það frekar leiðinlegt.

Það var svo ekki fyrr en núna um daginn sem ég nennti að setja plötuna í spilarann og um leið og hún byrjaði hugsaði ég "ohh af hverju var ég að kaupa þetta... vissi að þetta yrði svona tónlist". Mér til mikillar undrunar snérist mér aftur á móti hugur þegar ég hélt áfram að hlusta því þrátt fyrir að þetta virki dálítið væmið og tilgerðarlegt þá er það ekki raunin ef betur er að gáð. Það böggar mig pínku að vita að þetta er franskt (ekki spyrja, ég er kjáni) og þetta verður kannski aldrei uppáhalds en kom mér samt ánægjulega á óvart.

M83 - Skin Of The Night
M83 - Graveyard Girl

6 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Ég tek enga ábyrgð á þessum kaupum þínum :)

Kristín Gróa said...

Hehe sko ég man ekki einu sinni í hvaða landi ég keypti hana svo ég ætlast ekki til að þú takir ábyrgð á einu né neinu! ;)

Krissa said...

Ég er aðeins búin að vera að tékka á M83 og finnst þetta fínt so far sko. Held þú hafir keypt hana í litlu plötubúðinni í götunni okkar en held jafnframt að einhver annar hafi bent þér á hana ;P

Vignir Hafsteinsson said...

sko ég man ekki einu sinni í hvaða landi ég keypti hana
Svoo cosmo! :)

Já, þú keyptir hana á horninu hjá okkur. Ég held að Snorri hafi verið valdur að kaupunum. Við skulum komast til botns í þessu máli! Leyfum fólki ekkert að vera að kaupa plötur án þess að vita hverjum það er að kenna! :)

Snorri said...

Já það var ég. Sorrý eða hvað ??
Ég allavega fíla hana í botn, svona 80´s synth teenage angst dramatík er alveg eðal í neðanjarðarlestinni.

Vignir Hafsteinsson said...

Ha! Það er einmitt það sem ég var að hugsa! Mér fannst þetta vera týnda sándtrakkið úr Breakfast Club eða eitthvað