Friday, May 9, 2008

topp 5 þáttalög - zvenni

Löggu- og glæpaþættir

Á margar sjónvarpsminningar úr æsku sem tengjast löggæslu á einhvern hátt. Þættir um fólk sem leysti glæpi og ráðgátur heilluðu mig. Það gilti einu hvort um væri að ræða löggur, lögmenn, rithöfunda eða þúsundþjalasmiði, það sem skipti máli var að þau hefðu sterka réttlætiskennd og samúð með smælingjanum.

MacGywer

Sá ekki marga MacGywer þætti í æsku en man bara hvað mig langaði að vera svona gaur sem getur bjargað sér úr hvaða klípu sem er með hverju sem er. Flísatöng, tíkall, smáspotti og bakgrunnur í vísindum og ekkert er í veginum.


Morðgátan

(eða "Mord ist ihr Hobby á þýsku)
Hresst og halló intró lag, soldið eins og glæparithöfundurinn Jessica Fletcher.


Matlock

Hafði mjög gaman af Matlock, eins og Morðgátan var Matlock sona fjölskyldusakamálaþáttur, þó fólk slæmir hlutir gerðust þá var ekkert of grafískt í gangi og ekki mikil raunveruleg illska.

Derrick

"Mein Name ist Derrick"

Derrick og Harry Klein voru hetjur mínar. Lagið situr fast minningunni, gott og einkennandi fyrir þættina. Hasar í upphafi sem setur atburðarásina af stað en svo taka ígrunduð rólegheit við er Derrick mætir á svæðið, tekur sér sinn tíma og meltir málið. Harry sveiflar byssunni aðeins en svo róar Derrick allt niður á ný með lausn á málinu. Fín formúla.

Taggart

Það var heilög stund í stofunni er Taggart var í sjónvarpinu, undarlegt hvað þessi úrilli (and)skoti hafði mikinn sjarma, bölvandi samstarfsfólki sínu og í raun öllu í kring um sig.

Lagið í þáttunum sat í mér, er eiginlega bara nokk gott. Sungið af Maggie Bell sem ég kann engin deili á en fjallar um glæpaborgina Glasgow sem hún segir þó ekki svo slæma.

No comments: