Friday, May 2, 2008

Topp 5 lög til að elda við - Vignir

Að elda mat er góð skemmtun. Og góðri skemmtun fylgir góð tónlist. Þegar ég elda vil ég hafa skemmtilega tónlist sem hægt er að hreyfa líkamann við því það er ekki hægt að gera salsa sósu nema kokkurinn dansi með.

5. Of Montreal - She's a Rejector
Hissing Fauna er frábær plata til að dansa við og elda við. Maður hreinsar úr sér existential vandræði, hommast aðeins upp og fær gott glam beint í æð. Matargerð við svona tónlist verður alltaf tilfinningarík og ekki kæmi á óvart ef að útkoman væri ekki gott og létt salat.

4. Man Man - Mister Jung Stuffed
Man Man eru rosa góðir í að fá mann til að hreyfa sig og eru mjög skemmtilegir við eldamennsku. Athyglisbresturinn og geðveikin skila sér í matargerðina og maður skiptir oft um skoðun, prófar nýja hluti og reynir að hafa eins mikið með og mögulegt er. Uppistaðan hér gæti t.d. verið Billy Madison kjúklingasalatið sem varð til hér í Montréal í seinustu viku: Ávaxtalegt salat með fjólubláum kjúkling (Well, I made the duck blue because I'd never seen a blue duck before and I wanted to see one). That's quacktastic!

3. Metallica - Blackened
Metall hentar alveg vel í matargerð og sérstaklega ef maður er einn heima að elda. ...And Justice For All hentar rosalega vel í þetta. Bannað að elda í öðru en gallabuxum og bol. Útkoman hér verður hamborgari steiktur upp úr bjór.

2. Daft Punk - The Prime Time of Your Life / The Brainwasher / Rollin' & Scratchin' / Alive
Það er ekki hægt að klikka með Daft Punk. Ef maður vill hafa eitthvað sem heldur manni við efnið þá er Alive platan ekki að fara að svíkja neinn. Ef maður væri með þetta í gangi myndi maður gera eitthvað snöggt, einfalt, flott og stílhreint eins og nýtt lobby í flottu hóteli. Maður gerir örugglega eitthvað með japönskum áhrifum, marinerar eitthvað upp úr teriyaki, soya sósu og sesamfræjum.

1. Red Hot Chilli Peppers - Throw Away Your Television (Live at Slane Castle)
Það var þannig á tímabili á seinustu dögum mínum í Breiðholtinu að eina leiðin til að hafa einhverja tónlist með þegar maður var að elda var að taka fartölvuna með inn í eldhús og láta hana vera græjurnar. Ég er alltaf með tónlistina mína á flakkara og átti því ekkert til að hlusta á. Ég var hins vegar með þessa tónleika piprana á DVD og setti það oft á. Áður en ég horfði á þessa tónleika var ég ekki voða hrifinn af RHCP en eftir þetta seldist ég alveg og sá að þeir virka greinilega langbest á tónleikum. Þar fá allir að njóta sín sem best og fer John Frusciante alveg á kostum á þessum tónleikum og gefur hverju lagi nýja hlið. Ef maður eldar með þetta undir endar maður alltaf í einhverju suður-amerísku með guacamole til hliðar.

2 comments:

Gummi Jóh said...

Eitt sem ég hef aldrei skilið. Þegar maður segir salsa sósa er maður í raun að segja sósa sósa því salsa þýðir sósa á spænsku.

Pæling.

Krissa said...

ARG ég VEIT!!!