Friday, May 2, 2008

Topp 5 lög til að elda við - Gummi Jóh

Gestalistamaður vikunnar er ofurbloggarinn og tónlistaráhugamaðurinn Gummi Jóh! Gefum honum orðið:

Einhverra hluta vegna á ég playlista sem ég spila alltaf þegar ég er að strauja skyrturnar mína og elda mat. Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera hress og með góðu bíti, enda þarf maður að hafa eitthvað til að humma þegar maður er að skera niður sveppina. Eitt lagið er þó rólegt en það er bara svo afspyrnufalleg live útgáfa að það er ekki annað hægt en að leyfa því að fljóta með.

Playlistinn er frekar stór og því tók ég lögin sem eru mest spiluð á honum :

1. Heikki - Former Hero

Sænsk / Finnski dúettinn sem engin virðist fíla, ekki einu sinni internetið. Ég varð þó dolfallinn fyrir þessu lagi og í kjölfarið gróf ég upp plötuna Heikki 2 sem er eyrnakonfekt.

2. E.L.O - Evil Woman


E.L.O er hljómsveitin sem engin þorir að viðurkenna að fíla. Það er synd því Jeff Lynne og félagar kunna að gera tónlist. Evil Woman er líka lagið sem ég hlusta á þegar ég set á mig slifsið með fyrsta bjórnum á föstudagskvöldi. Þetta er 100% fílingur.

3. Belle & Sebastian - Slow Graffiti (Live)

Árið er 1999 og Belle & Sebastian halda sína eigin tónleikahátíð sem þeir kalla Bowlie Weekender sem seinna varð að hátíðinni All tomorrows parties. Belle & Sebastian taka hér lagið Slow Graffiti sem er eitt fallegasta lagið þeirra í mínum huga. Stuart svo fáránlega brothættur en alltaf skín í gegn hvað hann er með þetta allt á hreinu.

4. Devo - Gut Feeling

Mark Motherbaugh og félagar í Devo hafa hér búið til hið fullkomna lag til að hlaupa við. Þeir sem mögulega halda því fram að Eye of the Tiger eða álíka pepp lög séu það hafa augljóslega ekki hlaupið við Gut Feeling. Ef maður er að falla á tíma, fólkið sem var boðið í mat er að detta í hús og ekkert að verða tilbúið skal setja þetta lag á. Þá reddast allt.

5. The Fall - Lost in Music


Eitt furðulegasta cover sem maður getur fundið sem samt svo flott. Mark E. Smith að taka Sister Sledge og gera það að sínu. Gítar riffið er eins og gott rauðvín, flauelismjúkt.

No comments: