
"My jeans feel a bit tight,
think I washed them a bit too high
I was gonna be late,
so I picked up my pace to run. "
Úff ég hlustaði svo aaaðeins of oft á þessa plötu og tókst samt einhvern veginn að fá ekki leið á henni. ég trúi því í raun ekki að ég hafi gleymt upphafslaginu í síðustu viku því það er líka most awesome. Þetta er kannski ekki besta lag plötunnar en Skinner tekst með því að loka sögunni (og þar með plötunni).

"I won't run far.
I won't run far.
I can always be found.
I can always be found."
Einhvern veginn tekst þeim að loka plötunni á rólegu nótunum eftir allt sem á undan hefur gengið. Voðalega krúttlegt alltsaman...þetta er svona kúrilag ;)

Að síðasta línan í síðasta lagi einu plötunnar sem Buckley náði að koma út sjálfur skuli vera "asleep in the sand with the ocean washing over" er eiginlega bara pínu eerie.

Bara yndislegt lag og frábær endir á plötunni. Ef þetta væri spilað síðast á tónleikum myndi maður ganga út með bros út að eyrum og langa í meira, þetta er svoleiðis lag. Það sama á við plötuna.

Það er einfaldlega allt gott við þetta lag, textinn frábær og söngurinn er svo afslappaður og rólegur.
1 comment:
Geðveikur listi! Liars lagið er svo góður endir á góðri plötu
Post a Comment