Friday, May 23, 2008

Topp 5 lokalög -Krissa

Pínu snemma í því í þetta skiptið en það hlýtur að vera viðeigandi því ég er alltaf síðust. Here goes...


5. The Streets - Empty Cans af A Grand Don't Come for Free
"My jeans feel a bit tight,
think I washed them a bit too high

I was gonna be late,
so I picked up my pace to run. "

Úff ég hlustaði svo aaaðeins of oft á þessa plötu og tókst samt einhvern veginn að fá ekki leið á henni. ég trúi því í raun ekki að ég hafi gleymt upphafslaginu í síðustu viku því það er líka most awesome. Þetta er kannski ekki besta lag plötunnar en Skinner tekst með því að loka sögunni (og þar með plötunni).


4. Liars - The Other Side of Mt. Heart Attack af Drum's Not Dead
"I won't run far.
I won't run far.

I can always be found.

I can always be found."

Einhvern veginn tekst þeim að loka plötunni á rólegu nótunum eftir allt sem á undan hefur gengið. Voðalega krúttlegt alltsaman...þetta er svona kúrilag ;)


3. Jeff Buckley - Dream Brother af Grace
Að síðasta línan í síðasta lagi einu plötunnar sem Buckley náði að koma út sjálfur skuli vera "asleep in the sand with the ocean washing over" er eiginlega bara pínu eerie.


2. Beirut - After the Curtain af Gulag Orkestar
Bara yndislegt lag og frábær endir á plötunni. Ef þetta væri spilað síðast á tónleikum myndi maður ganga út með bros út að eyrum og langa í meira, þetta er svoleiðis lag. Það sama á við plötuna.


1. Bob Dylan - Sad Eyed Lady of the Lowlands af Blonde on Blonde
Það er einfaldlega allt gott við þetta lag, textinn frábær og söngurinn er svo afslappaður og rólegur.

1 comment:

Vignir Hafsteinsson said...

Geðveikur listi! Liars lagið er svo góður endir á góðri plötu