Friday, January 30, 2009

Topp 5 tvíeyki - Kristín Gróa

Ekkert endilega bestu tvíeykin eða uppáhalds tvíeykin mín heldur bara djöfulli góð lög með tvíeykjum. Jamm.


5. The Black Keys - All You Ever Wanted

Byrjum á einu nýlegu. Þetta er af hinni frábæru Attack & Release sem kom út í fyrra.


4. The Everly Brothers - You've Lost That Lovin' Feeling

Ahh hljóðveggurinn hans Phil Spector. Hvar værum við án hans? Drama í hæsta gæðaflokki hér á ferð.


3. Air - Playground Love

Ég er búin að ofspila þetta lag í svona... uhh... níu ár og fæ ennþá kitl í magann þegar ég hlusta á það. Þetta er líka af soundtrackinu sem Air gerðu fyrir kvikmyndina Virgin Suicides sem er svo gerð eftir einni af uppáhalds bókunum mínum svo ég tengi þetta allt saman í einn hrifningarvöndul.


2. Simon & Garfunkel - America

Eru Simon & Garfunkel ekki ultimate dúóið? Mér detta þeir allavega fyrst í hug þegar talað er um tvíeyki og þetta lag þykir mér æði.


1. Richard & Linda Thompson - The Calvary Cross

I'll be your light 'till doomsday
Oh, it's a black cat cross your path.
And why don't you follow
My claw's in you and my light's in you
This is your first day of sorrow


Eitt af (vissulega fjölmörgum) alltime uppáhalds lögunum mínum. Cue gæsahúð.

No comments: