Friday, January 30, 2009

Tvíeyki - zvenni

Shatner & Nimoy


Þetta magnaða og "fjölhæfa" dúó gaf út plötu í sameiningu eftir að hafa átt farsælt samstarf á sjónvarpsskjánum. Báðir hafa gefið út plötur sitt í hvoru lagi en í tónlistinni eins og leiknum er það efnasamblanda beggja sem er uppskriftin að sjarmanum. Á plötunni Spaced out er búið að raða saman öflugustu lögum kappanna
Lifið lengi og dafnið...

Rocket Man og The Ballad of Bilbo Baggins

Proclaimers - I´m on my way



Skoskir, rauðhærðir gleraugnaglámar... og já tvíburar... gerist varla betra tvíeyki... og þeir eru á leiðinni...


Flight of the Conchords - Pencils in the Wind



Þó nýsjálenska parið Bret og Jemaine virðist gjarnan svamla í grunnu lauginni á það djúpa punkta og ríkt líkingamál og jú líklega er ástin soldið lík límbandsrúllu...

Thomas og Jonas - Lågsäsong


Sænsku æskuvinirnir Tómas og Jónas eru búnir að vera saman í fjölmörgum (og misstórum) böndum og hafa brallað ýmislegt. Hér er ekkert band að flækjast fyrir þeim heldur eru þeir einfaldlega Tómas og Jónas.


Incredible String Band - The Half-Remarkable Question



Stórmerkilegar pælingar hjá súru hippunum Mike Heron og Robin Williamson í Incredible String Band... eða að minnsta kosti hálf-stórmerkilegar.

No comments: