Monday, January 5, 2009

Topp 5 plötur ársins 2008 - Kristín Gróa


5. Wolf Parade - At Mount Zoomer

Einhverra hluta vegna fór ekkert sérstaklega mikið fyrir þessari plötu og almennt fékk ég þá tilfinningu að fólk hefði orðið fyrir vonbrigðum með hana. Mér fannst þetta aftur á móti heilsteypt og góð plata sem var algjörlega rökrétt skref frá Apologies To The Queen Mary.





4. The Dodos - Visiter

Alveg hreint æðisleg plata. Hún er kannski ívið of löng og það hefði alveg mátt grisja hana aðeins en hápunktarnir eru svo svakalegir að þeir halda henni uppi.





3. Vampire Weekend - Vampire Weekend

Án efa skemmtilegasta plata ársins. Ég mana ykkur til að hlusta án þess að brosa og dilla ykkur... ekki hægt!





2. Fleet Foxes - Fleet Foxes

Þvílík debut plata. Það er eins og hún komi frá afskekktum stað á öðrum tíma, ekki Seattle nútímans. Ótrúlega heilsteypt og falleg plata.





1. TV On The Radio - Dear Science

Ég efaðist ekki augnablik um toppsætið. Þeir verða bara betri og betri félagarnir og þessi plata er svo margslungin, grípandi, dansvæn, gáfuleg, frumleg og bara engu lík! Eftir að ég fékk hana í hendurnar hefur varla annað komist í spilarann.

No comments: