Tuesday, January 13, 2009

2009 hressleiki par excelance!

Gríðarlegur nýárshressleiki hefur einkennt þennan toppfimm meðlim í dag. Er þá ekki tilvalið að skella inn nokkrum hressleikadæmum?

Numero uno er: Coconut Records

Þekkið þið eitthvað svona fólk sem virðist hafa fengið 5faldan skammt af hæfileikum? Svona fólk sem er ógó pógó klárt, kann að semja fáranlega góða tónlist, flytja hana, leika, teikna og er samt með svona 17 hæfileika í viðbót? Jason Schwartzman virðist vera einn af þessum dúddum. Hann kann ekki 'bara' að gera góðar myndir heldur virðist hann líka kunna að semja tónlist...og flytja hana. OK OK, hann var memm í að semja óþolandi theme songið í The O.C. Sólódótið hans sem Coconut Records hinsvegar er kannski langt því frá frumlegast í heimigeimi en hresst er það og hreinasta æði pæði. Merkilegt! All that talent pakkað saman í einn pínuponsulítinn dúdda.

Anywho, önnur plata svartmannsins, Davy, kemur út núna í janúar...skibbísens fyrir því! Fyrri platan var kannski pínu mistæk en inn á milli eru most awesome lög. Reynið t.d. að hlusta á Nighttiming án þess að langa til að dilla af ykkur rassinn! Afhverju er Nighttiming ekki allstaðar spilað þar sem fólk á að hrista rassa? Tjah, maður spyr sig.

Coconut Records - Nighttiming
Coconut Records - Microphone
Coconut Records - Mama Hvað er betra en bara Jason Schwartzman að syngja? Jú, þegar Zooey Deschanel syngur með honum!

Svo finnst Kristínu söngur Jasonsins líka minna sig svolítið á Kevin Barnes og ég er bara ekki frá því að það sé rétt hjá henni! Það er aldrei ókostur ;)



Numero dos: Bear Cat

Ef þú ert nýsjálenskur, elskar pöndur og Ramones og Ronettes þá stofnarðu apparently hljómsveit og syngur bara lög um pöndur. Hljómar fullkomlega rökrétt, ekki satt? Þetta er allavega hressleikinn uppmálaður og fyllilega viðeigandi á degi sem þessum!

Bear Cat - Red Panda Blues



Og síðast, en alls ekki síst: Hercules and Love Affair

Já, ok, ég er ekki fyrst til að dásama Hercules and Love Affair en hey, þetta er bara svo yfirmáta hresst og dansvænt...úff púff! Og hverjum dettur líka í hug að fá Antony Hegarty til að syngja inn á 'disco' lag? Tjah...

Hercules and Love Affair - Hercules' Theme
Hercules and Love Affair - Blind

No comments: