Friday, January 23, 2009

Topp fimm 1979 lögin hans Árna

Árið 1979 var ár barnsins sem er mjög við hæfi því þá varð ég barn.
Boomtown Rats - I don´t like Mondays

Árið 1979 hófst á mánudegi, sá vikudagur átti eftir að koma meira við sögu því 29. janúar, fjórum mánudögum síðar, hóf Brenda Ann Spencer skothríð á samnemendur sína. Tveir létu lífið og átta slösuðust. Þegar Brenda var spurð um ástæðu verknaðarins svaraði hún einfaldlega: "I don´t like Mondays".


Sid Vicious - My Way

Einungis þremur dögum eftir skotárás Brendu Ann kom Sid Vicious úr heróínmeðferð og í veislu sem var haldin því til heiðurs mætti mamma Sids með heróín handa syni sínum sem var 99% hreint, nokk ólíkt hinu venjulega efni sem innihélt einungis 5%. Móðurgjöfin reið Sid að fullu og var hann úrskurðaður látinn daginn eftir.


The Libertines - Up the bracket

Rétt rúmur mánuður leið þar til arftaki Sid Vicious kom í heiminn en það var krúttlega vandræðabarnið Pete Doherty. Enn er ekki útséð með örlög Pete en vonandi þarf hann að minnsta kosti ekki að óttast mömmu sína.


Marianne Faithful - Working class hero

Árið 1979 ól af sér ýmis kombökk, eitt mjög gott (Faithful,) annað sem hefði betur mátt sleppa (The Who).


Smashing Pumpkins - 1979

Árið 1996 var gott ár. Ár greip Woodys með ryðguðum töppum, ár ýmissa íþróttaathafna á Ásvöllum, sundárið mikla og trúlega að einhverju leyti fæðing hressleikans í heild sinni. Sama ár kom líka þetta fína lag sem fangar stemninguna ágætlega.

No comments: