Friday, January 30, 2009

Tvíeyki Unnar Birnu

Gestalistakvendi vikunnar er söng- og fiðlarinn
Unnur Birna. Hér eru tvíeykin hennar:

Norsku frændur okkar Edward Grieg og Henry Ibsen
- og Pétur Gautur (Peer Gynt).



Ibsen skrifaði leikritið um Pétur Gaut og bað Grieg um að semja músíkina. Óborganlegt verk, hin fegursta músík.


Stephane Grappelli og Django Reinhardt



Fremstu string-swingarar allra tíma, fyrr og síðar og þótt víða væri leitað. Stofnuðu Quintette du Hot Club de France 1934 og hér sjáum við live upptöku (frá 1939) þar sem þeir leika hið ódauðlega J'attendrai. Ég mun bíða. Við erum að tala um heitustu gæjana!


Tim Rice og Andrew Lloyd Webber


- og öll þeirra stórverk. The Likes of Us, Evita, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat og auðvitað Jesus Christ Superstar sem allir þekkja og ætla ég að velja hér lagið hans Símonar úr bíómyndinni 1973.
En einsog alþjóð veit söng Ian Gillan hlutverk Jesú í fyrstu upptökunni 1970 og verð ég að troða inn einu lagi með Deep Purple sem minnir ískyggilega á Gethsemane. Hefur Gillan hugsanlega verið búinn að fá handritið í hendurnar og andinn komið yfir hann...


The Carpenters



Systkinin sem byrjuðu sem jazztríó (og þá auðvitað með bassaleikara sem þriðja mann) en enduðu í poppinu. Hér er bítlalagið Please Mr. Postman í skemmtilegri útgáfu The Carpenters. (og svona líka skemmtilegt myndband!)


Dave Brubeck og Paul Desmond


Ódauðlegt tvíeyki sem á sér skrykkjótta sögu.
Þeir hittust fyrst 1944 - þegar þeir höfðu báðir fengið herkvaðningu. Eftir einhver ár í hernum byrjuðu þeir að spila saman og stofnuðu tríó og spiluðu heilmikið. Á tímapunkti slettist samt sem áður upp á vinskapinn hjá þeim og fóru þeir hvor í sína áttina. Brubeck vildi ekki sjá Desmond nálægt heimili sínu og bannaði meira að segja konunni sinni að hleypa honum inn. Síðan er sagt að eftir nokkurn tíma hafi Desmond skotið upp kollinum fyrir utan hjá Brubeck og bankað upp á þegar sá síðarnefndi var úti í garði. Konan hleypti honum inn og sagði manni sínum síðan hver væri kominn. Desmond lofaði öllu fögru ef þeir gætu aðeins orðið vinir aftur og eftir langa mæðu sættust þeir loksins þegar hannn bauðst til að vera barnapía Brubeck-hjónanna. -
Þá stofnuðu þeir og voru aðalandlit The Dave Brubeck Quartet (1951) sem sem gerði lagið Take Five sem allir ættu að kannast við og síðar Take Ten sem er einskonar áframhald af helmingnum af því.

2 comments:

Stefán Jónsson said...

...einhver all svalasti topp5 listi in the universe, gítar"vitusoið" Django Reinhard, Edward Grieg og ég meina bara nettasti samfestingur sem ég hef lesið síðasta hálftíman hér á netinu! svona á þetta að vera en hvar eru Rodgers & Hammerstein (Sound of Music)?

Stefán Jónsson said...

...ekki talandi um The Carpenters!