Tuesday, July 31, 2007

Augie March


Ég er í Ástralíu en það stoppar mig ekki frá því að deila með ykkur góðri tónlist! Mér finnst við hæfi að leyfa ykkur að heyra tvö lög með áströlsku hljómsveitinni Augie March sem er grátlega óþekkt utan heimalandsins. Fyrra lagið er af nýjustu plötu sveitarinnar, Moo You Bloody Choir, og hið seinna acoustic útgáfa af uppáhaldslaginu mínu með þeim sem kom upphaflega út á Sunset Studies.

Augie March - One Crowded Hour
Augie March - There Is No such Place (Acoustic Version)

Monday, July 30, 2007

Næsti listi: Topp 5 "YEAH" móment

Næsti listi er nú frekar einfaldur. Einhver þarf bara að segja YEAH í laginu á flottan hátt. Ef listasmið fannst það vera flott setur hann það á listann sinn.

Dæmi um slæma notkun(notkanir) á YEAH í lagi...

Friday, July 27, 2007

Topp 5 bíólög - Erla Þóra

Sökum netleysis, ofurbústaðsíveru og almenns kjánaskaps verður listi vikunnar örlítið í styttri kantinum...obb obb

5. Clint Mansell - Requiem for a Dream theme

4. Status Quo - You Never Can Tell (Teenage Wedding) úr Pulp Fiction

3. The Knack - My Sharona úr Reality Bites

2. The The - This is the Day úr Empire Records

1. Elton John - Tiny Dancer úr Almost Famous

Topp 5 bíólög - Vignir

Þetta var einn af mínum uppáhalds listum þar sem að ég er mikill kvikmyndaaðdáandi. Ég er samt svo viss um að ég sé að gleyma einhverju rosalegu á listanum mínum að ég er pínu smeykur við að setja þetta inn, but here goes...

5. Gary Jules - Mad World (Donnie Darko)
Gullfallegt cover Gary Jules af gamla Tears for Fears laginu. Þetta lag er notað í endann á myndinni þegar allir karakterar myndarinnar vakna af vondum draumi(eða hvað?). Lagið setur rosa flottan punkt yfir i-ið.



4. Stealers Wheel (Reservoir Dogs)
"Look Kid! I'm not gonna bullshit you, OK! I don't really give a good fuck what you know and don't know. I'm gonna torture you anyway."
Mr. White er alveg fullkominn sadisti í þessu atriði og leikur sér að því að gera seinustu mínútur löggunnar þær verstu sem hann gæti ímyndað sér. Hápunkturinn er samt þó þegar hann setur þetta ofurhressa lag á og byrjar að dansa áður en hann fer að skera og skera.

Það væri hægt að fylla þennan lista alfarið með atriðum úr myndum Tarantinos en ég ákvað að smella þessu inn út af því að það gleymist stundum.




3. Elton John - Tiny Dancer (Almost Famous)
Eitt af þessum mómentum sem er mjög erfitt að ná á filmu. Hérna er sýnt fram á hvað tónlist getur verið ótrúlega sterkt tilfinningatól og getur tengt okkur saman. Lagið minnir alla á af hverju þeir eru að þessu, af hverju þeir eru að hanga í þessari rútu og með hvorum öðrum. Tónlistin og ástin á henni heldur þeim gangandi. Endalínan er síðan alveg frábær:
"I need to go home!"
"You are home!"




2. Zero 7 - In the Waiting Line (Garden State)
Frábært dæmi um notkun tónlistar til að setja "mood" í atriðið. Hérna eru allir út úr reyktir og á ýmsu eiturlyfjadópi. Til að sýna fram á ástand söguhetjunnar er notast við slow og fast motion og ótrúlega góða klippingu. Svo er lagið notað til að setja enn meiri áherslu á þessar snöggu breytingar. Hægt lagið passar vel við hægu hreyfingarnar en illa við þær hröðu og setur alveg ótrúlega flottan dáleiðandi blæ yfir allt saman.

Annars þá mætti líka benda á að það væri hægt að gera þennan lista eingöngu með lögum úr Garden State. Bæði Shins lögin, Let Go með Frou Frou og mörg fleiri lög gera þessa mynd og atriðin sem þau eru í enn sterkari fyrir vikið.




1. The Pixies - Where Is my Mind (Fight Club)

Fight Club er uppáhalds bíómyndin. Punktur. Ég hef horft á þessa mynd svo endalaust oft og get alltaf fengið nýjar hugmyndir úr henni, séð nýjar hliðar, fundið nýja brandara og misst mig yfir tæknilegu vinnslunni. Endirinn á þessari mynd er síðan alveg ótrúlegur og ef þú hefur ekki séð myndina þá skaltu hætta að lesa núna og fara og finna hana og horfa á.
Eftir að lærlingurinn hefur lært allt af meistaranum og klárað kennslustundina með því að drepa hann hefur hann loksins öðlast eigið líf. Þetta mikla sálarstríð endar svo á sameiningunni með einu sönnu ástinni og svo bestu endalínu á bíómynd sem ég veit: "You met me at a very strange time in my life". Svo byrjar Pixies lagið sem er svo einmitt það sem vantaði þarna. Fullkomnun!



Honorable mentions:
Proppelerheads - Spybreak (The Matrix) - Common! Þetta var heví svalt þangað til að þetta var notað alls staðar, sérstaklega í öllu íslensku sjónvarpsefni!
Kenny Rogers Just Dropped In (To See What Condition My Condition Was In) (Big Lebowski)
Aimee Mann - Wise Up (Magnolia)
Queen - Don't Stop Me Now (Shaun of the Dead)

Topp 5 bíólög - Krissa

Vááá hvað þetta er erfitt val! Öll tónlist úr öllum myndum ever?!? Jimminy! öll lögin úr Nightmare Before Christmas, Hip to be Square úr American Psycho, hálft soundtrackið úr Trainspotting, Amélie myndin eins og hún leggur sig, Northern Sky úr Serendipity, If You Want Blood og Money úr Empire Records, Dry the Rain úr High Fidelity, Bang Bang úr Kill Bill, helmingur 80s soundtracksins úr Donnie Darko, Tiny Dancer í Almost Famous, Bohemian Rhapsody í Wayne's World, Stuck in the Middle úr Reservoir Dogs, Blower's Daughter í Closer, ...allt frábær lög sem gera góð atriði enn betri...og á maður svo bara að geta valið?!?

En, uppi standa 5 unbelievably girly movies, 5 atriði og 5 lög sem ég get horft&hlustað á út í hið óendanlega...

5. The The - This is the Day úr Empire Records
"All the money in the world
Couldn't bring back those days.
You pull back the curtains, and the sun burns into your eyes,
You watch a plane flying across a clear blue sky."

Lokaatriðið í Empire Records er bara búið til fyrir 14 ára stelpur...eins og ég var þegar ég sá myndina fyrst. Vinna í ógó pógó skemmtilegri plötubúð með tveimur alltof sætum strákum, skemmtilegri tónlist og berjast gegn því að vondi vondi eigandinn selji einhverri vondri keðju búðina? Enda svo á því að halda stórt party, vinna vonda kallinn og fagna uppi á þaki með bestu vinkonunnin og sætu strákunum...dansandi við The The? Gerist bara ekkert betra! :)



4. Bob Dylan - Most of the Time
"I can follow the path, I can read the signs,
Stay right with it, when the road unwinds,
I can handle whatever I stumble upon,
I don't even notice she's gone,
Most of the time."

Eitt af uppáhalds Dylan lögunum mínum. Atriðið væri bara ekki nálægt því að vera jafn flott ef eitthvað annað lag hljómaði undir! Og alltaf þegar ég heyri Most of the Time minnir það mig á Rob í rigningunni...búhú

3. The Knack - My Sharona úr Reality Bites
"Never gonna stop, give it up, such a dirty mind.
Always get it up for the touch of the younger kind.
My my my my woo...M M M My Sharona..."

Æjj svooo gaman! Í hvert einasta skipti sem ég heyri þetta lag minnir það mig á 7-11 atriðið í Reality Bites þar sem Winona Ryder og Janeane Garofalo biðja afgreiðslugaurinn að hækka í útvarpinu og dansa svo á fullu meðan Ethan Hawke horfir afsökunaraugum á hann. Mann langar alltaf mest að vera með, dansa kjánalega dansinn og smoocha svo Ethan Hawke í rest myndarinnar múaha



2. Donovan - Colours úr Rules of Attraction
"Yellow is the color of my true love's hair
In the morning, when we rise "

Eitt af uppáhalds uppáhalds uppáhalds atriðunum mínum! Tvískipt meðan þau eru að vakna, labba í skólann, inn ganginn...og rennur svo saman þegar þau hittast. Augnaráðið...pínu smirk-ið á 'Dawson' og þegar hún tekur sólgleraugun af nefinu á honum. Og atriðið er enn betra því Colours smellpassar undir!



1. The Shins - New Slang úr Garden State
"Dawn breaks like a bull through the hall,
Never should've called.
But my head's to the wall and I'm lonely."

Ekki nóg með að The Shins séu búnir að vera í ofboðslegu uppáhaldi hjá mér síðan Oh Inverted World kom út og að New Slang sé eitt af uppáhalds lögunum mínum í heiminum heldur er Garden State ein af uppáhalds uppáhalds myndunum mínum! Ef þessu er svo blandað saman við brilliant atriði með Natalie Portman og Zach Braff fæst frábær blanda...þar sem myndin og lagið njóta sín bæði 100%
"You gotta hear this one song, it'll change your life I swear." ahhh yeees!

Topp 5 bíólög - Kristín Gróa

5. Dazed And Confused - Hurricane með Bob Dylan

Matthew McConaughey slengir upp hurðinni á The Emporium og gengur inn eins og hann eigi staðinn. Hvernig nokkur getur verið svona kúl í níðþröngum bleikum gallabuxum er alveg beyond me.



4. Natural Born Killers - Sweet Jane með Cowboy Junkies

Mér fannst þessi mynd svona dálítið misjöfn en þessari senu gleymi ég aldrei. Gæðin á myndbandinu eru ömurleg btw.



3. Easy Rider - Born To Be Wild með Steppenwolf


Byrjunarsenan í myndinni og þeir fara eftir þjóðveginum á chopperunum sínum. Þegar ég hugsa um Easy Rider hljómar Born To Be Wild í hausnum á mér og þegar ég heyri Born To Be Wild þá sé ég þessa senu fyrir mér í huganum. Fullkomin pörun.



2. Wayne's world - Bohemian Rhapsody með Queen

Þetta er bara algörlega ógleymanlegt atriði sem er löngu orðið klassískt. Foxy Lady senan með Garth er líka alveg óborganleg en þetta hefur nú samt vinninginn í mínum huga.



1. Apocalypse Now - The End með The Doors

Þetta er svakalegasta opnunaratriði á mynd sem ég man eftir í augnablikinu. Algjör þögn fyrir utan hljóðið í þyrluspöðunum en massívar sprengingar og tortíming á skjánum... og undir hljómar "This is the end... beautiful friend".

Topp 5 bíólög - Zvenni

5. Head Over Heels - úr Donnie Darko (með Tears For Fears)



Flott sena sem byrjar er Donnie og félagar skoppa út úr skólabílnum. Það er búið að gefa í skyn að þeir hafi verið að fá sér í haus og myndavélin er á hlið en snýst strax við. Það er haldið rykkjótt inn í skólann og um leið eru helstu persónur myndarinnar kynntar.


4. Píanólagið í Goodfellas



Heyrði þetta lag í Goodfellas þegar ég var táningur og fannst alveg brilljant en vissi ekki hvaða lag þetta væri. Í langan tíma pældum vð Krissi bróðir í uppruna þess en án árangurs, Krissi keypti meira að segja disk með Donovan því hann var svo viss um að lagið væri á honum. En svo var ekki. Vorum svo alltaf að heyra það á Gullinu og af einhverri fáránlegri ástæðu kom það í hvert skipti beint á eftir Layla með Derek and the Dominos og var aldrei kynnt með nafni. Það var ekki fyrr en löngu seinna er ég heyrði Layla á disk að ég áttaði mig á því að "Píanólagið" sem við höfðum leitað að svo lengi væri í raun bara seinniparturinn af Layla. Soldið fúll en samt ánægður að vita loksins hvaða lag þetta væri.
Alla veganna, áhrifarík sena þegar líkin eru að finnast eftir hreinsunina í genginu í seinni hluta myndarinnar. Lagið byrjar en verður svo meira í bakgrunninum og Ray Liotta talar yfir og passar afar vel saman.


3. Search and Destroy úr Life Aquatic (The Stooges)



Bill Murray í stuði.


2. Wise Up með Aimee Mann úr Magnolia



Lagið byrjar er allt er komið í fokk í öllum sögunum. Allir eru daprir og einir og túlka það með því að syngja línu úr laginu með Aimee Mann.


1. Dánarfregnir og jarðarfarir með Sigur Rós úr Englum Alheimsins

Lag og mynd gera saman áhrifaríkan endi.
Gott, dramatískt og afar íslenskt.

Monday, July 23, 2007

Næsti listi: Bíólög!

Næsti listi verður
topp 5 lög í bíómyndum!
Það sem við erum að tala um hérna eru lög sem hafa verið notuð í bíómynd á einhvern virkilega sterkan hátt þannig að atriðið og/eða lagið verður sterkara fyrir vikið.



Friday, July 13, 2007

Topp 5 cover lög - Krissa

5. Joe Cocker - With a Little Help from my Friends (The Beatles)
"Would you believe in love at first sight,
Yes I’m certain that it happens all the time."

OK, þegar ég sá fyrst upptökur frá Woodstock fékk ég svona 'Vá' moment alveg í hverju atriði liggur við en ég man ennþá eftir að hafa séð Joe Cocker taka With a Little Help from my Friends og fundist það óóótrúlega flott og gæsahúðarprovoking. Hrjúfa röddin á móti bakröddunum sem hljómuðu hálfpartinn eins og þær væru helíum blandaðar fannst mér bara æði pæði.
Og ég er ekkert ein um það - John og Paul sendu honum víst símskeyti til að segja honum að þeim hefði fundist flutningurinn flottur! Jahá - ekki slæmt það!


4. The Arcade Fire - Born on a Train (Magnetic Fields)
"And I've been making promises I know I'll never keep.
One of these days I'm gonna leave you in your sleep."

Eins og Win Butler gæti bara mögulega haft flottari rödd fyrir þetta lag?!? Shitzen kebaben hvað þetta er flott! Er búin að hlusta alltof oft á þetta og er bara ekki frá því að mér finnist þetta enn flottara en Magnetic Fields originalinn - sem þó er ofboðslega flottur!


3. Led Zeppelin - Babe, I'm Gonna leave You (Joan Baez)
"We gonna go walkin' through the park every day.
Come what may, every day "

Smááá munur á Joan Baez og Led Zeppelin útgáfunni. Las einhvern tíma að Jimmy Page hefði sagt að um leið og hann heyrði lagið fyrst með Joan Baez hefði hann bara verið inspired og ákveðið svo að gera sína eigin útgáfu af laginu. Honum tókst svona líka fáranlega vel til :)


2. Johnny Cash - Hurt (Nine Inch Nails)
"I wear this crown of thorns,
upon my liars chair,
full of broken thoughts,
I cannot repair."

Jájá, ég trúi Trent Reznor alveg þegar hann syngur þetta - hann á voða bágt, er frekar mikið grey og mér finnst originallinn óóótrúlega flottur. En þegar Johnny Cash syngur þetta fær maður eiginlega bara gæsahúð og pínu sting í magann. Úff!

Og já, hverjum hefði dottið í hug að Johnny Cash myndi covera Nine Inch Nails?!?


1. Aretha Franklin - Respect (Otis Redding)
"All I'm asking
Is for a little respect when you come home (just a little bit)"

Sama lag, nokkurn veginn sami texti, 100% viðsnúningur á meiningu! Ekki nóg með að lagið sé bara fáranlega flott í þessum flutningi heldur er bara svo ótrúlega flott hvað henni tekst að snúa meiningunni við - úr respect fyrir Otis Redding þegar hann kemur heim yfir í respect fyrir fr. Franklin þegar 'hann' kemur heim til hennar. Sheezh - fær fyrsta sætið út á að vera girl power lag dauðans! ;)

Og eitt honourable mention - þó ekki væri nema bara út á Empire Records atriðið sem ég gat horft á á repeat þegar ég var 13 ára eða e-ð: Flying Lizards útgáfan af Money. Vá hvað það er búið að vera í miklu uppáhaldi síðan ég sá myndina...það er alveg hálf ævi mín síðan eða e-ð...that's crazy!

Topp 5 Covers - Vignir

Þetta er nú einn mest spennandi listinn held ég bara og er búinn að vera lengi í gerjun. Here goes...

5. The Futureheads - Hounds of Love
Sunderland strákarnir taka klassískt Kate Bush lag upp á sína arma og gera að sínu eigin. Dramatíkin í upphaflegu helst vel í coverinu en hressleikinn er mun meiri og hann, ásamt rödduninni, gerir þetta lag bara mun betra en hið upphaflega.

4. Johnny Cash - Hurt
Johnny Cash tók hér fyrir gamalt Nine Inch Nails lag og gerði það sem öll bestu cover lögin gera. Í fyrsta lagi gerði hann það sama og Gilby Clarke sagði alltaf í Rockstar: "He made it his own!". Nei andskotinn! Ég hélt að setningin hérna á undan væri sniðug en nei! Maður talar ekki um Johnny Cash og Gilby Clarke í sömu svipan. En allavega...

Johnny tók þetta lag og með útsetningu sinni breytti hann öllum áherslum í textanum. Það sem var áður sorgarsöngur manns sem var svo self-destructive að hann ýtti öllum frá sér varð núna að söngi gamals manns sem lítur yfir farinn veg og er ekki alveg viss með það sem hann sér. Breytingin á þessum línum í báðum útgáfum er t.d. ótrúlega mikil:
what have i become?
my sweetest friend
everyone i know
goes away in the end

Svo mana ég þig að reyna að horfa á vídjóið og fá ekki gæsahúð!

3. Jimi Hendrix - All Along the Watchtower
Þetta lag kemur oft inn í hausinn á mér þegar maður heyrir orðið cover. Frábært lag tekið og fundin ný hlið á því, nýtt sánd fundið og allt gert af ótrúlegri fagmennsku og virðingu. Þessi útgáfa hefur eignast eigið líf. Ég minni bara á frábæra notkun þess í endanum á Fear and Lothing in Las Vegas. Bara ef þeir hefðu mátt nota þessa útgáfu í Battlestar: Galactica. :)

2. Failure - Enjoy the Silence
Þetta lag fær þennan stað vegna gífurlegra tilfinningalegra tengsla. Þegar ég heyri þetta lag er ég bara kominn aftur á rúntinn með öllum bestu vinunum mínum í Kvennó og lífið er einfalt.
Svo er þetta líka bara þrusugott cover, trommurnar sem skipta úr fyrsta erindi yfir í viðlagið er alveg þrususvalt. Svo er líka bara ótrúlega mikill töffaraskapur að hafa melódíuna í hávegi og vera ekkert að syngja ofan á hana. Mér var seinna sagt að Failure væri band sem maður ætti að grafa upp og hlusta á en ég hef aldrei gert neitt í því, ennþá...

1. Tool - No Quarter
Það þarf í raun frekar stór cojones til að covera Led Zeppelin því þá ertu að biðja um nöldur og leiðindi frá gaurum í svörtum bolum með sítt hár. Tool hefur hins vegar alltaf verið sama um hvað fólki finnst um þá og þora alveg að kýla á það.

Þeir byrja á því að taka Led Zeppelin lag sem ekki allir kannast við. No Quarter er firnasterkt lag af Houses of the Holy. Drungalegt lag sem vekur upp þessa hetjurokksstemningu sem textar Roberts Plant sköpuðu, allt voðalega Tolkien-að.
Tool taka lagið og gera einfaldlega allt betur í því og færa það úr sjö mínútna lengd í næstum 12 mínútna langa epíska för. Hljómborðinu er hent út og sett í hendur gítarleikarans. Bassaleikurinn leikur sér með lagið og Maynard syngur með flottari effektum en Plant og tekur allan kjánaskap úr línum eins og "The winds of Thor are blowing cold". Svo má nú ekki gleyma að minnast á Danny Carey. Besti trommuleikari dagsins í dag tekur hérna við af einum besta, ef ekki besta, trommuleikara allra tíma og nær alveg upp í hans hæðir, ef ekki hærra. Seinni helmingurinn á laginu, sem er eiginlega allur í eigu Tool og setur glæsilegan endapunkt á lagið. Besta cover í heimi!

Topp 5 cover lög - Kristín Gróa

5. Cat Power - I Found A Reason (The Velvet Underground)

Mér finnst þessi útgáfa alls ekkert betri en orginallinn en hins vegar þá er þetta uppáhalds Cat Power lagið mitt. Mér finnst snilldin við þetta í raun sú að útgáfurnar eru um leið rosalega ólíkar og textinn ekkert alveg sá sami en samt er einhvernveginn sami andinn í þeim báðum.


4. The Kingsmen - Louie Louie (Richard Berry)

Þetta lag þekkja allir enda hafa ótalmargir listamenn koverað það. Það er hins vegar þessi útgáfa sem er eiginlega "default" þó hún sé ekki sú upprunalega. Sumir kalla þetta fyrsta pönklagið og það er kannski nokkuð til í því.

3. Flying Lizards - Money (Barrett Strong)

Hér er annað lag sem margir hafa tekið og þó sjálfir Bítlarnir séu þar á meðal þá finnst mér þessi útgáfa samt betri. Hún er öðruvísi, svo mikið er víst.

2. Them - Baby Please Don't Go (Big Joe Williams)

Orginallinn er blúsaður og flottur en þessi ofsafengna útgáfa er mikið þekktari. Van Morrison geltir út úr sér textanum og session maðurinn ungi Jimmy Page spilar gítarriffið flotta.


1. Lou Reed - This Magic Moment (The Drifters)

Lou Reed tekur þetta klassíska lag sem allir þekkja og gjörsamlega snýr því á haus. Þetta er sama lagið en það er svo algjörlega óþekkjanlegt að fyrst fattaði ég ekki einu sinni hvaða lag þetta var. Svona á gott kover að vera... taka flott lag, setja sitt mark á það og skila einhverju alveg einstöku.

Topp 5 cover lög - Zvenni

Common People - William Shatner
Meistari hins mælta orðs að gera skemmtilega hluti (þetta er ekki grín). Með aðstoð Ben Folds sem stýrir upptökum og Joe Jackson (sem er betur þekktur fyrir "Is She Really Going Out With Him?" og að vera dyggur mótmælandi reykingarbanna í Ameríku og Bretlandi) sem syngur með honum nær hann að kreista út afbragðs ábreiðulag. Á tvímælalaust heima með öðrum snilldar "spoken word" koverlögum hans eins og "Rocket man", Mr. Tamborine Man” og "Lucy in the Sky With Diamonds".


I Put a Spell on You - Marilyn Manson
Heyrði þetta lag í Lost Highway. Átti originalinn með Screamin' Jay Hawkins fyrir. Þó ég sé ekki mikill Marilyn Manson aðdáandi finnst mér þetta ansi mögnuð útgáfa. Sweet Dreams koverið þeirra var einnig flott, Dáleiðandi lag frá fyrsta trommutakti til síðasta jajaja.

Friday on My Mind - David Bowie
Massíft föstudagslag samið af ástralska rokkbandinu The Easybeats árið 1966 en Bowie tók það á koverplötunni sinni Pin Ups (1973). Á henni tekur hann uppáhaldslögin sín með böndunum sem hann sá á The Marquee á árunum 1964 til 1967. Besta Bowie platan sem ég hef heyrt.


Din Hund - bob hund
Hressileg Live útgáfa bob hund af Stooges laginu "I Wanna be Your Dog" og auðvitað með sænskum texta.

Jag år så utflippad jag vill ha dig hår
På mitt rum jag vill ha dig dår
Nu skall det bara vara jag och du
På min favoritplats ligger jag nu

Nu så vill jag vara din hund
Nu så vill jag vara din hund
Nu så vill jag vara din hund
Kom igen!



Vorkvöld í Reykjavík – Gildran
Texti Sigurðar Þórarinssonar við lag Evert Taube og upprunalega flutt af Ragga Bjarna að ég held. Hér í flutningi AC/DC Ísland= Gildrunni. Með flottari ábreiðum sem ég hef heyrt. (hélt reyndar lengi vel að “Love Hurts” væri líka með Gildrunni…).
Allaveganna,,,

Akrafjall og skarðsheiði eins og fjólubláir draumar ,
ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.
Reykjavík… Reykjavík… Reykjavík… Reykjavíííííííííík…

Thursday, July 12, 2007

Simian Mobile Disco


Indíkrakkarnir verða líka að fá að dansa og þá er gott að hafa Simian Mobile Disco við höndina. Þetta eru tveir breskir gaurar sem hafa verið að remixa indíhetjur hægri vinstri og hafa sent frá sér nokkur lög en voru að gefa út sína fyrstu plötu núna í júní. Platan nefnist Attack Decay Sustain Release og hljómar bara nokkuð vel í mínum eyrum sem eru vanalega ekki mjög sólgin í danstónlist. Þetta Rapture remix er svo bara alls ekkert óþolandi leiðinlegt og þar sem maður rekst ekki oft á þannig remix þá myndi ég tékka á því ef ég væri þú!

Simian Mobile Disco - Tits & Acid
The Rapture - Whoo! Alright - Yeah... Uh Huh (Simian Mobile Disco Remix)

Wednesday, July 11, 2007

Næsti listi...

FABBA kunna á þessu lagið...

Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þessa vikuna því við ætlum að telja upp topp 5 bestu cover lögin! Það er úr svo mörgum frábærum lögum að velja að mig svimar eiginlega við tilhugsunina en það er allavega öruggt að við fáum fjölbreytta og skemmtilega lista í þetta sinn.

Þetta lag nær nú ekki á listann minn en er engu að síður hressandi og sumarlegt :)

Goldspot - Float On (Modest Mouse Cover)

Friday, July 6, 2007

Topp 5 lög undir 2 mínútum - Kristín Gróa

5. Liam Lynch - United States Of Whatever (1:30)

I went down to the beach and saw Kiki
She was, like, all "ehhhh"
And I was, like, "whatever!"


Hressandi!

4. Jethro Tull - Wond'ring Aloud (1:57)

We are our own saviours
As we start both our hearts beating life
Into each other


Þetta lag minnir mig alltaf á strákinn sem ég er skotin í ;)

3. The White Stripes - Fell In Love With A Girl (1:50)

She turns and says "are you alright?"
I said "I must be fine cause my heart's still beating"


Eitt besta lag sem "systkinin" hafa látið frá sér og þá er nú mikið sagt. Ég mun aftur á móti aldrei fyrirgefa Joss Stone fyrir að hafa misþyrmt því.

2. Daniel Johnston - True Love Will Find You In The End (1:51)

This is a promise with a catch
Only if you're looking will it find you
‘Cause true love is searching too
But how can it recognize you
Unless you step out into the light?


Hinn geðveiki Daniel syngur um ástina sem finnur mann á endanum ef maður bara leitar að henni. Beck ábreiðan af þessu lagi er reyndar í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda Beck óneitanlega með ómþýðari rödd en þessi útgáfa er líka frábær.

1. Neutral Milk Hotel - Communist Daughter (1:57)

Sweet communist
The communist daughter
Standing on the sea-weed water
Semen stains the mountain tops


Þetta lag er fullkomið. Stór orð en ég stend við þau. Það er svo fáránlega einfalt, bara þrír hljómar og engar krúsídúllur... smá gæsahúðarlúður í lokin and that's it. Svo stutt, svo einfalt og svo lágstemmt að ég gleymi stundum að anda þegar ég hlusta.

Topp 5 lög undir 2 mínútum - Vignir

Þegar ég var að byrja á þessum lista var ég dálítið fastur á því að það væru ekki til mörg góð lög undir 2 mínútum. Það eru til ótrúlega mörg góð lög undir 2 og hálfri og ég hélt að ég væri að fara að ramba á einhvern alheims sannleika um að maður þyrfti meira en 2 mínútur til að gera gott lag. Ég komst sem betur fer að því að svoleiðis er ekki satt og Jello Biafra hefur alveg eitthvað fyrir sér í þessum málum.

5. The Distillers - Sing Sing Death House
Maður verður að byrja á pönklagi, ekki satt?!? Hérna er aðeins nýlegra pönk með hinni vanmetnu og allt of lítt þekktu(í Evrópu allavega) The Distillers sem virðist nú samt hafa lagt upp laupana. Mikil reiði hér og allt spilað hratt
I believe i will open up
For all my rage will surely come undone
Sing Sing Death House!

4. Yann Tiersen - J'y suis jamais all
Tónlistin í myndinni Amelie er með því betri sem að ég þekki og fær hún oft að spilast hjá mér. Þetta lag nær að troða tónlistinni og myndinni inn í eitt lag og gerir það undir 2 mínútum.
Fegurðin, tilfinningarnar og þessi París sem að maður hélt að væri ekki til í alvörunni en er bara víst til, hún felur sig bara. Hún bíður í skjóli og birtist svo á vorin þegar sólin er alveg að setjast.

3. The White Stripes - Let's Build a Home
Fell in Love With a Girl er reyndar líka undir tveimur mínútum en þetta lag er uppáhalds White Stripes lagið mitt þessa dagana eftir að ég uppgötvaði þessa vídjóklippu af systkinunum að spila hjá meistara Conan.



2. The Libertines - Arbeit Macht Frei
Eins og einn gagnrýnandi sagði um plötuna The Libertines: "...Nice demos lads, when will the album be ready?..."
Þetta lag er einmitt alveg ótrúlega hrátt og fyrsta upptakan hefur örugglega verið notuð. Sem betur fer, því hún er bara alveg nógu góð.
Her old man
He don't like blacks or queers
Yet he's proud we beat the nazis?
(How queer...)

1. The Ramones - Judy is a Punk
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar listi með lögum styttri en 2 mínútum var nefndur var Ramones. Þessi hljómsveit var þekkt fyrir að halda klukkutíma tónleika og spila þar kannski 30-40 lög eða svo. Judy is a Punk er klassískt Ramones lag og sýnir nokkuð vel melódíupælingarnar sem Ramones voru í og áhrifin frá Beach Boys og fleirum.

Topp 5 lög undir 2 mínútum - Zvenni

Nú - purrkur pilnikk 0:55
Flott og frískt íslenskt pönk, uppáhalds pönkbandið mitt. Flest lögin á Ekki Enn eru undir 2 mín, ekkert hangs.


Heinz Baked Beans - The Who 1:00
Brassað lag um baunir.


Johnsburg, Illinois - Tom Waits 1:33
Í litlu og einföldu lagi sýnir Waits mjúka hlið á sér og syngur um tattúið sitt, myndina í veskinu og fæðingarbæ konu sinnar.


Distance Equals Rate Times Time - Pixies 1:24
Af uppáhaldspixiesplötunni minni Trompe Le Monde. Einfalt og flott.


Wond'ring Aloud - Jethro Tull 1:55
Lítið ástarlag um brauðmylsnur, elli, þefskyn, sultu og gildi gjafmildar.

Thursday, July 5, 2007

Caribou


Það ætti að gleðja einhverja að Dan Snaith er að fara að gefa út nýja plötu undir Caribou nafninu í ágúst. Gripurinn kemur til með að heita Andorra og ef lögin tvö sem fylgja eru einhver vísbending um gæði plötunnar þá held ég að við séum í góðum málum. Ég er allavega mjög hrifin og get ekki beðið eftir að heyra meira.

Caribou - Melody Day
Caribou - She's The One

Wednesday, July 4, 2007

Stars


Ég fattaði aldrei hæpið í kringum plötuna Set Yourself On Fire með kanadísku hljómsveitinni Stars (gott nafn á plötu samt). Mér fannst textarnir oft ágætir en lögin gripu mig engan veginn og mér fannst alltaf eins það vantaði eitthvað. Nú eru þau að fara að gefa út nýja plötu í september og það virðist sem fólk sé alveg að gera á sig af spenningi. Fyrsta laginu af plötunni hefur verið sleppt út á veraldarvefinn og mér finnst það satt að segja bara frekar leiðinlegt. Er ég að missa af einhverju hérna?

Stars - The Night Starts Here

Tuesday, July 3, 2007

The Stone Roses


Ég hef oft gert grín að bróður mínum fyrir það að kaupa óvart aftur diska eða dvd myndir sem hann á fyrir og hefur þótt það merki um að hann kaupi meira en hann nær að hlusta á. Mér var því ekki skemmt þegar ég var að ganga frá diskunum sem ég keypti úti í London og uppgötvaði að ég hafði keypt annað eintak af The Stone Roses með The Stone Roses. Hvernig gat mér dottið í hug að ég ætti ekki þennan disk? Ég sem var komin með The Last Waltz með The Band í hendurnar en lét hann mæta afgangi og tók þennan í staðinn. Iss!

Diskarnir sem ég keypti eiga það annars sameiginlegt að það er eiginlega skandall að ég skyldi ekki eiga þá fyrir. Það er því kannski bara jákvætt að ég skyldi eiga Stone Roses diskinn... hann er auðvitað skyldueign.

The Stone Roses - I Am The Resurrection
Axton Kincaid - I Wanna Be Adored (Cover)

Monday, July 2, 2007

Við erum komin aftur!

Glastonbury var rosaleg! Hápunkturinn var klárlega, að mínu mati, Wake Up með Arcade Fire sem er besta hljómsveit starfandi í dag! Ég er opinberlega orðin grúppía!



Minningar og gleði

Næsti listi er svo: Topp 5 lög undir 2 mínútum.