Thursday, July 31, 2008

Nýtt frá Kings of Leon

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/e/e7/Kings_of_leon.JPG/800px-Kings_of_leon.JPG
Framtíðareiginmennirnir hennar Kristínar Gróu í Kings of Leon voru að láta heyra nýtt í sér fyrir stuttu en þeir eru að fara að gefa út nýja plötu, Only By the Night, í september.

Fyrsta lagið af plötunni ber nafnið Crawl og er alveg hresst en ég er ekki alveg viss með það ennþá en það breytir því ekki að ég er alveg áfram spenntur fyrir plötunni.

Njótið. Friður úti.

Kings of Leon - Crawl

Tuesday, July 29, 2008

Trekantur: voff voff...

Stooges, Slayer og bob hund gelta hver með sínum kjafti...

The Stooges - I Wanna Be Your Dog


So messed up I want you here
In my room I want you here
Now were gonna be face-to-face
And Ill lay right down in my favorite place

And now I wanna be your dog
Now I wanna be your dog
Now I wanna be your dog
Well cmon
...

Slayer - I'm Gonna Be Your God


I'm all jacked up, I want you here
In my room I want you dear
And now it's time to bury my face
Between your legs with my tongue in that special place

Now I'm gonna be your God
Now I'm gonna be your God
I'm gonna be your God
...
bob hund - din hund


Jag är så utflippad jag vill ha dig här
På mitt rum jag vill ha dig där
Nu skall det bara vara jag och du
På min favoritplats ligger jag nu
Nu så vill jag vara din hund
Nu så vill jag vara din hund
Nu så vill jag vara din hund
Kom igen!
...

I Wanna Be Your Dog
I'm Gonna Be Your God
din hund

Friday, July 25, 2008

Topp 5 verstu plötucover

Aftur ákvað ég að takmarka ég mig við plötur sem ég á uppi í hillu en mér til mikillar undrunar var ekkert mikið af skelfilegum coverum. Þá er bara spurningin hvort ég dæmi albúm eftir coverinu (sem getur ekki verið æskilegt) eða hvort ég fíla bara smekklega tónlistarmenn. Ég veit ekki en þetta er það versta sem ég gat fundið:


5. Dire Straits - Brothers In Arms

Brothers In Arms er að mörgu leyti söguleg plata enda ein af fyrstu plötunum til að vera gefin út á geisladiski. Ekki nóg með það heldur er þetta fyrsta platan sem var seld í yfir milljón eintökum á geisladiski og þar með fyrsta platan sem seldist meira af á geisladiski en á vínyl. Söguleg útgáfa og sögulega hallærislegt cover. Ætli fólk myndi vanda sig meira ef það vissi fyrirfram að plöturnar þeirra yrðu á einhvern hátt ógleymanlegar? Það er kalhæðnislegt að Knopfler skuli í laginu One World syngja Can't get no sleeves for my records... well obviously.

Dire Straits - So Far Away From Me


4. The Jimi Hendrix Experience - Electric Ladyland

Ókei það er ekki það að ég sé tepra (sjá toppsæti síðasta lista sem sönnunargagn) heldur finnst mér þetta bara svooo kjánalegt að ég gæti öskrað. Þrátt fyrir það finnst mér fáránlegt að nú er platan ekki seld með þessu coveri heldur með boring coveri af Hendrix að geifla sig. Hvað er með Bandaríkjamenn og nektarhræðsluna? Seriously ef fólk er nógu fullorðið til þess að hafa vit á því að hlusta á Jimi Hendrix þá held ég að það höndli nokkur brjóst.

The Jimi Hendrix Experience - Have You Ever Been (To Electric Ladyland)


3. Queens Of The Stone Age - Era Vulgaris

Ég held ég hafi aldrei þurft að pína mig jafn mikið til að kaupa plötu því coverið var svo ótrúlega fráhrindandi.

Queens Of The Stone Age - Sick, Sick, Sick


2. The Beach Boys - Pet Sounds

Þetta er bara svo furðulegt. Af hverju eru þeir að gefa geitum að borða? Var einhver snillingur sem hugsaði Pet Sounds... geitur eru næstum gæludýr... ég VEIT! Það er eiginlega alveg fáránlegt að ein besta og umtalaðasta plata allra tíma skuli vera með coveri sem virðist hafa verið skellt á á síðustu stundu.

The Beach Boys - I'm Waiting For The Day



1. The Flying Burrito Brothers - The Gilded Palace Of Sin/Burrito Deluxe

Ástæðan fyrir að ég tel upp báðar þessar plötur er einfaldlega sú að diskurinn sem ég á inniheldur þær báðar. Það skiptir þó ekki máli því ég veit eiginlega ekki hvort coverið er verra og til að kóróna það þá er búið að splæsa þeim saman á disknum sem ég á... like so:

Nei en í alvöru, við höfum annarsvegar þá standandi geðveikt vandræðalega í fáránlega ofskreyttum rhinestone fötum og hins vegar tvær sjúskaðar burritos (með rhinestones! að sjálfsögðu!) og þá svona litla til hliðar að gera TADA!

The Flying Burrito Brothers - Dark End Of The Street

topp 5 sérstök plötualbúm...

Hér eru fimm frekar sérstök plötualbúm...

Sabotage - Black Sabbath


Afar skondið albúm, sérstaklega rauðu gammósíurnar við leðurjakkann, flippið er samt endurspeglunin í bronsspeglinum.
Hole in the Sky

Afar góðir gestir - AfabandiÐ

... plús fyrir orðaleikinn og stóða Ð-ið.
Draumur fangans

It's Hard - The Who


Önnur platan eftir dauða Keith Moon og síðasta plata John Entwistle, eitís lúkk og vísun í fyrri verk, bandið ekki upp á sitt besta...

'Get Yer Ya-Ya's Out!' - The Rolling Stones in Concert

Charlie Watts og asni með trommusett og gítar! flipp...
Jumping Jack Flash

American Stars 'n Bars - Neil Young


Albúmið var hannað af vini Young, leikaranum Dean Stockwell... kanadískt viskí, drukkinn kvenmaður og hetjan dauð á gólfinu...
Like a Hurricane

Thursday, July 24, 2008

Woodhands


Montréalska hljómsveitin Woodhands gaf út plötuna Heart Attack í vor án þess að ég tæki eftir því eða vissi yfirhöfuð af tilveru sveitarinnar. Þetta er fyrsta platan þeirra og samanstendur af nokkuð frambærilegum elektrórokklögum. Ég er ekkert lömuð af hrifningu en ég veit ekki alveg hvort það er af því þessi tegund af tónlist þarf að vera virkilega góð til að kveikja í mér eða af því að hún er ekki nógu góð til að kveikja almennilega í neinum. Sagan segir að þeir séu dýnamít live en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þó ég virki kannski pínuponsu neikvæð gagnvart þeim þá verð ég samt að segja að lagið Be Back Soon er ferlega skemmtilegt og ég mæli með að þið hlustið á það. Plötufyrirtækið þeirra lýsir svo laginu I Wasn't Made For Fighting sem "club anthem" og þó ég viti ekki hvort sú yfirlýsing sé byggð á staðreynd eða óskhyggju þá get ég alveg gúdderað að það sé ágætislag. Ég myndi samt ekki vilja vera á skemmtistað þar sem svoleiðis lag er spilað eða nokkrir club anthems yfirhöfuð svo kannski er ég alls ekki hæf um að dæma þetta. Dæmið bara sjálf.

Woodhands - Be Back Soon
Woodhands - I Wasn't Made For Fighting

Woodhands á MySpace

Monday, July 21, 2008

Trekantur: hafsjór af ást...



"Sea of Love" eftir þá Phil Phillips og George Khoury kom fyrst út í útgáfu Phil Phillips and The Twilights og náði fyrsta sæti á U.S. Billboard R&B listanum og öðru á Billboard Hot 100 árið 1959. Lagið hefur verið koverað nokk oft en meðal þeirra sem hafa tekist á við það eru listamenn eins og Iggy Pop, Robert Plant, Del Shannon, Shakin´ Stevens og The Honeydrippers.


Upprunalega útgáfa lagsins gengdi veigamiklu hlutverki í Al Pacino mynd sem bar nafn lagsins en í henni hljómaði einnig túlkun Tom Waits á því. Nýlega Tók Cat Power það í kvikmyndinni Juno og eins og Waits gerði hún það á sinn hátt.


Phil Phillips and The Twilights
Cat Power
Tom Waits

Friday, July 18, 2008

Topp 5 plötucover - Vignir

5. Aphex Twin - WindowLicker
http://www.plong.com/MusicCatalog%5CA%5CAphex%20Twin%20-%20Windowlicker%20(CD5)%5CAphex%20Twin%20-%20Windowlicker.jpg
Richard D. James getur sko alveg verið jafn mikil hoochie mama og næsta stelpa.

4. The Who - The Who Sell Out
http://www.thewho.com/images/media/albums_large/03-67-the_who_sell_out.jpg
The Who gera grín að vera sell-outs áður en fólk fór að kvarta yfir því að fólk væri sell-outs. Töffarar!

3. Beach Boys - Pet Sounds
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/b/bb/PetSoundsCover.jpg
Já, við erum bara búnir að vera að slappa af og hugsa um dýrin okkar. Þessi plata er ekkert spes. Tjekkaðu til dæmis á byrjunarlaginu okkar, Wouldn't It be Nice. Við hentum því saman eftir að geiturnar voru orðnar saddar...

Búmm! PLAT! Þetta er poppmeistarastykkið okkar. Dýrin voru bara smá flipp hjá Brian.

2. Hudson Wayne - Slightly out of Hank

Ég ætlaði að setja inn ljósmynd af þessu plötucoveri því myndin hér að ofan sýnir ekkert snilldina við coverið. Því miður er eintakið mitt einvers staðar í kassa vegna flutninga. Snilldin hér er að þetta var sett í bréfvasa fyrir floppy disk og geisladiskurinn sjálfur var settur inn í floppy diskinn. Þetta gefur nostalgíukitl í mallann ef maður átti Amstrad tölvu þegar maður var lítill.

1. The Beatles - Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band http://www.virginmedia.com/images/sgt_peppers_300x300.jpg

Metnaðarfyllsta plata Bítlana verðskuldar ekkert minna en metnaðarfullt cover. Hægt er að liggja yfir þessu coveri í langan tíma áður en maður opnar plötuna og skoðar stóru myndina af hetjunum.

Allir foreldrar eiga að eiga þessa plötu á vínil og plötuspilara til að krakkarnir geta skoðað.

Topp 5 bestu plötucover - Kristín Gróa

Það eru til óteljandi góð og slæm plötucover en ég ákvað að takmarka mig við plötur sem ég á uppi í hillu.


5. The Mars Volta - Frances The Mute

Ég hef svo sem aldrei verið neitt geðveikislega hrifin af þessari plötu en mér finnst coverið svo ótrúlega úthugsað og flott.

The Mars Volta - The Widow



4. Subtle - For Hero: For Fool

Þetta er bara svo töff. Svipbrigðalaust röndótt andlitið, júníformið og þetta logandi brjálæðislega hár. Myndin er af Hour Hero Yes sem er aðalkarakter plötunnar og ef þið hafið áhuga á að vita eitthvað meira um afdrif hans þá er ekki úrvegi að líta á þessa grein. Ég reyndar hvet ykkur til að lesa þetta því ég lofa að þið hlustið á plötuna með nýjum eyrum á eftir (tjah ef þið hafið hlustað á hana áður sem er reyndar ekki alveg sjálfgefið).

Subtle - The Mercury Craze


3. Slint - Tweez

Þetta er svo tilþrifalítið og boring að það er komið hringinn og orðið stórfenglegt. Ég meina... Saab?

Slint - Ron


2. The Beatles - Abbey Road

Þegar kemur að plötucoverum þá eru sum orðin algjörlega klassísk. Jafnvel þó fólk fylgist ekki mikið með tónlist þá getur það nefnt hljómsveitina og plötunafnið um leið og það sér plötuna. Bítlarnir áttu auðvitað fleiri sígild cover, sérstaklega er Sgt. Pepper's flott en þetta er samt í mestu uppáhaldi hjá mér.

The Beatles - Because


1. The Strokes - Is This It

Eitt af eftirminnilegustu coverum síðari ára. Bandaríkjamönnum fannst þetta að sjálfsögðu of dónalegt svo þeir fengu eitt mesta blehh cover allra tíma í staðinn. Hí á þá.

The Strokes - The Modern Age

Thursday, July 17, 2008

topp fimm plötualbúm

Ég pæli ekki alltaf í því hvort mér þyki plötuumslög falleg eða ljót en óneitanlega fanga sum augað frekar en önnur. Hér eru fimm áhugaverð.

Omslag: Martin Kann - bob hund
Önnur plata hundsins sem kom út 1994. Umslagið og titillinn eru í anda naívisma sveitarinnar en Martin Kann sem myndin er af hannar útlit allra platna sveitarinnar og í þetta skiptið leitaði hann ekki langt yfir skammt í leit að innblæstri.
upp, upp, upp, ner

Lost Highway - Ýmsir
Ekki flókið en fangar eitt af táknum David Lynch og er mikið í anda kvikmyndarinnar sem inniheldur svakalegt sándtrakk.
This Magic Moment - Lou Reed

Odgens´Nut Gone Flake - Small Faces
Upprunalega kom platan út á nokkrum litlum vinilplötum í tóbaksboxi en sixtíslistaháskólagenginn gaur er nefnist Mick Swan á heiðurinn af því. Seinna kom platan út á geisla í svipuðum umbúðum. Fyrir röð tilviljanna komst undirritaður í tæri við eintak en það var í eitt af fáum skiptum sem hann hefur tekið þá ákvörðun að hirða hlut úr ruslatunnu.
Song of a Baker

Who´s Next - The Who
Who voru í raun fjórir ruddar sem voru sífellt að rífast, sukka og brjóta hluti, því er það bara við hæfi að umslagið sýni brot þessarar óhefluðu hliðar þeirra...
The Song is Over

Pin Ups - David Bowie
Bowie og Twiggy í skrítnum stellingum, og miðað við litarhaftið er eins og þau hafi skipt um andlit. Grönn og undarleg fanga þau athyglina.
Sorrow

Wednesday, July 16, 2008

Næsti listi...

Nú er sumarfríi toppfimm lokið sem þýðir að á föstudaginn ætlum við að lista upp topp fimm bestu plötucoverin. Fylgist með!

Ég er búin að vera að spá í að pósta lagi hérna í nokkurn tíma en gleymi því alltaf og finn þar að auki ekkert markvert um þessa hljómsveit. Það er pínku kjánalegt að skrifa bara "skemmtilegt lag gjössovel" en með því að klína því í þessa sumarfríslokatilkynningu þá sleppur það.

Skemmtilegt lag gjössovel:

Hot Lava - Apple Option Fire

Tuesday, July 15, 2008

Mix it up (Robin S, Lykke Li & Health)

Diskó-Óli er endalaus uppspretta diskógleði og á föstudaginn sendi hann mér mix af gömlum smelli sem fær mig bæði til að dansa hamslaust og fá nostalgíuhroll. Var 90's tónlist ekkert svo slæm eftir allt saman? Ég er orðin ringluð.

Mobin Masters Feat. Robin S. - Show Me Love (Safari Mix)

Sænska krúttið Lykke Li er með frekar óþolandi feik krútturödd en ef maður leiðir það hjá sér þá eru lögin hennar ansi frambærileg og þegar CSS taka sig svo til og mixa lag eftir hana þá er von á góðu.

Lykke Li - Little Bit (CSS Remix)

Ég keypti Health remix plötuna Health//Disco á dögunum og mér finnst hún hressandi. Það hljóta allir að hafa heyrt Crystal Castles remixið af Crimewave því það hefur birst á öllum músíkbloggum veraldarinnar svo við látum það vera en tökum þennan gullmola í staðinn.

Health - Triceratops (Acid Girls Remix B)

Monday, July 14, 2008

Frightened Rabbit


Frightened Rabbit er skosk hljómsveit sem gaf út sína aðra breiðskífu, The Midnight Organ Fight, fyrr á árinu. Ég rakst á lagið Old Old Fashioned um daginn og fannst það svo frábært að ég fór að leita mér að meira dóti með þeim. Hverju komst ég að? Ég átti alveg fjölmörg lög með þeim sem ég hafði steingleymt að tékka á og lágu bara þolinmóð eftir að ég uppgötvaði þau. Skemmtilegt. Sérstaklega stendur upp úr breakup lagið Good Arms vs. Bad Arms sem er einnig að finna á nýju plötunni.

Frightened Rabbit - Old Old Fashioned
Frightened Rabbit - Good Arms vs. Bad Arms

Frightened Rabbit á MySpace

Sunday, July 13, 2008

...same same but different?


Skondið að skoða myndir af Adam Sandler úr myndinni Reign Over me (2007). Er ég að rugla eða minnir hann talsvert á Dylan?

dæmið sjálf...


ólíkir listamenn en báðir skondnir á sinn hátt

Sandler
Dylan

Friday, July 11, 2008

CSS


Ofurhressu pallíettuspandexklæddu brasilísku krakkarnir í CSS eru að fara að gefa út plötu númer tvö seinna í mánuðinum. Hún mun heita Donkey og ég er búin að bíða frekar spennt eftir henni enda fannst mér fyrri platan alveg æðisleg. Við fyrstu hlustun finnst mér Move augljósi smellurinn á nýju plötunni enda ótrúlega smitandi lag þar á ferð. Það er í alvöru ekki hægt að sitja kyrr þegar það í gangi. Það er samt léttvægara en maður á að venjast því það er ekki sama edgeið og í Alala eða Let's Make Love And Listen To Death From Above heldur er þetta meira svona hressandi popplag. Hei en ég er öll fylgjandi hressandi popplögum svo ég dansa bara með bros á vör.

CSS - Move
CSS - Rat Is Dead (Rage)

CSS á MySpace

Thursday, July 10, 2008

Beck


Ný plata frá Beck! Alveg tókst mér að gleyma að það væri á prjónunum en ég fagna bara þeim mun ákafar núna. Hann fékk Danger Mouse til liðs við sig eins og allir og amma þeirra virðast vera að gera en það er svo sem bara hið besta mál. Mér finnst þetta allt hljóma assgoti vel enda dýrka ég og dái Beck. Það er samt eitt sem ég var að spá, er titillag plötunnar Modern Guilt ekki dálítið mikið Spoon-legt? Kannski er ég bara búin að hlusta of mikið á Spoon og heyri þá allstaðar. Hlustið og dæmið.

Beck - Modern Guilt
Beck - Gamma Ray

Wednesday, July 9, 2008

Black Kids


Hljómsveitin Black Kids olli talsverðu alnetsfjaðrafoki með EP skífunni sinni Wizard Of Ahhhs í fyrrahaust og ég minntist aðeins á þau þá. Hægt var að hlaða skífunni niður endurgjaldslaust og hún innihélt m.a. lagið I'm Not Gonna Teach Your Boyfriend How To Dance With You sem var og er alveg ótrúlega grípandi poppsmellur. So far so good.

Nú kemur fyrsta skífa sveitarinnar í fullri lengd út í næstu viku og hefur hún fengið nafnið Partie Traumatic. Þá er bara spurning hvort þau nái að standa undir hæpinu sem myndaðist í fyrra. Satt að segja er ég ekkert algjörlega heilluð því þó það sé algjörlega hægt að dilla sér við þetta þá er ég ekki viss um að það sitji mikið eftir. Listen To Your Body Tonight er grípandi og gæti alveg orðið smá indíhittari en millikaflinn er svo kjánalegur að hann skemmir alveg fyrir mér restina af laginu. Kannski er ég bara óþarflega viðkvæm.

Black Kids - Listen To Your Body Tonight
Black Kids - Hit The Heartbreaks

Black Kids á MySpace

Tuesday, July 8, 2008

Hróarskelda

Þá er ég komin heim frá Hróarskeldu og ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja. Sólin skein stanslaust, bjórinn flæddi, ferðafélagarnir voru endalaus uppspretta gleði og tónleikarnir voru hverjir öðrum betri. Ég var tiltölulega lítið stressuð yfir að ná að sjá allt en náði að sjá heil eða hlutasett með MGMT, Radiohead, Band Of Horses, Gnarls Barkley, Kings Of Leon, Seasick Steve, Robyn, Grinderman, Battles, José González, Queen Ifrica, Neil Young, The Chemical Brothers, Slayer, Cat Power, Bob Hund og Bonnie "Prince" Billy. Var svekktust yfir að hafa klikkað á Yeasayer og No Age, sérstaklega af því að eina ástæðan fyrir að ég fór ekki að sjá þá er að ég var of syfjuð til þess. Augljóst ellimerki það.

Radiohead, Bonnie "Prince" Billy, Kings Of Leon og Seasick Steve stóðu upp úr en það kemur væntanlega lítið á óvart að Neil Young var hápunkturinn í mínum huga. Það er reyndar alveg glatað að sjá einhvern sem maður dáir svona mikið á stærsta sviðinu á tónlistarhátíð því það er enginn friður til að njóta tónleikanna og rólegu lögin drukkna í blaðri. Það skemmdi pínku fyrir mér og ég hvæsti m.a.s. á vini mína (ein geggjað upptrekkt) sem voru að hrópast á ofan í Oh, Lonesome Me (sorry guys). Neil Young sjálfur var auðvitað engum líkur enda þvílíkur kraftur sem er í þessum manni. Hann tók líka allan skalann, alveg frá rólega Neil með The Needle And The Damage Done yfir í kreisí Neil með No Hidden Path sem tók örugglega rúmar 20 mínútur með ekta NY gítarsólói. Úff gæsahúð. Setlistinn hans leit svona út:

1. Love And Only Love
2. Hey Hey, My My
3. Powderfinger
4. Spirit Road
5. Cinnamon Girl
6. Fuckin' Up
7. All Along The Watchtower
8. Oh, Lonesome Me
9. Mother Earth
10. The Needle And The Damage Done
11. Unknown Legend
12. Heart Of Gold
13. Old Man
14. Get Back To The Country
15. Words
16. No Hidden Path
---
17. A Day In The Life

Maðurinn coverar bæði Dylan og Bítlana án þess að blikna og gerir það þar að auki óaðfinnanlega. We're not worthy.

Að lokum stutt klippa af Hey Hey, My My:

hróa lokið...

Hróarskelda 2008 hefur gengið sinn garð og tókst afar vel að mati undirritaðs. Upp úr stóðu gamlingjarnir Neil Young (Kristín Gróa tekur hann eflaust fyrir áður en lang um líður) og Grindermanngaurarnir. Einnig voru Kings of Leon, Radiohead, Bob Hund, José González, Battles, Bonnie Prince Billy, Band of Horses, Catpower og MGMT afar hress.

Grái fiðringurinn ræður ríkjum hjá Grindermanninum sem tæklar hann á afbragðs máta, safnar hári og skeggi þrátt fyrir að sprettan fari minnkandi með árunum og suddast og klæmist í bandi. Greddan og orkan á sviðinu var mikil og Cave og Ellis hristu skanka og mjaðmir í takt við fiðlu- og gítarmisþyrmingar sínar undir stöðugum ruþmatakti félaga sinna. Flest ef ekki öll lög sveitarinnar voru tekin og þegar þau voru búinn tilkynnti Cave að þeir ættu ekki meiri lög og tóku Tupelo sem lokalag sem var mikill bónus fyrir Bad Seeds aðdáendur.

Fann eina klippu af tónleikunum, ekki sóðalegasta eða harðasta lag kvöldsins en nær að fanga stemmninguna.

Grinderman - Grinderman