Wednesday, December 24, 2008

Topp 5 jól...

Topp 5 óskar öllum gleðilegra jóla og allt það...

og Spinal Tap líka:



The elves are dressed in leather
And the angels are in chains
(Christmas with the Devil)
The sugar plums are rancid
And the stockings are in flames
(Christmas with the Devil)
There's a demon in my belly
And a gremlin in my brain
There's someone up the chimney hole
And Satan is his name

Friday, December 19, 2008

Topp 5 lög ársins 2008

Ókei ókei þetta er topp 5 en byrjum á 10 runners upp í engri sérstakri röð:

Sébastien Tellier - Divine
Vampire Weekend - Cape Cod Kwassa Kwassa
Beck - Gamma Ray
Fleet Foxes - White Winter Hymnal
Beyoncé - Single Ladies (Put A Ring On It)
Goldfrapp - A&E
Neon Neon - I Lust You (feat. Cate Lebon)
Wolf Parade - California Dreamer
Hercules & Love Affair Blind (feat. Antony Hegarty)
FM Belfast - Par Avion


5. Lykke Li - Dance, Dance, Dance af Youth Novels

Easy conversations, there's no such thing
No I'm shy, shy, shy
My hips they lie 'cause in reality
I am shy, shy, shy


Þetta er eitt af þessum lögum sem ég elska að setja á þegar ég er ein heima með hvítvínsglas í hendi að finna mig til fyrir skemmtilegt kvöld. I was a dancer all along...


4. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur
af Með suð í eyrum við spilum endalaust

Ég er nýbúin að setja þetta lag á lagatitlalista en fyrir utan frábæran titil þá bara vá þetta er svo svakalega magnað lag. Ég held að ég hafi aldrei fílað Sigur Rósar lag svona rosalega... úffpúff.


3. The Walkmen - In The New Year af You & Me

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki enn hlustað á þessa plötu í heild sinni því ég er búin að vera í plötukaupabanni en þetta lag hefur dugað mér alveg hreint ágætlega hingað til. Það er í augnablikinu mest spilaða lag í tónlistarsafninu mínu (ok sem núllstillist reyndar reglulega því iTunes er fucked en samt!).


2. MGMT - Time To Pretend af Oracular Spectacular

I'm feeling rough
I'm feeling raw
I'm in the prime of my life


Þetta átti svo vel við í ár að ég á bolinn.


1. The Dodos - Jodi af Visiter

Allt árið hefur ekkert lag hreyft jafn mikið við mér og þetta lag. Það eru svo mörg snilldarmóment hérna sem valda því að maginn tekur kipp og hoppar upp um 2 sentimetra að ég er alltaf í hálfgerðu uppnámi eftir að hlusta á það. Hvernig þeir geta spilað svona hratt og ákaft veit ekki... og samt er lagið ekkert hratt! Kreisí shit!

fimm lög sem ég hlustaði á 2008... zvenni


Time to pretend - MGMT


Fell venjulega ekki fyrir sona aðeinsofhressuogdansvænuindípoppi en þetta er bara svo skemmtilegt að ég verð að hafa það með. Svo voru þeir líka frekar góðir á hróa í sumar.

White Winter Hymnal - Fleet Foxes

Hef ekki alveg samþykkt bandið hundrað prósent en þetta lag finnst mér afar flott...

The most beautuful girl (in the room) - Flight of the Conchords

Kom opinberlega út á plötu í ár, er það fyrsta sem ég heyrði með Flight of the Conchords
og jafnframt uppáhaldslagið mitt með þeim.

Re: Stacks - Bon Iver

Georg félagi minn benti mér á þennan gaur og ég er bara ansi hrifinn af þessu lagi og reyndar nokkrum öðrum af plötunni hans For Emma, forever ago.


Inn í mér syngur vitleysingur - Sigur Rós

Er búinn að vera með þetta lag á heilanum síðan ég keypti plötuna. Fæ ekki leið á því...

Tuesday, December 16, 2008

Topp fimm tilkynnir uppgjör ársins 2008!

Jæja gott fólk. Eftir miklar vangaveltur höfum við ákveðið að kýla á árslista toppfimm eigi síðar en strax. Við höldum okkur við okkar vanalegu skorður svo hver og einn mun aðeins birta lista yfir fimm bestu lög ársins og fimm bestu plötur ársins... eins fáránlega erfitt og það hljómar. Næsta föstudag teljum við upp lög ársins, á annan í jólum verður toppfimm frí, 2. janúar birtum við plötur ársins og 9. janúar svörum við fimm spurningum til að summera upp árið. Já!

Saturday, December 13, 2008

Topp 5 myndbönd - Kristín Gróa

5. Beyoncé - Single Ladies (Put A Ring On It)

Kannski ekki eitt besta myndband allra tíma en það er samt f*****g awesome og í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þessar mjaðmir! Ég dáleiðist við að horfa á hana...

Sjá hér!

4. Paul Simon - You Can Call Me Al

Lágvaxnasti maður poppsögunnar hittir hávaxnasta mann kvikmyndasögunnar og þeir bregða á leik. Bleika herbergið, Chevy Chase að mæma lagið og þessi absúrd stærðarmunur gera þetta að mjög eftirminnilegu myndbandi.



3. Peter Gabriel - Sledgehammer

Ótrúlega skemmtilegt myndband sem var mér skringilega ofarlega í huga við gerð þessa lista miðað við að ég hafði ekki séð það í mörg mörg ár.



2. Radiohead - Just

Hvað segir maðurinn í lokin?



1. Sigur Rós - Untitled 1 (Vaka)

Það er eiginlega ekki nokkur leið að velja eitt myndband frá Sigur Rós framyfir annað en þetta er ansi áhrifaríkt og fær því toppsætið.

Friday, December 12, 2008

Top 5 David Hasselhoff-myndbönd - Georg

Af því maðurinn er annað hvort snillingur eða bara ROSALEGA misskilinn...


Secret Agent Man



Svalari en James Bond...


Hooked On A Feeling



Hann er tilfinningaríkur...



Limbo Dance



Let's all go on a holliday... þarf að segja eitthvað meira??


Crazy For You



Þokkalega crazy...


Rhinestone Cowboy (live)



...og svo eitt í lokin sem sýnir performansinn.


...og svo tvær heiðurs tilnefningar í lokinn...

Eitt fyrir Svenna, Leonard Nimoy – The Ballad Of Bilbo Baggins


og svo eitt enn, Bat For Lashes – What's A Girl To Do (til að hafa eitt alvöru)

Topp fimm tónlistarmyndbönd Árna

Upp úr síðari hluta 20. aldar hélt innreið sína í landið ógrynni vídjótæka og meðfylgjandi vídjóspól(n)a og þau kröfðust að sjálfsögðu nýyrðis og fæddust þá orðin myndband og myndbandstæki. Einhverra hluta vegna náðu þessi orð aldrei fótfestu en hið ágæta orð myndband hengdi sig af einhverjum ástæðum við enska orðið music video og úr varð orðið tónlistarmyndband sem hefur lifað góðu lífi fram á daginn í dag...sko íslenskuna!

President of the United States of America - Peaches

Ninjur, tríó og ferskjur...þrenna sem hefur sjaldan klikkað í tónlistarmyndbandaheiminum.

Aphex Twin - Windowlicker

Erfið byrjun en svakalegt lag með skuggalegu myndbandi.

Björk - Bachelorette

Michael Gondry að ég held...flott, saga inn í sögu inn í sögu inn í sögu...


Radiohead - Just

Myndband með móral


Jamiroquai - Virtual Insanity

Hreyfanlegt herbergi getur verið smellið

Thursday, December 11, 2008

músík og myndir - zvenni

Undone (the sweater song) - Weezer (Spike Jonze)



Einfalt og ögn sérstakt... trommarinn er í uppáhaldi... og hundarnir.


David Bowie & Mick Jagger - Dancing In The Street (David Mallet)


Skemmtilegt og einfalt bossadill... kemur öllum í gott skap.


Alright - Supergrass (Dom and Nic)


Gerist ekki hressilegra...


Wise up - Aimee mann (Paul Thomas Anderson)


Atriði beint úr Magnoliu eftir Paul Thomas Anderson. Allir karakterarnir á botninum og ekkert nema vol og væl. Veit ekki hverjum datt í hug að láta persónurnar syngja með, þó líklega Anderson. Einhvern tímann sagði hann að handritið væri skrifað út frá lagabútum Mann og mig minnir að hægt sé að greina það á einhverjum stöðum. Alla veganna eiga lag og mynd afar vel saman.


Once in a Lifetime - Talking Heads (David Byrne & Toni Basil)
Link
David Byrne er skrítinn...

Friday, December 5, 2008

Topp 5 lagatitlar - Krissa

5. Man Man - 10 lb moustache
VÍJJ! Hver syngur um 10 punda moustache?


4. Maus - Síðasta ástin fyrir pólskiptin
Titillinn á þessu lagi verð til þess að ég þurfti að reyna að útskýra pólskipti fyrir frændsystkinum mínum (9 og 11 ára). Spes :)


3. Birdy Nam Nam - Il y a un cauchemar dans mon placard
Úff! Er líka martröð í þínum skáp? Well...even if there isn't, fáið e-n frönskusnilling til að segja þennan titil, hann er sönnun þess að allt hljómar betur á frönsku! Ég meina, það er vonlaust að láta orðið 'skápur' hljómar fancy? 'Placard' hinsvegar - easy!


2. British Sea Power - Apologies to Insect Life
Eitthvað sem ég mun aldrei gera! Most aaawesome lag samt!


1. Nouvelle Vague - Too Drunk to Fuck
OK, er e-ð til betri titill en þetta? Mér finnst Nouvelle Vague útgáfan óendanlega miklu skemmtilegri en sú upprunalega. Hvernig getur maður gert e-ð sem er svona óaðlaðandi að svona skemmtilegu lagi? Og meira að segja náð að troða inn svona pínu sætri frönsku. Úff!

Topp 5 lagatitlar - Kristín Gróa


5. Silver Jews - How Can I Love You If You Won't Lie Down

How indeed?


4. Queens Of The Stone Age - You Think I Ain't Worth A Dollar, But I Feel Like A Millionaire

Það er svo mikið fokkjú í þessum titli að það er geggjað, sérstaklega þegar maður matchar hann við sjálft lagið sem er KILLER. Mig langar í alvörunni til að slamma og öskra þegar ég hlusta á það. Ég! Daman sjálf! Hafiði vitað það betra?


3. Leonard Cohen - Don't Go Home With Your Hard-On

Góð ráð fyrir strákana frá Cohen.


2. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur

Ef maður er ekki með syngjandi vitleysing inní sér þá er eitthvað að.


1. Martha Wainwright - Bloody Mother Fucking Asshole

Helvítis djöfulsins andskotans hálfviti myndi þetta kannski útleggjast á íslensku. Stundum þarf bara að kalla hlutina (og mennina) sínum réttu nöfnum.

T5 speisaðir lagatitlar - Krissi

Two Pints Of Lager and a packet of crisps please - Splodgenessabounds
Það er helber misskilningur að lagatextar þurfi að vera flóknir, útleitir og djúpir. Þetta vissu pönkararnir. Hinn ofureinfaldi texti Splodgenessabounds hittir allavega beint í hjartastað hjá mér.

Don’t eat that yellow snow – Frank Zappa
Frank Zappa er klárlega konungur skrýtinna lagatitla. Hér er eskimóavísa sem kennir okkur að guli snjórinn er varhugaverður. Frábært lag og fyndið myndband.

Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey - Beatles
Lagið átt upphaflega að heita Come on, come on en var sem betur fer breytt í Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey. Apinn ku vera Yoko en þau hjón reyndu að koma til dyranna eins og þau voru klædd (og stundum voru þau ekki einu sinni klædd).

The Intergalactict Laxative - Donovan
Vetrarbrautarhægðalyfið kemur sér vel fyrir geimfarann sem notar bleyju að sögn Donovan. Fallegt lag.

Too Old To Rock 'n' Roll, Too Young To Die – Jethro Tull
Dr. Gunni varpaði þeirri kenningu fram á dögunum að allir tónlistarmenn toppuðu fyrir þrítugt og studdi hana með ansi mörgum dæmum. Án þess að ég taki undir slíka alhæfingu má ljóst vera að margir sem meika það tussast áfram á fornri frægð og gefa út dapurt efni sem aðdáendur kaupa vegna þess að þá vantar bara eina plötu í viðbót í safnið. Sumir tónlistarmenn lenda örugglega í smá tilvistarkreppu þegar þeir eldast og velta fyrir sér hvort þeir séu of gamlir til að rokka og róla - en samt of ungir til að deyja.
En auðvitað er staðreyndin sú að þeir eru allra svalastir sem halda áfram að rokka og róla og rífa kjaft á meðan þeir geta. Niðurstaðan í Jethro Tull laginu er líka eftir því:
"No, you're never too old to Rock'n'Roll if you're too young to die."
Blessuð sé minning Rúna Júl!!!

lagaheiti - zvenni

Honk If You're Lonely - Silver Jews


Eitthvað svo white trash og fallegt við þetta...

Dolphin Music For The Inner Child - Mike Rowland


Póstnýaldartónskáldið Mike Rowland toppar hér sjálfan sig í lagaheitum. Fyrri smellir hans eins og Hearts of the Future og Souls in Ecstacy eiga ekkert í Dolphin Music For The Inner Child. Skotheldur hugleiðslu- og slökunarsmellur, garnaterað til að fá þig til að gleyma amstrinu og hverfa á vit kosmískra drauma og framandi vídda.

Carpenters - Calling Occupants Of Interplanetary Craft



Magnaður titill á afar áhugaverðu lagi. Nú þekki ég því miður Carpenters systkinin ekki nógu vel en þetta lag setur þau í spánýtt samhengi. Lagið er upprunalega eftir progrokkbandið Klaatu )

(myndbandið er líka sérstakur bónus)...

Why Don't We Do It In The Road? - Bítlarnir


Einhvern tímann heyrði ég að Paul McCartney hefði langað til að semja John Lennon lag og þetta væri útkoman. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en titillinn er töff.

det skulle vara lätt för mig att säga jag inte hittar
hem men det gör jag; tror jag - bob hund



Það væri auðvelt fyrir mig að segja að ég rati ekki heim en ég geri það, held ég...

Thursday, December 4, 2008

'Tis the time for holiday cheer and allround merriment...

...jább, það eru alveg að koma jól börnin góð og á hæðinni fyrir ofan mig hljómar Little Drummer Boy. Ég hinsvegar, er ekki komin í neitt jólaskap og varð því meira en lítið ánægð þegar ég enduruppgötvaði þetta lag...úff, hvernig gat ég gleymt því?

Maybe mother told you true
And there'll always be somebody there for you
And you'll never be alone

Svona svo þið verðið ekki of down samt, horfið þá á Kermit syngja það - það hjálpar ;)

Monday, December 1, 2008

Cramps í kuldanum

háir hælar, rauð læri og naktar stelpur veltandi niður stiga...