Friday, December 12, 2008

Topp fimm tónlistarmyndbönd Árna

Upp úr síðari hluta 20. aldar hélt innreið sína í landið ógrynni vídjótæka og meðfylgjandi vídjóspól(n)a og þau kröfðust að sjálfsögðu nýyrðis og fæddust þá orðin myndband og myndbandstæki. Einhverra hluta vegna náðu þessi orð aldrei fótfestu en hið ágæta orð myndband hengdi sig af einhverjum ástæðum við enska orðið music video og úr varð orðið tónlistarmyndband sem hefur lifað góðu lífi fram á daginn í dag...sko íslenskuna!

President of the United States of America - Peaches

Ninjur, tríó og ferskjur...þrenna sem hefur sjaldan klikkað í tónlistarmyndbandaheiminum.

Aphex Twin - Windowlicker

Erfið byrjun en svakalegt lag með skuggalegu myndbandi.

Björk - Bachelorette

Michael Gondry að ég held...flott, saga inn í sögu inn í sögu inn í sögu...


Radiohead - Just

Myndband með móral


Jamiroquai - Virtual Insanity

Hreyfanlegt herbergi getur verið smellið

No comments: