Friday, December 5, 2008

T5 speisaðir lagatitlar - Krissi

Two Pints Of Lager and a packet of crisps please - Splodgenessabounds
Það er helber misskilningur að lagatextar þurfi að vera flóknir, útleitir og djúpir. Þetta vissu pönkararnir. Hinn ofureinfaldi texti Splodgenessabounds hittir allavega beint í hjartastað hjá mér.

Don’t eat that yellow snow – Frank Zappa
Frank Zappa er klárlega konungur skrýtinna lagatitla. Hér er eskimóavísa sem kennir okkur að guli snjórinn er varhugaverður. Frábært lag og fyndið myndband.

Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey - Beatles
Lagið átt upphaflega að heita Come on, come on en var sem betur fer breytt í Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey. Apinn ku vera Yoko en þau hjón reyndu að koma til dyranna eins og þau voru klædd (og stundum voru þau ekki einu sinni klædd).

The Intergalactict Laxative - Donovan
Vetrarbrautarhægðalyfið kemur sér vel fyrir geimfarann sem notar bleyju að sögn Donovan. Fallegt lag.

Too Old To Rock 'n' Roll, Too Young To Die – Jethro Tull
Dr. Gunni varpaði þeirri kenningu fram á dögunum að allir tónlistarmenn toppuðu fyrir þrítugt og studdi hana með ansi mörgum dæmum. Án þess að ég taki undir slíka alhæfingu má ljóst vera að margir sem meika það tussast áfram á fornri frægð og gefa út dapurt efni sem aðdáendur kaupa vegna þess að þá vantar bara eina plötu í viðbót í safnið. Sumir tónlistarmenn lenda örugglega í smá tilvistarkreppu þegar þeir eldast og velta fyrir sér hvort þeir séu of gamlir til að rokka og róla - en samt of ungir til að deyja.
En auðvitað er staðreyndin sú að þeir eru allra svalastir sem halda áfram að rokka og róla og rífa kjaft á meðan þeir geta. Niðurstaðan í Jethro Tull laginu er líka eftir því:
"No, you're never too old to Rock'n'Roll if you're too young to die."
Blessuð sé minning Rúna Júl!!!

No comments: