Friday, January 29, 2010

Topp 5 plötur áratugarins - Kristín Gróa

Ég get ekki búið til lista yfir fimm bestu plötur síðasta áratugar því á þeim tíma hefur komið út svo gríðarlegt magn af gæðatónlist sem er svo fjölbreytt að það er varla hægt að bera hana saman. Til að kóróna það þá er þessi áratugur og þá sérstaklega fyrri hluti hans sá tími sem ég virkilega týndi mér í tónlistinni og varð ástfangin af henni. Hvernig get ég mögulega valið topp 5 bestu plöturnar úr hundruðum?

Svarið er að ég get það ekki EN ég get sagt ykkur frá fimm plötum sem komu út á þessu tímabili sem heltóku mig svo gjörsamlega að þær breyttu mér eða því hvernig ég hlusta á og met tónlist. Þetta eru plötur sem ég hlustaði svo mikið á og eru svo nátengdar stórum atburðum í lífi mínu að í hvert skipti sem ég set þær af stað þá fæ ég nostalgíusting í magann og er samstundis horfin nokkur ár aftur í tímann.


5. The White Stripes - White Blood Cells (2001)

Ég var á tímabili sannfærð um að Jack White væri merkilegasti tónlistarmaður samtímans (já ég var og er smitten) og með þessari plötu byrjaði ég að falla fyrir honum. Eftir á að hyggja þá er þetta líklega ein sterkasta platan þeirra en hún er líka merkileg fyrir að marka upphaf þess tímabils þar sem þau færðust frá því að vera obscure blúsrokk hljómsveit yfir í að vera stórstjörnur. Þau innsigluðu það vissulega með Elephant en hér byrjaði það og hér fór ég að hlusta.

The White Stripes - We're Going To Be Friends


4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago (2007)

Ég er engan veginn ein um það að hafa kolfallið fyrir þessari plötu. Ég held það sé ekki hægt að hlusta á hana án þess að tengjast henni og þykja vænt um hana. Ég hef áður rakið það hér hvers vegna þessi plata skiptir mig svona miklu máli og ég ætla ekkert að fara út í það aftur en ég veit að hún mun fylgja mér út ævina.

Bon Iver - Flume


3. Bright Eyes - I'm Wide Awake It's Morning (2005)

Árið 2005 komu út tvær plötur með Bright Eyes, hin þokkalega Digital Ash In A Digital Urn og hin ómótstæðilega I'm Wide Awake It's Morning. Ég hef hafði aldrei hrifist neitt sérstaklega af tónlist Conor Oberst fram að þessu og hef í raun ekki gert það síðan. Þessi plata er bara einstök og ég tengi svo margar góðar minningar við hana. Ég keypti hana í Amoeba Music í San Francisco í fyrsta alvöru fullorðins sumarfríinu mínu eftir námsmannafátækt áranna á undan. Í fyrsta sinn sem ég hlustaði á hana var ég í svörtum Ford Mustang blæjubíl að keyra meðfram sjónum frá San Francisco til Monterey... having the time of my life.

Bright Eyes - Old Soul Song (For The New World Order)


2. Wolf Parade - Apologies To The Queen Mary (2005)

Þetta er plata sem kom á réttum stað á réttum tíma, eða kannski kom hún af því að meðlimir hljómsveitarinnar voru á réttum stað á réttum tíma. Montréal tónlistarsenan var að springa úr frumlegheitum og æðislegheitum og Wolf Parade voru óskadrengirnir sem gátu ekki gert neitt rangt. Þvílík plata! Ég keypti mitt eintak reyndar í monster molli í Fort Worth í Texas af öllum stöðum sem er eiginlega alveg absúrd miðað við hvernig tónlist þetta er og hvaðan hún kemur. Ég hef ekki oft fallið svona hratt fyrir plötu og ég hef sjaldan verið eins spennt og hamingjusöm á tónleikum eins og þegar Wolf Parade spiluðu á Airwaves 2006. Mmmm.

Wolf Parade - Shine A Light


1. The Libertines - Up The Bracket (2002)

Veturinn 2002-2003 uppgötvaði ég virkilega tónlistarnördið í mér. Áður hafði ég týnt mér í stökum hljómsveitum og plötum og eyddi unglingsárunum vissulega lokuð inni í herbergi með headphones á hausnum en árið 2002 fór ég fyrst að downloada tónlist (skamm). Áður hafði ég splæst á mig plötu þegar fjárhagurinn leyfði en nú var skyndilega svo mikið í boði og ég hlustaði á allt sem ég komst yfir.

Þennan vetur var ég á lokaári í háskólanum og bjó skítblönk í aukaherberginu hjá bróður mínum því ég hafði ekki efni á því að leigja lengur. Það var brjálað að gera í skólanum hjá mér og ég hafði þar að auki tekið að mér dæmatímakennslu svo ég eyddi flestum kvöldum lokuð inni í herbergi með tölvuna og tónlistina. Það eru svo margar frábærar plötur sem ég tengi við þennan tíma sem ættu alveg erindi á þennan lista og þar ber hæst Turn On The Bright Lights með Interpol og Yankee Hotel Foxtrot með Wilco. Það var þó engin plata sem greip mig jafnmikið og Up The Bracket og engin hljómsveit sem heltók mig jafnmikið og The Libertines. Ég hlustaði ENDALAUST á þessa plötu og fannst Carl Barat og Pete Doherty u.þ.b. svölustu menn á jarðríki.

Besta orðið til að lýsa þessari plötu er shambolic. Hún rétt hangir saman á límingunum og maður hefur alltaf á tilfinningunni að þeir séu að fara út af sporinu en einhvernveginn veltist þetta áfram og verður alltaf meiri og meiri snilld. Auðvitað gat þetta aldrei gengið til lengdar og allt ruglið og rokkið og rólið sem gerði þessa plötu svo frábæra og þá félaga svo heillandi varð til þess að allt sprakk í loft upp með stórum hvelli. Það gerir plötuna bara ennþá betri... einstakt móment sem verður aldrei hægt að kalla fram aftur.

The Libertines - Horror Show

Thursday, January 28, 2010

Surfer Blood


Það er fullt af nýjum plötum sem eiga hug minn allan þessa dagana en sú sem hefur vinninginn í augnablikinu er fyrsta plata Flórída kvartettsins Surfer Blood sem ber nafnið Astro Coast. Bæði nafn hljómsveitarinnar, nafn plötunnar og coverið vísa í eitthvað surf dæmi en tónlistin er alls ekki pjúra surftónlist. Vissulega er sólskin hérna (Floating Vibes) en það er líka næntís altrokk í anda Built To Spill (Swim) og Vampire Weekend afrópopp pælingar (Take It Easy).

Þetta hljómar eins og undarleg blanda en í grunninn er þetta bara awesome rokkplata!



Surfer Blood - Floating Vibes
Surfer Blood - Swim
Surfer Blood - Take It Easy

Tuesday, January 26, 2010

Sarpurinn

Á miðjum tíundaáratugnum varð til ákveðin hreyfing á bretlandi sem var kennd við borgina Bristol. Nokkuð margar hljómsveitir og tónlistarmenn spruttu upp í kringum borgina og spiluðu drungalega elektróníska hipp hopp tónlist sem var nefn Trip-hop. Aðal fólkið voru hljómsveitirnar Portishead og Massive Attack og líka einn annar er hann á einmitt sarpsplötu vikunnar:

Tricky - Maxinquaye

Tónlistarmaðurinn Tricky gaf þessa plötu út árið 1995 þá hafði hann þegar orðið nokkuð þekktur fyrir það að vera meðlimur í hljómsveitinni Wild Bunch sem seinna varð að Massive Attack. Hann átti líka þátt í nokkrum lögum Massive Attack á fyrstu plötunum þeirra.

Á fyrstu sóló plötunni sýnir hann hversu mikil snillingur hann er, þessi plata kemur út áður en hann missir sig í krakkið og vænissýki (eins og á hinni ótrúlega vanmetnu Angels With Dirty Faces) og löngu áður en hann verður hræðilega "Hollywood" (eins og á hinni svakalega lélegu Vulnerable). Á plötunni kallast í sífellu á mjúk og seiðandi rödd Martina Topley-Bird (eða einhvers annarar kvenraddar) og hrjúf og gróf rödd Tricky. Lögin og taktarnir er allt skítugt og hrjúft en skotið mjúkum tónum og í öllum lögunum er alltaf ein kvenrödd sem er silkimjúk og svona lekur yfir lögin, ég fæ alltaf sömu tilfinninguna þegar ég hlusta á plötuna og þegar ég horfi á kolsvart hraun sem er nánast algerlega þakið grænum mosa... einhvern veginn hlýtt og mjúkt og kalt og hart allt í einu.

Hann blandar öllu saman og samplar t.d. Smashing Pumpkins (Pumpkin með Allison Goldfrapp)og Isaac Hayes (Hell is Around the Corner) og Michael Jackson og The Chantels. Svo coverar hann meira að segja Public Enemy (Black Steel).

Maxinquaye er ein af allra bestu plötunum sem komu út á þessum tíma og er algerlega ein af mínum uppáhalds plötum. Þetta er plata sem breytti lífinu mínu, svona svo að ég haldi áfram að segja dramatíska hluti um þessa plötu.... en hún er nú reyndar líka ansi dramatísk! Ég held að ég hafi ekki spilað neina plötu jafn oft og þessa, hef meira að segja þurfta að endurnýja þennann disk 2 sinnum af því að ég var búinn að spila hann í gegn... bókstaflega! Síðan eitt enn í lokin bara fyrir þjóðernisstoltið: Stóssöngkonan Ragga Gísla syngur eitt lagið á plötunni (You Don't)

Monday, January 25, 2010

Plata mánaðarins


Plata mánaðarins hefur ekki fengið mikla umfjöllun hjá okkur vegna Síberíuferðar undirritaðrar... það er nefnilega svo agalega erfitt að vélrita með frosna fingur.

Eins og þið munið kannski þá er plata janúarmánaðar IRM með Charlotte Gainsbourg. Plötuna vann hún mjög náið með snillingnum Beck og afraksturinn er vægast sagt góður.

Gainsbourg lenti víst í vatnsskíðaslysi í Bandaríkjunum árið 2007 sem varð til þess að það blæddi inn á heilann á henni. Hún fór í aðgerð og í kjölfarið þurfti hún að fara ítrekað í MRI skanna (hvað heitir það á íslensku?) sem nefnist einmitt IRM á frönsku. Innblásturinn og hugmyndin að baki plötunni kemur sem sagt frá þessum tíðu heilaskönnunum og það meikar pínu sense þegar maður hlustar.

Charlotte Gainsbourg - IRM

Friday, January 22, 2010

Nýliða Topp 5 - Uppgjör 2009 - Rósa Guðrún

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Ég fór nú ekki á ýkja marga tónleika á síðasta ári. Það eru kannski tvennir tónleikar sem standa uppúr þó. Aðrir tónleikar voru föstudagskvöldið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni. Það var nokkurskonar upphitunarkvöld fyrir laugardagskvöldið en þá var á ég farin úr plássinu. Það sem var skemmtilegast á þessum tónleikum voru prýðispiltarnir í Árstíðum og síðan Jónas Sig., einnig stóðu piltarnir í BSig (núna Monotown) sig vel. Stemmning var mjög góð smitaði það frá sér í spilamennskunni.Hinir tónleikarnir voru tónleikar Nico Muhly á Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann er nútíma tónskáld sem spilaði einn á flygil í Iðnó og var með smá elektróník með sér. Með honum spilaði og söng pilturinn Helgi Valur sem heillaði alla uppúr skónum með sínum fagra söng upp í hæstu hæðir og með fínu básúnuspili. Alveg hreint frábærir tónleikar sem komu skemmtilega á óvart.


2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Anita O'day er jazzsöngkona af gamla skólanum sem ég kolféll alveg fyrir á síðasta ári þökk sé tónlistarsafni Borgarbókasafnsins. Hún er hreint út sagt dásamleg og slær ekki slöku við drotningunni Ellu Fitz.
Set inn link á eitt sem nú allir þekkja:





3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Veit nú ekki hvort maður má tala svona. En jú það sem olli mér vonbrigðum á árinu var einna helst Hafdís Huld. Hafði einhvern veginn alltaf haft pínu væntingar til þessarar stelpu, þó ég hafi aldrei sérstaklega fylgst með henni. Vorkenndi henni alltaf líka smá í kringum Gus Gus rifrildið á sínum tíma. Hún hafði yfirleitt fengið góða dóma fyrir það sem hún var að gera og sérstaklega þá barnaplötuna sína Englar í Ullars0kkum. En þegar hún gaf út þessa leiðinlegu plötu á síðasta ári verð ég að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Hún hefur ágætis rödd, þó hún sé ekkert besta söngkonan, en lagasmíðarnar fundust mér ekki skemmtilegar og frekar barnalegar (og þetta á ekki að vera barnaplata) og textarnir þeim mun hallærislegri. Get heldur ekki lýst því hversu mikið ógeð ég var búin að fá á Kónguló. En hún fékk góða umfjöllun í fjölmiðlum og ágætisspilun svo það eru eflaust einhverjir ekki á sama máli. En þetta er nú barasta mín skoðun og eins gott að mennirnir séu ekki allir eins.


4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Var alltaf á leiðinni að tékka á Bon Iver. Hafði alltaf heyrt Skinny Love í bílnum á leiðinni hingað og þangað og söng alltaf hástöfum með. Elska svona einfaldar lagasmíðar sem virka svona hrykalega vel.




5. Hver er bjartasta vonin?

Hef ekki hugmynd um hver gæti verið bjartasta vonin. Dettur helst í hug smástráka hljómsveitina Sykur sem eru að koma sterkir inn á Íslandi allavega. Hafa hlotið gríðarlegar vinsældir á síðustu mánuðum. Hef ekki séð þá sjálf en kannski maður skellir sér til að vera hipp og kúl eins og hinir einhvert kvöldið ;)





6. Bónusspurning að eigin vali - Hverja viltu helst sjá á tónleikum 2010?

Held ég gæfi æru mína til að sjá Beyoncé á tónleikum shiiiiisck!!!!! Það yrðu án efa bestu tónleikar í HEIMI!!!! Hún er alveg ótrúleg :) .....og svo eru tútturnar með henni alveg fáránlega töff :) Ég meina gella sem getur dansað sungið og hlaupið um í 2 tíma á 15cm hælum á skilið Nóbelsverðlaun!




Topp 5 uppgjör - Georg Atli

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Eins og svo margir þá neyðist ég til að kvarta yfir lélegu tónleika ári, en ég náði samt nokkrum ansi góðum og þeir voru báðir í þessari rosa snjöllu tónleikaröð Manstu ekki eftir mér. Ég sá Megas og Senuþjófana flytja Millilendingu (hann var rosalegur!) og líka Ensími taka Kafbátamúsík það var gaman.




2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Í ár uppgötvaði ég loksins Beach Boys. Ekki það að ég hafi ekki vitað af þeim eða eitthvað svoleiðis en mér hefur bara aldrei þótt þetta vera neitt sérstaklega skemmtilegt en síðan loksins asnaðist ég til að fara að hlusta á þetta aftur og enn einu sinni og fannst það bara mjög skemmtilegt og Pet Sounds er geðveikt góð plata! Líka Ariel Pink, það voru nokkuð margar hljómsveitir sem sóttu innblástur í Ariel Pink’s Haunted Graffiti á árinu og hann fékk svona uppreisn æru, hann hefur reyndar bara verið að gefa út sólóplötur síðan 2003 þannig að hann telst kannski ekki vera gamalt.






3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Ég varð nú ekkert fyrir rosalegum vonbrigðum með neitt á þessu ári, nefni kannski helst plötuna með The Temper Trap, ég heyrði lagið Sweet Disposition í fyrra og hélt að það væri enn ein góð Áströlsk hljómsveit að koma en aldeilis ekki platan þeirra var ótrúlega léleg plata.... þetta er eins og nýja dótið frá U2 nema bara miklu lélegra (og mér finnst U2 í dag ekki vera góð hljómsveit).


4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Neutral Milk Hotel. Ég er búinn að vera á leiðinni að hlusta á þetta í langan tíma en bara aldrei lagt í það.



5. Hver er bjartasta vonin?

Mér finnst The XX vera rosa efnileg og líka svíarnir í JJ, þau gáfu út tvær plötur í fyrra (JJ nº 1 og JJ nº 2) og í ár ætla þau að gefa út sína þriðju plötu sem að á að heita JJ nº 3. Og svo féll ég alveg fyrir annari plötu Wild Beasts og á eftir að fylgjast spenntur með næstu útgáfum. Ég held líka að hljómsveitin Fanfarlo (mjög Beirut-legt) eigi eftir að gera það ansi gott á næstu árum.




6. Bónusspurning að eigin vali: Hvaða plötum á árinu 2010 ertu spenntastur yfir?

Fullt af góðum plötum að fara að koma út:

Arcade Fire, The Strokes, Massive Attack, Frightened Rabbit, Yeahsayer, The Magnetic Fields, The National, Four Tet, MGMT, Panda Bear, Interpol, Fleet Foxes, Cat Power, Sleigh Bells, The Walkmen og fullt fullt fullt í viðbót

Topp 5 lokauppgjör 2009 - Kristín Gróa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Ég verð að segja að árið 2009 var slakasta tónleikaár lífs míns. Það var lítið að gerast í tónleikahaldi hér heima og það voru engar tónlistarhátíðir eða borgarferðir með awesome tónleikum (ahh 2008 ó hvað ég sakna þín). Hvað er þá eftir? Iceland Airwaves auðvitað! Airwaves hefur alltaf verið endalaus uppspretta gleði og hamingju og þó það væri minna af spennandi artistum þetta árið en vanalega þá var samt mikil gleði og unaður. Skemmtilegasta móment Airwaves þetta árið var alveg óvænt Hjaltalín og Páll Óskar í bleiku diskókúlu jakkafötunum að trylla lýðinn í listasafninu. Hvern hefði grunað að það yrði hápunktur tónleikaársins míns?



2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

The Jesus Lizard. Hvernig gat ég ekki hafa hlustað á þá áður?

The Jesus Lizard - Monkey Trick

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Ég man satt að segja ekki eftir neinum mega vonbrigðum þetta árið. Ég kveikti aldrei almennilega á Josephine með Magnolia Electric Co. sem voru viss vonbrigði því mér finnst Jason Molina awesome. Kannski þarf ég bara að gefa þessu meiri séns. Svo voru það kannski engin persónuleg vonbrigði fyrir mig en hvað var með Peter Bjorn And John plötuna Living Thing? Hún sökkaði!

Magnolia Electric Co. - Josephine

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Það var margt sem ég trassaði þetta árið en ég held að Veckatimest með Grizzly Bear fá titilinn mesta trass ársins. Ég byrjaði ekki að hlusta á hana fyrr en á Þorláksmessu þrátt fyrir að þetta væri ein umtalaðasta plata ársins! Hún er svo auðvitað góð... mjög góð. Annað sem ég er algjörlega búin að trassa er Logos með Atlas Sound, Psychic Chasms með Neon Indian og jj n° 2 með jj.

Neon Indian - Terminally Chill

5. Hver er bjartasta vonin?

Eins og vanalega var fullt af spennandi nýrri tónlist þetta árið svo það er pínku erfitt að velja á milli. Þar sem platan Post Nothing með Vancouver sveitinni Japandroids er sú debut plata sem náði efst á árslistann minn þá verð ég eiginlega að gefa þeim titilinn bjartasta von ársins. Flestir myndu líklega veðja á The XX og þó þau hafi ekki náð að heilla mig 100% þá held ég að þau eigi rosalega mikið inni enda rosalega ung og miðað við það er platan þeirra alveg mega. Úúú já og Delorean fær líka prik en EP platan hans lofar mjög góðu. Úúú og Smith Westerns sem eru bara 17 og gerðu samt alveg frábæra plötu sem gerir mig glaða í hjartanu.

Smith Westerns - Gimme Some Time

6. Bónusspurning að eigin vali - Hverju sérðu mest eftir að hafa misst af á árinu?

Glastonbury! Ó! Missi líka af á þessu ári! Ó!

Sunday, January 17, 2010

Topp 5 lög 2009 - Krissa

Fyrirfram var ég búin að ákveða að ég gæti ekkert gert þennan lista því ég hefði ekki hlustað á neitt nýtt á síðasta ári. Svo fór ég að rifja aðeins upp og þá kom í ljós að ég er bara kjáni og hafði rangt fyrir mér - ég var með helling af lögum sem voru 'lög ársins'. Eftir niðurskurð stóðu eftir alveg 15-20 sem ég gat engan veginn valið á milli. Þessi 5 eru semsagt pikkuð úr úrvalinu, kannski ekki endilega bestu lög sem komu út á árinu heldur meira lög sem einkenndu árið mitt :)

Runners up voru:

Grizzly Bear - While You Wait for the Others og Passion Pit - Sleepyhead hefðu líklega bæði endað á listanum nema vegna þess að ég hlustaði stanslaust á þau haustið 2008...og þau því þ.a.l. ekki 2009 lög fyrir mér.

Brasstronaut - Requiem for a Scene
La Roux - In for the Kill
Phoenix - Lisztomania
YACHT - The Afterlife
The Dodos - This is a Business
Yeah Yeah Yeahs - Heads Will Roll

og lög ársins voru:

5. Gossip - Heavy Cross
"It takes two!"

Kannski meira af soppy sentimental ástæðum en því að þetta sé besta lag ársins. Mögulega.

4. Bombay Bicycle Club - Always Like This
"Try to look proud But you're not in the slightest It's happening now And it's always been like this"

Bassalína ársins og hressleiki extraordinaire sett saman af breskum strákum sem líklega eru rétt að sleppa úr mútum - I like it! Fyrsta sumarlag ársin 2009 :)


3. The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
"You can see that you're surrounded, so just turn yourself in We ain't asking again We brought a lot of patience, but it's all wearing thin"

Úff, það er bara eitthvað við þetta lag, taktinn, kúabjölluna...fæ ekki nóg af þessu.


2. The XX - Heart Skipped a Beat
"Heart skipped a beat And when I caught it you were out of reach"

Svo yfirmáta sexy lag að það nær ekki nokkurri átt. Pínu minimalískt. og letilegur söngurinn er bara of.


1. Sleigh Bells - Crown on the Ground
Taka gítarleikarann úr einhverju metalcore bandi og söngkonu úr girl bandi, blanda vel og sjá hvað kemur út? Sounds good! Pottþétt fáranlega skemmtileg live!

Topp 5 plötur ársins... nr 1 - Georg Atli

Númer 1... The Antlers með plötuna Hospice


Platan Hospice kom út í ágúst og þegar ég heyrði hana fyrst þá var ég alveg viss um að ég ætti ekki eftir að heyra neitt betra en þetta í ár. Þessi hljómsveit og þessi plata gripu mig alveg strax frá fyrstu tónunum í fyrsta laginu (sem var eiginlega annað lagið þar sem fyrsta lagið er svona intro). Eftir eina hlustun fékk ég alveg sömu tilfinninguna og maður fær stundum þegar eitthvað maður heyrir eitthvað í alveg fyrsta skipti og það er alveg stórkostlegt (eins og fyrst maður heyrði í t.d. Ok Computer með Radiohead), ég held að ég hafi verið með gæsahúð í tvo daga á eftir.

The Antlers var fyrst sólóverkefni manns sem heitir Peter Silberman en varð svo að alvöru hljómsveit rétt áður en átti að taka þessa plötu upp. Sagan á bak við plötuna er sú að Silberman fylgdist með barni úr fjölskyldunni deyja úr krabbameini og lokaði sig af í tæp tvö ár án þess að tala við neinn og samdi bara þessa plötu.

Hospice er Concept plata og öll lögin fjalla um unga stelpu sem deyr úr krabbameini en sagan segir frá þessari stelpu alveg frá því hún er greind og þangað til hún deyr og svo eru eftirmæli (epilogue). En öll lögin eru sungin útfrá þremur mismunandi sjónarhornum, frá stelpunni, frá hjúkrunnarfræðingnum sem hugsar um hana og svo virðist vera sagt frá sjónarhorni kærasta.

Mér finnst þessi plata alveg einstök, hún er drungaleg og þung og erfið hlustunnar og sorgleg (það er soldið eins og að hafa verið kýldur í magann þegar hún klárast) en hún er líka einhvern veginn alveg rosalega falleg. Hún rís og fellur á dramatískan hátt og Silberman syngur stundum hátt og lagið verðu drynjandi kröftugt en í næsta lagi (eða bara næsta versi) rétt hvíslar hann í brotinni falsettu þannig að maður fær á tilfinningunni að maður standi við sjúkrarúm og verði að hvísla til að vekja einhvern. Það er einhvern veginn alltaf eins og þeir sem lögin fjalla um séu staddir bara rétt hjá manni.

Örugglega fallegasta plata sem ég hef heyrt en samt falleg á undarlegan og skrítinn hátt. Af því að þetta er Concept plata þá er það kannski ekki rétt að draga eitthvað eitt lag út því þá missir það allt samhengið við plötunna en mér finnst samt lagið Bear standa upp úr alveg frábærri plötu. En ég get samt eiginlega ekki mælt með henni af því það er bara svo erfitt að hlusta á hana!

Lög:

Bear

Kettering

Shiva

Two

Epilogue


Myndbönd:




The Antlers - Shiva - A Take Away Show from La Blogotheque on Vimeo.



The Antlers - Two / Epilogue - A Take Away Show from La Blogotheque on Vimeo.

Friday, January 15, 2010

Topp 5 plötur ársins, númer EITT - Kristín Gróa


1. El Perro Del Mar - Love Is Not Pop

Þessi plata fékk aldrei neina sérstaka athygli eða umtal en hún greip mig og á einhvern hátt skipti mig máli. Svona eins og For Emma, Forever Ago skipti mig máli. Þetta er breakup plata með upphafi og endi en það óvenjulega er að hún er frá sjónarhóli þess sem vildi enda sambandið, ekki þess sem situr sár eftir. Þetta er frábær, hnitmiðuð concept plata sem maður fær ekki tækifæri á að fá leið á þar sem hún rétt skríður yfir hálftímann.

Fyrsta lagið, Gotta Get Smart, fjallar um fyrsta skrefið... að segja upphátt að þetta sé búið. I've got something to tell you... Don't wanna make you sad syngur Sarah Assbring með kökk í hálsinum og heldur áfram I gotta get smart and I'm done thinking it over. Þannig hefst það og næsta skref er í laginu Change Of heart þar sem hún efast og biður um hann aftur en hann hlustar ekki. Svona heldur þetta áfram þar til hún lýkur þessu á A Better Love þar sem hún virðist vera búin að sætta sig við að þetta var það besta og það réttasta í stöðunni...Honey, you deserve better than me... You deserve a better love than me. Ótrúlega hreinskilin plata.

El Perro Del Mar - Heavenly Arms

Thursday, January 14, 2010

Topp 5 plötur ársins... nr 2 - Georg Atli

Númer 2... Bill Callahan með plötuna Sometimes I Wish I Were an Eagle


Bill Callahan er einn af þessum tónlistar mönnum sem virðast ekki geta gefið út lélegar plötur, hann er búinn að vera að gefa út plötur síðan 1992 (þá undir nafninu Smog) og ekki ein einasta plata hefur verið léleg (sumar þeirra eru aðeins minna góðar en samt góðar). Núna er hann farinn að kalla sig sínu rétta nafni og hljómurinn hans er ekki alveg eins og hinn “klassíski” Smog hljómur en eru t´nlistarlega séð líklega rökrætt framhald af meistaraverkinu Supper og A River Ain’t to Much to Love sem voru síðustu tvær plötur Smog. Þessi plata er einhvern veginn bara Supper nr.2 (sem er ansi gott) en samt bara aðeins öðruvísi (ef þið fílið Smog þá fattiði kannski hvað ég er að reyna að segja). Fyrsta lagið á plötunni heitir Jim Cain og mér finnst einvern veginn eins og hann sé að reyna að útskýra (og kannski afsaka) af hverju hann skipti um nafn, og drap Smog, fyrir aðdáendum.
Tónlistinni hans var einusinni líst sem “a one man acoustic Joy Division” í einhverri grein sem ég las. Mér fannst þetta svo góð lýsing að hún límdist við hausinn á mér og ég er bara að hugsa um að reyna að láta hana útskýra allt. Reyndar eru síðustu plöturnar kannski aðeins of tækni tengdar til að teljast acoustic en samt...

Lög:

My Friend
Roccoco Zephyr
Jim Cain

Myndbönd:

Topp 5 plötur ársins, númer TVÖ - Kristín Gróa


2. Japandroids - Post Nothing

Ég var nákvæmlega EKKERT hrifin af þessari plötu fyrst þegar ég heyrði hana og skildi satt að segja ekkert hvað væri í gangi með buzzið í kringum hana. Athugið þó að þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði hana en strax í annað skipti fór ég að humma yfir henni og núna er ég bara gjörsamlega ástfangin af henni.

She wears white six days a week
If you're lucky
On the seventh day
She'll wear nothing
After her I quit girls


Einhverstaðar sá ég Japandroids flokkaða undir noise-pop og það þykir mér mjög góð lýsing á þeim. Þetta er smá surg og læti en umfram allt popp um ástina eins og aðeins ungir strákar gætu lýst henni. Þetta fellur dálítið í sama flokk og frábæra Smith Westerns platan sem komst á runner-up listann minn (nema þeir eru enn yngri og ehhmm... graðari). Sumum finnst þetta kannski ekki djúpt en þetta er bara svo hreinskilið og straight to the point. Ef maður er að fullorðnast þá sökkar það frekar mikið að þurfa allt í einu að hugsa um framtíðina og "ástandið" þegar maður vill bara halda áfram að hugsa um að vera skotinn í einhverjum og að vera í stuði og hafa ekki áhyggjur af neinu.

We used to dream
Now we worry about dying
I don't wanna worry about dying
I just wanna worry about those sunshine girsl


Þetta er náttúrulega snilld, er það ekki?

Japandroids - Young Hearts Spark Fire

Wednesday, January 13, 2010

Topp 5 plötur ársins, númer ÞRJÚ - Kristín Gróa


3. Phoenix - Wolfgang Amadeus Mozart

Þetta er einfaldlega mest accessible plata ársins, plata sem ég held að fáir geti hlustað á án þess að hrífast á einhvern hátt af henni. Hún er poppuð, húkkuð, hress en samt aldrei einföld. Alveg hreint ótrúlega vel heppnaður gripur.

Phoenix - Armistice

Tuesday, January 12, 2010

Topp 5 plötur ársins, númer FJÖGUR - Kristín Gróa


4. St. Vincent - Actor

Aldrei hefði mér dottið í hug að þessi plata myndi ná á árslistann minn. Ég nennti eiginlega aldrei að hlusta á fyrri plötuna hennar, Marry Me, og ég er alveg agaleg þegar kemur að því að vera óspennt fyrir sólótónlistarkonum. Það er skandall og ég skammast mín fyrir það en ég virðist ekki geta losað mig við þessa fordóma. Það er því skemmtileg tilviljun að á topp 5 listanum mínum eru tvær plötur með sólótónlistarkonum. Hver skyldi hin vera? Damm damm damm DAMMMMMM. Stay tuned.

St. Vincent - The Strangers

Topp 5 plötur ársins...nr. 4 - Georg Atli

Númer 4... Dirty Projectors með Plötuna Bitte Orca


Bitte Orca er í fjórða sæti hjá mér, þetta er fimmta platan frá Dirty Projectors og sú lang besta. Lögin á plötunni eru meira popp en á fyrri plötum en það bitnar samt ekkert á gæðum tónlistarinnar, eins og gerist stundum hjá hljómsveitum sem reyna að verða hlustendavænni en áður. Aðalsprautan Dave Longstreth syngur meða svakalega mjúkri og tærri rödd en hefur greinilega gaman af því að semja laglínur sem eru hektískar og oft ruglingslegar, hann veður oft úr einu í annað. Lögin rísa og falla bara alveg eins og honum dettur í hug og fylgja ekkert endileg neinum hefðbundnum formúlum.

Skemmtilegur bónus fróðleikur
: Ezra Koenig söngvari Vampire Weekend spilaði á saxófón á einum evróputúrnum hjá Dirty Projectors.

Lag:
Two Doves

og líka nýji singullinn þeirra:
Ascending Melody


Myndbönd:


Og svo eitt frá því þau unnu með Björk.

Monday, January 11, 2010

Topp 5 plötur ársins... nr. 5 - Georg Atli

Númer 5... XX með The XX


Ég set hljómsveitina The XX í fimmta sæti míns lista, þau gáfu út sína fyrstu plötu í júlí í ár og hún var rosalega góð. Öll lögin á plötunni eru krúttleg lög um ástina og það að vera í ástarsambandi. Þessi plata er bræðingur af allskonar mismunandi tónlistarstílum, þetta er eiginlega einhverskonar hipphopppopprokk.... eins undarlega og það hljómar. En maður heyrir samt alveg að þegar þau hafa hlustað mikið á bönd eind og Pixies og Hot Chip þegar þau voru yngri (eða eitthvað, þau eru víst bara tvítug) og blanda þessu svona rosalega vel saman. Það er líka merkilegt hvað þau eru með þéttan og góðan hljóm, þau hljóma eins og þau hafi spilað saman í rosa langann tíma og kunna vel við það, hafa greinilega fundið þá tónlist sem þau vilja spila.

Lag:

Crystalized





Svo eitt live:

Topp 5 plötur ársins, númer FIMM - Kristín Gróa

Ég verð að viðurkenna að það voru ekki jafnmargar plötur sem heltóku mig eins og árið 2008 enda var erfitt að fylgja því eftir. Síðasti árslisti hjá mér hljóðaði svona:

5. Wolf Parade - At Mount Zoomer
4. The Dodos - Visiter
3. Vampire Weekend - Vampire Weekend
2. Fleet Foxes - Fleet Foxes
1. TV On The Radio - Dear Science

Í þetta skipti ætlum við að telja plötur árins niður dag frá degi svo í dag birtast aðeins runners up og fimmta sætið.

Runners up:

Smith Westerns - Smith Westerns
Dirty Projectors - Bitte Orca
The Mountain Goats - The Life Of The World To Come
The Pains Of Being Pure At Heart - The Pains Of Being Pure At Heart
The XX - XX
Yo La Tengo - Popular Songs
Fever Ray - Fever Ray
The Thermals - Now We Can See
Grizzly Bear - Veckatimest
Animal Collective - Merriweather Post Pavillion

Fimmta besta plata ársins að mínu mati er svo:


5. Yeah Yeah Yeahs - It's Blitz!

Áður en ég tala nokkuð meira um plötuna sjálfa þá verð ég að segja að þetta er hands down uppáhalds plötucoverið mitt þetta árið, ef ekki þennan áratuginn. Rosalega flott og einföld hugmynd sem grípur augað. Mér fannst þessi plata aldrei fá sérstaklega mikla umfjöllun og í síðasta toppfimm hittingi vorum við öll sammála um að hún væri gróflega vanmetin og að hún myndi örugglega ekki skora hátt á árslistunum. Já við vorum greinilega í ruglinu því hún skoraði síðan bara rosa hátt á árslistunum og lögin á henni líka. Jáhhá!

Burtséð frá því öllu þá er þetta bara killer plata sem er vissulega dálítið brotthvarf frá því sem YYY hafa verið að gera en inniheldur engu að síður nokkur af sterkustu lögum þeirra frá upphafi eins og Zero, Heads Will Roll og Hysteric.

Yeah Yeah Yeahs - Skeletons

Friday, January 8, 2010

Topp 5 lög ársins - Georg Atli


Ég á yfirleitt rosalega erfitt með að velja þessa árslista og sérstaklega lög ársins! Það eru miljón trilljón lög sem maður hlustar á á einu ári og að velja úr þeim (og þá sérstaklega bara 5!) er næstum því bara kvöl. Ég ákvað að velja bara uppáhaldslögin mín af þeim plötum sem ekki komast inn á topp 5 plötur ársins listann minn (þannig að lög af plötum ársins eru undanskilin)... og svo nokkur lög til viðbótar.


Við byrjum á þeim lögum sem voru næstum því á listanum:

Jay-Z - D.O.A. - Hvernig ætli rappið verði á næstunni þegar kóngurinn er búinn að tilkynna það að Auto-tune sé hallærislegt??
Bat For Lashes - Daniel/Glass/Sleep Alone - allt alveg jafn góð lög get ekki valið á milli
Julian Casablancas - 11th Dimensions eða bara eitthvað af plötunni hans hún kom öll rosa mikið skemmtilega á óvart.
Raekwon - House of Flying Daggers - Besta lagið sem hefur komið frá einhverjum úr Wu- Tang Clan í langan tíma (án þess þó að allt hitt hafi verið lélegt)
Yeah Yeah Yeahs- Zero Vanmetin Plata
The Temper Trap - Sweet Disposition - Gott lag af plötu sem olli mér rosalega miklum vonbrigðum (spáði bandinu mikilli velgengni í fyrra)
Peter, Björn & John - Nothing to Worry About - Mega hresst lag
Animal Collective - My Girls - Ég verð bara að viðurkenna að ég er ekki alveg að ná Animal Collective en þetta lag er samt rosalega gott.

og svo topplistinn minn:


5. JJ - Ecstasy

Þetta band er svo rosa hipp og kúl að það heitir bara JJ og platan þeirra heitir JJ n° 2 , ég held að þau séu sænsk og noti rosalega mikið af eiturlyfjum. Lagið er líka magnað það notar laglínu úr laginu Lollipop með Lil' Wayne en syngja um E-pillur.


4. Grizzly Bear - Two Weeks

Ég spilaði þetta ansi mikið á árinu, það er af plötunni Veckatimest. Persónulega finnst mér bandið vera soldið of hæpað, platan er alveg góð en bara ekki jafn stórkostleg og margir vilja meina. Two Week stendur langt upp úr gæðalega séð.


3. Phoenix – Lisztomania

Að mínu mati besta lagið af einu mestu stuð plötu ársins (Wolfgang Amadeus Phoenix), bandið minnir mig alltaf soldið á Ástralana í Empire of the Sun, bara betra og minna gay. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja á milli þessa lags og 1901 sem er án efa skemmtilegasta lagið á plötunni. Franskt gæðapop. Versta við plötuna er eiginlega það hvað þessi tvö lög eru fáránlega góð að maður nær oft ekkert framhjá þeim og ef meapur kemst framhjá þeim og hlustar á restina þá blikna öll hin lögin soldið í samanburðinum. Ef þið eigið hana þá ættuði að prufa að byrja á lagi þrjú þá fattar maður nefnilega að hún er í alvöru mjög góð.


2. The Flaming Lips - Watching the Planets (feat. Karen O)

Gallsúru snillingarnir í Flaming Lips komu með eina af sínum bestu plötum ( á eftir og Soft BulletinYoshimi Battles the Pink Robots) á árinu hún heitir Embryonic og þetta finnst mér vera besta lagið og það skemmir alls ekki fyrir að ofurtöffarinn Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með. Ég átti mjöööög erfitt með það að skilja þessa eftir á Plötulistanum mínum, hún er geðveik.

P.S. myndbandið við lagið er ansi undarlegt og ef þið eruð mjög skotin í Wayne Coyne getiði séð typpið hans í því...


1. Girls – Lust For Life

Þetta lag kemur af plötunni sem heitir þessu líka ótrúlega sniðuga og alls ekkert óþolandi nafni 'Album' sem er annars full af hræðilega góðum lögum (t.d. Laura og Hellhole Ratrace) Lust for Life er alveg frábært, endalaust grípandi og nánast smitandi. Það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að fá það á heilann eða amk. syngja með viðlaginu. Platan er líka rosa góð en ekki alveg nógu góð til að komast inn á topp 5 hjá mér (reyndar kæmist hún líklega ekki inn á topp 20 heldur) en hún er samt rosa góð.

P.S. og til að halda áfram með vafasöm myndbönd með alsberu fólki þá er lust for life myndbandið hér.

Topp 5 lög ársins - Kristín Gróa


Við skulum byrja á að rifja upp lagalistann minn frá því í fyrra:

5. Lykke Li - Dance, Dance, Dance af Youth Novels
4. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur af Með suð í eyrum við spilum endalaust
3. The Walkmen - In The New Year af You & Me
2. MGMT - Time To Pretend af Oracular Spectacular
1. The Dodos - Jodi af Visiter

Næst koma 10 runners up ársins 2009:

Bat For Lashes - Daniel af Two Suns
The Big Pink - Dominos af A Brief History Of Love
Bon Iver - Blood Bank af Blood Bank EP
Fever Ray - If I Had A Heart af Fever Ray
The Pains Of Being Pure At Heart - Young Adult Friction af The Pains Of Being Pure At Heart
Phoenix - Lizstomania af Wolfgang Amadeus Phoenix
Miike Snow - Animal af Miike Snow
Delorean - Seasun af Ayrton Senna EP
The Very Best - Warm Heart Of Africe (feat. Ezra Koenig) af Warm Heart Of Africa
Kurt Vile - Freeway af Constant Hitmaker

TOPP 5 LÖG ÁRSINS AÐ MATI KRISTÍNAR GRÓU!


5. Bibio - Ambivalence Avenue af Ambivalence Avenue

Fimmta sætið er alltaf erfiðast því þar skilur á milli þeirra sem komast á listann og þeirra sem gera það ekki. Ég verð að viðurkenna að fyrsta uppkast að þessum lista var með laginu Lizstomania með Phoenix í fimmta sæti en eftir því sem ég pældi meira í þessu þá fannst mér meira vit í því að láta Bibio ná inn á lista. Þetta frábæra byrjunarlag hinnar þokkalegu samnefndu plötu er því miður ekki alveg merki um heildargæði plötunnar (að mínu mati) en þetta lag eitt og sér er nægt tilefni til að gefa henni séns.


4. Julian Casablancas - Out Of The Blue af Phrazes For The Young

Það er nú reyndar lagið 11th Hour sem hefur feng en mér finnst þetta upphafslag hinnar frábæru Phrazes For The Young alveg kreisí gott og enn betra en hitt. Þessi plata kom mér reyndar algjörlega í opna skjöldu svo það er nokkuð óvænt sem Casablancas kemst á lista. Fyrir utan hvað kórusinn fær mig til að langa til að vera hífuð og syngja allt of hátt og snúa mér í hringi með hendurnar út í loftið (seriously... ég er að reyna að hemja mig akkúrat þessa stundina) þá er eitthvað svo frábært hvað gaurinn er ekkert að hlífa sér... Those who helped me along the way, I smacked them as I thanked them... Yes I know I'm going to hell in a leather jacket. Love it!


3. Animal Collective - My Girls af Merriweather Post Pavillion

Mér þykir mjög leiðinlegt að setja lag á lista sem bæði Pitchfork og Pop Matters settu á topp síns lista en ég get bara ekki litið framhjá því að þetta lag er eiginlega yfirnáttúrulegt. Percussionið, raddanirnar og öll skrítnu hljóðin gera þetta að einhverju algjörlega nýju og undarlegu en samt er það melódískt og grípandi og poppað.


2. Girls - Lust For Life af Album

Þegar gagnkynhneigður karlmaður byrjar fyrstu plötuna sína á Oh I wish I had a boyfriend þá langar mig að hlusta áfram. Tilfinningin hérna er svona "já ég er geðveikt klikkaður og messed up en þetta er allt á uppleið... kannski... vonandi". Mér persónulega finnst Album vera frekar gloppótt plata (þrátt fyrir GRÍÐARLEGT hype) en það er ekki hægt neita því að væbið heillar mann og þarna eru nokkur killer lög, sérstaklega Lust For Life og Hellhole Ratrace.


1. Camera Obscura - French Navy af My Maudlin Career

Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi þessarar hljómsveitar þannig lagað en vá þetta lag er bara something else. Þetta fær pottþétt verðlaunin kórus ársins því ég iða í sætinu og sveifla hausnum til og frá þegar hann kemur. Þetta er óneitanlega stelputónlist en herregud þvílík stelputónlist!

Thursday, January 7, 2010

Plata mánaðarins


Nýtt ár, nýr mánuður og þá er að sjálfsögðu komið að nýrri plötu mánaðarins. Í þetta sinn ætlum við að taka fyrir afrakstur samstarfs tónlistarkameljóns númer eitt og stúlku sem var sjálf afrakstur samstarfs fegurðardísar og slísballar. Confused yet? Stúlkan er að sjálfsögðu söngkonan og leikkonan Charlotte Gainsbourg, dóttir ensku leikkonunnar Jane Birkin og franska tónlistarmannsins Serge Gainsbourg sem stundu svo eftirminnilega saman á teipi á sjöunda áratugnum. Kameljón númer eitt er svo enginn annar en snillingurinn Beck.

Platan IRM ber nafn Charlotte Gainsbourg, andlit hennar prýðir umslagið og conceptið er hennar en það er vafasamt að eigna henni plötuna algjörlega þar sem Beck skrifaði textana með henni, samdi öll lögin, pródúseraði og mixaði. Til að toppa þetta þá taka þau dúett saman sem er jafnframt fyrsta smáskífa plötunnar, ber nafnið Heaven Can Wait og Keith Schofield vídjóið sem fylgir er awesome. Er ekki við hæfi að byrja þar?

Vídjóið er á official heimasíðunni og það er í alvörunni geðveikt... það er maður með pönnukökuhaus í því!

Charlotte Gainsbourg (with Beck) - Heaven Can Wait

Tuesday, January 5, 2010

Sarpurinn


Leave it all and like a man
Come back to nothing special
Such as waiting rooms and ticket lines
Silver bullet suicides
And messianic ocean tides
And racial roller-coaster rides
And other forms of boredom advertised as poetry


Einhverra hluta vegna var ég alltaf alveg viss um að mér þætti Leonard Cohen alveg óheyrilega leiðinlegur. Ég meina maðurinn syngur ekki einu sinni heldur svona hálf muldrar og þetta er allt voðalega deadpan eitthvað, er það ekki? Í fleiri fleiri ár var þetta mín skoðun án þess að ég hefði nokkuð til að bakka hana upp. Ég hafði í raun aldrei hlustað á Cohen heldur bara heyrt í honum alveg óvart á förnum vegi svona öðru hvoru og þegar ég heyrði minnst á hann datt mér alltaf í hug lagið First We Take Manhattan sem mér þótti svo skelfilega hallærislegt (í seinni tíð hefur auðvitað komið í ljós að það lag er algjör snilld en það er annað mál).

Það var ekki fyrr en fyrir sirka fjórum árum síðan þegar ég heyrði Reginu Spektor covera lagið hans Chelsea Hotel #2 sem það kviknaði á einhverju í höfðinu á mér. Ég hlustaði á það alveg hreint endalaust og útvegaði mér að lokum orginalinn. Viti menn, eins og vanalega þá var orginallinn ennþá betri og þá hugsaði ég með mér að kannski væri þessi andúð mín á Cohen algjörlega gripin úr lausu lofti. Stuttu síðar kíkti ég af rælni á geisladiskamarkað í Perlunni og þar blasti við mér platan New Skin For The Old Ceremony sem inniheldur þetta mikla uppáhaldslag og prísinn aðeins 999 krónur. Fullkomið!

You're faithful to the better man
I'm afraid that he left
So let me judge your love affair
In this very room where I have sentenced mine to death
I'll even wear these old laurel leaves
That he's shaken from his head


Eins og ég hafði verið innilega óspennt fyrir Cohen þá elskaði ég þessa plötu frá fyrstu hlustun. Textarnir hans Cohen eru algjörlega magnaðir að vanda og það má segja að þarna sé hann algjörlega í essinu sínu enda ferskur og beittur árið 1974 og aðeins á fjórðu plötunni sinni. Hið fyrrnefnda Chelsea Hotel #2 þar sem Cohen lýsir stuttu ástarsambandi sínu við Janis Joplin á opinskáan hátt er klárlega hápunktur plötunnar en hún er satt að segja mjög jafngóð og erfitt að hylla einu lagi framyfir annað. Best er þó að hún náði að opna eyru mín fyrir Cohen og það þykir mér vænst um.

Chelsea Hotel #2
There Is A War
Who By Fire

Sex Dreams and Denim Jeans heads up!

Fyrsta plata Uffie, Sex Dreams and Denim Jeans, kemur út á Valentínusardag. Æði pæði. Er ekki tilvalið að hlusta á nokkur lög og jafnvel horfa á eins og eitt video - svona til upphitunar?

Uffie Pop The Glock from Uffie on Vimeo.

Pop the Glock

The Party

First Love