Thursday, January 14, 2010

Topp 5 plötur ársins... nr 2 - Georg Atli

Númer 2... Bill Callahan með plötuna Sometimes I Wish I Were an Eagle


Bill Callahan er einn af þessum tónlistar mönnum sem virðast ekki geta gefið út lélegar plötur, hann er búinn að vera að gefa út plötur síðan 1992 (þá undir nafninu Smog) og ekki ein einasta plata hefur verið léleg (sumar þeirra eru aðeins minna góðar en samt góðar). Núna er hann farinn að kalla sig sínu rétta nafni og hljómurinn hans er ekki alveg eins og hinn “klassíski” Smog hljómur en eru t´nlistarlega séð líklega rökrætt framhald af meistaraverkinu Supper og A River Ain’t to Much to Love sem voru síðustu tvær plötur Smog. Þessi plata er einhvern veginn bara Supper nr.2 (sem er ansi gott) en samt bara aðeins öðruvísi (ef þið fílið Smog þá fattiði kannski hvað ég er að reyna að segja). Fyrsta lagið á plötunni heitir Jim Cain og mér finnst einvern veginn eins og hann sé að reyna að útskýra (og kannski afsaka) af hverju hann skipti um nafn, og drap Smog, fyrir aðdáendum.
Tónlistinni hans var einusinni líst sem “a one man acoustic Joy Division” í einhverri grein sem ég las. Mér fannst þetta svo góð lýsing að hún límdist við hausinn á mér og ég er bara að hugsa um að reyna að láta hana útskýra allt. Reyndar eru síðustu plöturnar kannski aðeins of tækni tengdar til að teljast acoustic en samt...

Lög:

My Friend
Roccoco Zephyr
Jim Cain

Myndbönd:

No comments: