Monday, January 25, 2010

Plata mánaðarins


Plata mánaðarins hefur ekki fengið mikla umfjöllun hjá okkur vegna Síberíuferðar undirritaðrar... það er nefnilega svo agalega erfitt að vélrita með frosna fingur.

Eins og þið munið kannski þá er plata janúarmánaðar IRM með Charlotte Gainsbourg. Plötuna vann hún mjög náið með snillingnum Beck og afraksturinn er vægast sagt góður.

Gainsbourg lenti víst í vatnsskíðaslysi í Bandaríkjunum árið 2007 sem varð til þess að það blæddi inn á heilann á henni. Hún fór í aðgerð og í kjölfarið þurfti hún að fara ítrekað í MRI skanna (hvað heitir það á íslensku?) sem nefnist einmitt IRM á frönsku. Innblásturinn og hugmyndin að baki plötunni kemur sem sagt frá þessum tíðu heilaskönnunum og það meikar pínu sense þegar maður hlustar.

Charlotte Gainsbourg - IRM

No comments: