Friday, January 22, 2010

Topp 5 lokauppgjör 2009 - Kristín Gróa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Ég verð að segja að árið 2009 var slakasta tónleikaár lífs míns. Það var lítið að gerast í tónleikahaldi hér heima og það voru engar tónlistarhátíðir eða borgarferðir með awesome tónleikum (ahh 2008 ó hvað ég sakna þín). Hvað er þá eftir? Iceland Airwaves auðvitað! Airwaves hefur alltaf verið endalaus uppspretta gleði og hamingju og þó það væri minna af spennandi artistum þetta árið en vanalega þá var samt mikil gleði og unaður. Skemmtilegasta móment Airwaves þetta árið var alveg óvænt Hjaltalín og Páll Óskar í bleiku diskókúlu jakkafötunum að trylla lýðinn í listasafninu. Hvern hefði grunað að það yrði hápunktur tónleikaársins míns?



2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

The Jesus Lizard. Hvernig gat ég ekki hafa hlustað á þá áður?

The Jesus Lizard - Monkey Trick

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Ég man satt að segja ekki eftir neinum mega vonbrigðum þetta árið. Ég kveikti aldrei almennilega á Josephine með Magnolia Electric Co. sem voru viss vonbrigði því mér finnst Jason Molina awesome. Kannski þarf ég bara að gefa þessu meiri séns. Svo voru það kannski engin persónuleg vonbrigði fyrir mig en hvað var með Peter Bjorn And John plötuna Living Thing? Hún sökkaði!

Magnolia Electric Co. - Josephine

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Það var margt sem ég trassaði þetta árið en ég held að Veckatimest með Grizzly Bear fá titilinn mesta trass ársins. Ég byrjaði ekki að hlusta á hana fyrr en á Þorláksmessu þrátt fyrir að þetta væri ein umtalaðasta plata ársins! Hún er svo auðvitað góð... mjög góð. Annað sem ég er algjörlega búin að trassa er Logos með Atlas Sound, Psychic Chasms með Neon Indian og jj n° 2 með jj.

Neon Indian - Terminally Chill

5. Hver er bjartasta vonin?

Eins og vanalega var fullt af spennandi nýrri tónlist þetta árið svo það er pínku erfitt að velja á milli. Þar sem platan Post Nothing með Vancouver sveitinni Japandroids er sú debut plata sem náði efst á árslistann minn þá verð ég eiginlega að gefa þeim titilinn bjartasta von ársins. Flestir myndu líklega veðja á The XX og þó þau hafi ekki náð að heilla mig 100% þá held ég að þau eigi rosalega mikið inni enda rosalega ung og miðað við það er platan þeirra alveg mega. Úúú já og Delorean fær líka prik en EP platan hans lofar mjög góðu. Úúú og Smith Westerns sem eru bara 17 og gerðu samt alveg frábæra plötu sem gerir mig glaða í hjartanu.

Smith Westerns - Gimme Some Time

6. Bónusspurning að eigin vali - Hverju sérðu mest eftir að hafa misst af á árinu?

Glastonbury! Ó! Missi líka af á þessu ári! Ó!

No comments: