Monday, January 11, 2010

Topp 5 plötur ársins, númer FIMM - Kristín Gróa

Ég verð að viðurkenna að það voru ekki jafnmargar plötur sem heltóku mig eins og árið 2008 enda var erfitt að fylgja því eftir. Síðasti árslisti hjá mér hljóðaði svona:

5. Wolf Parade - At Mount Zoomer
4. The Dodos - Visiter
3. Vampire Weekend - Vampire Weekend
2. Fleet Foxes - Fleet Foxes
1. TV On The Radio - Dear Science

Í þetta skipti ætlum við að telja plötur árins niður dag frá degi svo í dag birtast aðeins runners up og fimmta sætið.

Runners up:

Smith Westerns - Smith Westerns
Dirty Projectors - Bitte Orca
The Mountain Goats - The Life Of The World To Come
The Pains Of Being Pure At Heart - The Pains Of Being Pure At Heart
The XX - XX
Yo La Tengo - Popular Songs
Fever Ray - Fever Ray
The Thermals - Now We Can See
Grizzly Bear - Veckatimest
Animal Collective - Merriweather Post Pavillion

Fimmta besta plata ársins að mínu mati er svo:


5. Yeah Yeah Yeahs - It's Blitz!

Áður en ég tala nokkuð meira um plötuna sjálfa þá verð ég að segja að þetta er hands down uppáhalds plötucoverið mitt þetta árið, ef ekki þennan áratuginn. Rosalega flott og einföld hugmynd sem grípur augað. Mér fannst þessi plata aldrei fá sérstaklega mikla umfjöllun og í síðasta toppfimm hittingi vorum við öll sammála um að hún væri gróflega vanmetin og að hún myndi örugglega ekki skora hátt á árslistunum. Já við vorum greinilega í ruglinu því hún skoraði síðan bara rosa hátt á árslistunum og lögin á henni líka. Jáhhá!

Burtséð frá því öllu þá er þetta bara killer plata sem er vissulega dálítið brotthvarf frá því sem YYY hafa verið að gera en inniheldur engu að síður nokkur af sterkustu lögum þeirra frá upphafi eins og Zero, Heads Will Roll og Hysteric.

Yeah Yeah Yeahs - Skeletons

No comments: