Saturday, December 29, 2007

Árslisti - topp 5 lög ársins 2007 - Krissa

Aðeins of sein...hef ekkert komist í tölvu sökum flutninga og vesens :/ But here goes:

5. Battles - Atlas

Ég var bara blown away þegar ég heyrði þetta lag fyrst og verð það enn í hvert skipti sem ég heyri það, þrátt fyrir allt of allt of margar hlustanir! Eitthvað nýtt og spennandi


4. The National - Fake Empire

Eerie og fallegt allt í senn...Röddin hreint út sagt ótrúleg. Ég dett ennþá alltaf út þegar ég heyri þetta lag, þrátt fyrir fáranlega margar hlustanir, það er bara ekki hægt að hugsa um neitt annað meðan maður hlustar á það!

3. Okkervil River - Our Life Is Not A Movie Or Maybe

Hlustaði svo mikið á Black Sheep Boy að ég bjóst ekki við að grípa nýjustu plötuna strax. Ég skipti um skoðun um leið og ég heyrði fyrsta lag plötunnar...!!!


2. Arcade Fire - Intervention

Einn af hápunktum Arcade Fire tónleikanna sem toppfimm meðlimir sáu í sumar og hápunktur plötunnar...þetta er bara frábært lag í alla staði!


1. Beirut - Nantes

Ég elskaði elskaði elskaði Gulag Orkestar og með henni kom Zach Condon sér þægilega fyrir í hópi uppáhalds tónlistarmanna minna. Þegar hann svo minnkaði aðeins balkan áhrifin og bætti í staðinn við frönsk/ítölskum áhrifum á The Flying Clup Cup gulltryggði hann sæti sitt. Platan er enn betri en sú fyrri og ég er búin að spila hana allstaðar á þessu ári: í prófalestri, á ferðalögum, á laugardagskvöldum jafnt og mánudagsmorgnum...virkar jafn vel allstaðar og Nantes er bara extra gott :)

Friday, December 28, 2007

Topp 5 lög ársins 2007 - Vignir

5. Of Montreal - The Past is a Grotesque Animal
Löng lög sem ná yfir 8 mínútur eru alltaf frekar erfið meðhöndlunar, sérstaklega ef sama gítarstefið er í gegnum næstum allt lagið. Kevin Barnes gerir þetta þó með algjörum glans. Ú-ú-ið dettur inn á hárréttum tíma og flottar krúsídúllur halda athygli manns á meðan Kevin Barnes gerir upp gamla drauga og horfir til framtíðar
You've lived so brightly
You've altered everything
I find myself searching for old selves
While speeding forward through the plate glass of maturing cells

4. Arcade Fire - My Body is a Cage
No Cars Go situr fyrir utan listann þótt að það sé klárlega langbesta lagið af Neon Bible vegna þess að það er í rauninni ný útsetning á eldra lagi. My Body is a Cage er hins vegar alveg ótrúlega flott lag sem ég held að hafi farið framhjá mörgum. Frábær endir á frábærri plötu. Hljóðfærin detta inn eitt af öðru og rólegur taktur er í bakgrunninum. Svo allt í einu á 2:10 klessir hljóðveggurinn á mann og maður er alveg gripinn. Takturinn færist nær og nær forgrunninum og áður en maður veit af eru hendurnar farnar að tromma á allt sem er nálægt manni.

3. M.I.A. Bamboo Banga
Svona á að byrja plötur! M.I.A. lætur okkur vita að hún er bilaðslega svöl og leyfir okkur að heyra hvernig hún ætlar að hafa hlutina á þessari plötu. Trylltur taktur og svalleiki. Þegar maður heyrir
Coz I'm sitting down chillin on gun powder
Strike match light fire, who's that girl called Maya
M.I.A. coming back with power power
I said M.I.A. is coming back with power power
þá er málið dautt, lagið á mig.

2. Radiohead - All I Need
Radiohead komu með nýja plötu á árinu og gáfu manni ekki einu sinni sjéns á að vera spenntur. Maður var varla búinn að fagna því að það væri að koma ný Radiohead plata þangað til að maður fékk endagripinn í hendurnar. Við tók einhver rosalegasta repeat hlustun seinni ára. Þótt heildin sé alveg ótrúlega sterk fór maður að taka eftir nokkrum hápunktum. Þetta lag varð strax uppáhalds lagið mitt af plötunni og heldur enn þeim titli. Virkilega fallegt lag með fallegum texta Thom Yorke um það að vera í sambandi með einhverjum sem manni finnst vera svo frábær að manni líður eins og að maður sé bara skordýr við hlið þeirra.

I am a moth
Who justs wants to share your light
I’m just an insect
Trying to get out of the dark
I wanna stick with you, because there are no others

1. Battles - Atlas
Besta lag ársins! Punktur! Ég get sagt svo margt um þetta lag en þú bara verður að hlusta á það! NÚNA! Lagið byrjar á flottasta takti ársins og fer svo í gegnum uppbyggingu, niðurrif og uppbyggingu aftur. Gítarar, samplerar og önnur tæki spila svo vel saman að maður bara veit að þetta er örugglega svalasta lag í heimi á tónleikum. Söngurinn er effectaður í tætlur þannig að hann verður bara að auka hljóðfæri. Vá þetta er svo gott!

Ég verð bara að copy/pasta það sem Jeph Jacques(höfundur Questionable Content, lestu það núna frá byrjun) sagði á músíkblogginu sínu því ég get ekki sagt þetta betur en þetta:
Hands down, the heaviest tune of 2007. "Atlas" doesn't feature downtuned (or even particularly distorted) guitars, or scary demon-vocals, or hyper-technical double-bass drumming. It doesn't need any of that bullshit. It has John Stanier pounding out the most crushing drum beat this side of Led Zeppelin while the rest of the band builds and builds and builds and Tyondai Braxton's insanely pitch-shifted vocals hammer the melody into your brain, logic and reason be damned. This song causes neck injuries, car accidents, and cancer in lab animals. This song will simultaneously make you dumber and smarter. This song will take off three years of your life. Hyperbole aside, this song will probably make you sprain your neck, at the very least.

Þessi lög sátu svo rétt fyrir utan listann:
Arctic Monkeys - Do Me a Favour
Band of Horses - Is There a Ghost
Beirut - Nantes
Blonde Redhead - 23
Feist - 1 2 3 4
Feist - I Feel It All
Iron & Wine - Boy with a Coin
Liars - Plaster Casts of Everything
M.I.A. - Paper Planes
Of Montreal - Heimdalsgate Like A Promethean Curse
Of Montreal - Gronlandic Edit
Okkervil River - Our Life is not a Movie Or Maybe
Sprengjuhöllin - Verum í sambandi

Árslisti - Zvenni

Þar sem formið er topp 5 skelli ég inn fimm lögum sem mér fannst góð frá árinu 2007. Fleiri hefðu átt að komast að bla bla en þetta verður bara að vera svona.

No Pussy Blues með Grinderman

Hef lengi verið hallur undir Cave og með Grinderman sýnir hann gamla og grófa takta sem ekki hefur borið mikið á síðustu ár. No Pussy Blues er dæmi um suddahliðina á Cave sem hefur fylgt honum frá upphafi í ástralska pönkinu í The Boys Next Door og The Birthday Party.
Svo er myndband við lagið ansi magnað. Erfitt að finna svalari band.

Elephant Gun með Beirut

Lon Gisland EP kom út í lok janúar á þessu ári svo hún sleppur. Það tók mig soldinn tíma að grípa kauða en það hófst á endanum og í lok ársins situr hann fast eftir.

Postcard To Nina með Jens Lekman

Fattaði Lekman fyrir alvöru í blábyrjun ársins, sá hann í Norræna glerhýsinu í sumar og svo kom Night Falls Over Kortedala út stuttu seinna, en var búna rekast á þetta lag í live útgáfu áður. Finnst það eiginlega betra svona live með útskýringum og allri sögunni.

Intervention með The Arcade Fire

Veit eiginlega ekki hvað á að segja um þetta lag, en þessi live klippa sýnir kraftinn í bandinu og Wim sem frontara í ham.

Scenic World (Version) með Beirut

Uppáhaldslagið mitt með Beirut. Fannst útgáfan á Gulag Orkestar fín en það vantaði samt eitthvað. Það kom á EP plötunni.

Topp 5 lög ársins 2007 - Kristín Gróa

Að ætla að taka aðeins fimm lög af öllum þeim æðislegu lögum sem átt hafa hug minn allan þetta árið er geðveikislegt verk. Það er einhverra hluta vegna auðveldara að meta plöturnar því þá getur maður horft á heildarverkið en í tilfelli laganna þá henta mismunandi lög við mismunandi aðstæður, tilfinningar og tímabil. Þetta er því heiðarleg tilraun til að gera topp fimm lista þegar ég hefði helst viljað hafa hann topp fimmtíu.




5. The Arcade Fire - Intervention

Fimmta sætið er erfiðast því þar köttar maður af öll frábæru lögin sem komast ekki á listann. Eftir miklar vangaveltur hef ég þó komist að því að þessi hápunktur á annars frábærri plötu The Arcade Fire verði að vera á þessum lista þó það þýði að annars frábær lög eins og All My Friends, Phantom Limb, Melody Day, Bros o.fl. o.fl. komist ekki á lista.




4. Okkervil River - Our Live Is Not a Movie Or Maybe

Ég man varla eftir því að plata hafi byrjað með eins miklum hvelli. Þvílíkt opnunarlag! Trommurnar eru auðvitað alveg æðisgengnar og þegar Will Sheff hrópar "hú!hú!" þá er þetta bara búið.




3. Battles - Atlas

Þetta lag er öðruvísi en nokkuð annað sem ég hef heyrt. Þegar Vignir skámáglingur fór að hrópa á mig á msn einn daginn "þú verður að heyra þetta lag!!! það er best!!!" þá lét ég undan honum að gefa því séns og strax við fyrstu hlustun var ég alveg gobsmacked... og að reyna að sitja kyrr á meðan maður hlustar er bara vonlaus barátta. Útlimirnir fara bara ósjálfrátt að kippast til á fáránlegan hátt og það er góð tilfinning!




2. M.I.A. - Paper Planes


Ögrandi, umdeilt en um leið alveg rosalega fallegt lag. Samplið úr Clash laginu Straight To Hell er auðvitað algjör snilld en það eru byssuskotin og pengingakassinn sem gera útslagið og gera lagið ógleymanlegt. Það að MTV og fleiri hafi bannað byssuskotin er svo að missa pointið í laginu og öllu sem þar er verið að tala um að það er eiginlega alveg grátlegt.




1. The National - Fake Empire

Þetta er lag sem fær magann enn til að fara í rembihnút eftir marga mánuði í þéttri spilun. Varfærnislegt píanóintróið er ein besta byrjun á plötu lengi og svo tekur letilega röddin hans Matt Berninger við með orðunum Stay out super late tonight.... Það er einhver tilfinning í þessu lagi sem slær mig alveg út af laginu og það að lag geti látið mér líða svona verðskuldar toppsætið á listanum.

Thursday, December 27, 2007

Árslisti... hvaða árslisti?

Við getum auðvitað ekki látið það vera að gera eins og hinir og kasta fram okkar eigin árslistum. Það erfiða við það er að þar sem við skrifum þetta undir "topp 5 á föstudegi" þá getum við ekki annað en gert bara topp 5 árslista. Á morgun munið þið því fá að sjá topp 5 lög ársins að mati hvers okkar og eftir rúma viku verða það topp 5 plötur ársins.

Tuesday, December 25, 2007

Topp 5 indíjólalög - Vignir

5. Sufjan Stevens - Did I Make You Cry on Christmas
Jólaplöturnar hans Sufjan eru eitt það besta sem hann hefur gert á ferlinum sínum og eru þær nægilega margar til að halda manni í góðu jólaskapi án þess að fá ógeð af lögunum
4. Maus - Ég hlakka svo til
Svala Björgvins á skilið að fá fálkaorðuna fyrir að kenna fólki að nota orðið hlakka almennilega. Maus á skilið lof fyrir að covera lagið vel.
3. Dikta - Nóttin var sú ágæt ein
Virkilega falleg útgáfa af fallegasta íslenska jólalaginu.
2. Sufjan Stevens - That Was the Worst Christmas Ever!
Já, Sufjan á tvö lög á listanum en hann á það líka skilið
1. The Pogues - A Fairytale of New York
You're a bum
You're a punk
You're an old slut on junk
Lying there almost dead on a drip in that bed
You scumbag, you maggot
You cheap lousy faggot
Happy Christmas your arse
I pray God it's our last

GLEÐILEG JÓL!

Friday, December 21, 2007

indí jólalög - zvenni

"In popular music, independent music, often abbreviated as indie, is a term used to describe genres, scenes, subcultures, styles and other cultural attributes in music, characterized by their independence from major commercial record labels and their autonomous, do-it-yourself approach to recording and publishing."

"Christmas music or Christmas songs is a genre which is normally performed during the time period leading up to, and sometimes shortly past, Christmas. Christmas songs frequently are the focus of holiday themes directly taken from Christmas, but occasionally they have no content addressing the holiday, and instead focus on wintry themes. These songs recognizably fall into several different groupings, depending on both the time and melody of the songs."
Wikipedia.org

The Arcade Fire - A verry Arcade Xmas
Rakst á síðu með þremur jólalögum í flutningi Arcade. Samkvæmt henni eru þau tekin í íbúð Wim en hann þvertekur fyrir að hafa sungið neitt þeirra. Samt sem áður segir hann það hafa verið takmark söngvaranna að stæla söngsstíl hans í flutningnum.

The Christmas Song - Weezer
Weezer rokka að vanda.

That was the Worst Christmas Ever - Sufjan Stevens
Það er fáir listamenn sem geta gert jólalög sem eru jafngóð og venjuleg lög en súffi er einn af þeim.

Firecracker (on our way to a new years party) - Jens Lekman
Ókei...ekki beint jólajólalag en meira jóla/áramótalag...

Christmas Card From A Hooker In Minneapolis - Tom Waits

Tom Waits tel ég að megi flokka sem soldið indí listamann. Hann hefur alltaf farið sínar eigin leiðir, hoppað á mili útgáfufyrirtækja eftir hentisemi og átt það til að gera einnar plötu samninga við fyrirtæki svo hann haldi örugglega listræna frelsinu.
Hér flytur hann ljúfsárt lag í bréfaformi sem hefst á frásögn á högum ritarans. Í því skrifar hún um hvernig hlutirnir eru að ganga upp þrátt fyrir mótlæti fortíðarinnar. Er kemur að lokum bréfsins skiptir hún um gír og ákveður að segja sannleikann sem er ekki eins fögur lýsing og endar á að slá viðtakandann um lán.

Topp 5 indíjólalög - Kristín Gróa

Ég er kannski á hálum ís með "indí" skilgreininguna á þessum lista en ég held þó að þetta sleppi.

5. The White Stripes - Candy Cane Children


Einn rokkari til að byrja þetta. Ég ætla að fóðra indíið með því að þau hafi enn verið hjá indíútgáfu þegar þetta lag var tekið upp.

4. Mogwai - Christmas Song

Ótrúlega jólalegt lag þrátt fyrir að þetta sé Mogwai og þar með enginn söngur. Tilfinningin kemst alveg til skila þó orðin vanti.

3. Sufjan Stevens - Sister Winter

Ég get auðvitað ekkert sleppt því að hafa jólalagameistarann sjálfan á indíjólalistanum. Þetta lag er svo ótrúlega fallegt að það rétt hafði vinninginn framyfir That Was The Worst Christmas Ever! sem ber þó óumdeilanlega skemmtilegri titil.

2. Sally Shapiro - Anorak Christmas

Ítalódiskójól? Já takk!

1. Low - Just Like Christmas


Það er bara eitthvað í þessu lagi sem smellpassar inn í mig. Það er ljúfsárt og í raun ekkert um jólin en samt er það jólalegt með sleðabjöllum og öllu. Fyrst og fremst fallegt lag, jólaparturinn er algjört aukaatriði.

Thursday, December 20, 2007

Ha Ha Tonka


Önnur hljómsveit sem ég var að uppgötva eftir árslistalestur er hljómsveitin Ha Ha Tonka en platan þeirra Buckle In The Bible Belt er númer 15 á PopMatters listanum. Þetta minnir dálítið á Kings Of Leon, The White Stripes og Drive-By Truckers svo ef þið fílið eitthvað af þeim þá er um að gera að tékka á þessu. Á heimasíðunni þeirra stendur "foot stompin' indie rock" og ég get satt að segja ekki líst þessu betur... þetta er rokk, þetta er indí, þetta er suðurríkjasveitalegt með trúarlegum tilvísunum og svei mér þá ég fílaða!

Ha Ha Tonka - St. Nick On The Fourth In A Fervor
Ha Ha Tonka - Caney Mountain

Ha Ha Tonka á MySpace

Wednesday, December 19, 2007

Næsti listi...

Það eru að koma jól! Til að halda upp á það ætlum við að hafa jólalagalista á föstudaginn og þetta árið mega aðeins jólalög flutt af indíartistum vera á listanum. Þá liggur beinast við að spyrja "Hvað er indí?" en þar sem ég get illa svarað því þá býð ég ykkur í staðinn að horfa á þetta:

Blitzen Trapper


Nú eru öll vefritin að birta árslistana sína og það eru nokkuð skýrar línur í þessu þó listarnir séu engan veginn eins. LCD Soundsystem, M.I.A., Radiohead, Panda Bear, Battles, The Field, The National, Spoon, Animal Collective, Lil Wayne, Kanye West og Miranda Lambert skora í flestum tilfellum mjög hátt. Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa lista er að kynna mér þá tónlist sem hefur farið algjörlega fram hjá mér en skorar hátt á árslistunum.

Þar á meðal er hljómsveitin Blitzen Trapper frá Portland sem ég er alveg orðlaus yfir að ég skuli hafa misst af. Ég tók eftir henni á árslistunum og rak svo augun í plötuna þeirra Wild Mountain Nation í Skífunni í gær þannig að ég ákvað að ná í nokkur lög í gærkvöldi. Þetta lofar hreint út sagt mjög góðu og ég held ég drífi mig bara aftur í Skífuna í kvöld og fjárfesti í þessari plötu.

Blitzen Trapper - Wild Mountain Nation
Blitzen Trapper - Devil's A-Go-Go

Blitzen Trapper á MySpace

Monday, December 17, 2007

Loksins loksins Neil Young!


Mikið óskaplega er ég fáránlega glöð þessa stundina! Klukkan 8:57 sagði Zvenni mér að það væri að byrja miðasala á Neil Young tónleika í Kaupmannahöfn á slaginu 9. Í ofboði reddaði ég mér tveimur tónleikafélögum sem samþykktu það orðalaust að koma með mér og fimm mínútum seinna var ég búin að festa kaup á þremur miðum. Ég er sem sagt að fara að sjá sjálfan Neil Young spila á tónleikum 28. febrúar! Ég trúi þessu ekki! Eftir að ég fór á Bob Dylan tónleika í Gautaborg um páskana þá hefur það bara verið Neil Young sem var eftir á must-see listanum. Í tilefni dagsins skulum við hlusta á tvö lög með kallinum, annað af plötunni Chrome Dreams II sem kom út í haust og hitt af plötunni On The Beach sem kom út 1974.

Neil Young - Boxcar af Chrome Dreams II
Neil Young - For The Turnstiles af On The Beach

Daft Punk Alive 2007

Frönsku vélmennin í Daft Punk voru að gefa út fyrstu live plötuna sína nú á dögunum, Alive 2007. Er stykkið alveg frábært og skylda í eyrun á öllum dansipjökkum, dansipíum og forriturum.Ég er ekki á því að þessi plata sé skyldukaup fyrir alla yfirmenn í hugbúnaðargeiranum þar sem að þessi tónlist virðist auka afköst um helming í hið minnsta.

Platan flæðir alveg ótrúlega vel og greinilegt að Alive tónleikaferðin hafi alveg staðið undir hæpinu og hrósinu sem hún fékk. Platan hefur allavega hent Daft Punk inn á Top 3 listann minn yfir bönd sem ég verð að sjá áður en ég dey.

Ég set hérna inn tvö lög af plötunni. Ég var að spá að setja inn seinasta lagið á plötunni af því að það er það langbesta á plötunni en ég fattaði að það passar samt ekki alveg svona inn sem stakt lag þar sem að það er í raun endapunkturinn á þessum tónleikum og er hápunktinum náð þar og finnur maður ekki alveg 100% fyrir því ef maður hlustar bara strax á lagið. Þetta væri því eins og að fá þyrluferð upp á Mt. Everest, ekki það sama og að ganga þangað.

Daft Punk - Touch It - Technologic
Daft Punk - One More Time - Aerodynamic - Aerodynamic Beats - Forget About the World

Sunday, December 16, 2007

Topp 5 aksturslög - Vignir

Seini hálfvitinn...

5. Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick & Titch - Hold Tight
Uppáhalds aksturslagið mitt um þessar stundir en þetta heyrði ég í B-myndinni Death Proof eftir hans Quentin Tarantino. Lagið er notað í mjög subbulegu atriði en er samt virkilega gott lag. Ég læt hér atriðið fylgja með en það er bara fyrir þá sem hafa séð myndina annars gæti það verið eins og alnetsnjörðarnir segja: "spoiler"...

4. Future Sound of London - We Have Explosive
Allir sem hafa spilað Wipeout 2097 á fyrstu Playstation tölvunni hljóta að skilja þetta val.

3. Korn - Dead Bodies Everywhere
Þegar ég var í Kvennó var ég oft á rúntinum með vinum mínum. Við vorum oft á bílnum hans Kalla en hann var (og er) mikill græjukall og var alltaf með einhverjar nýjar græjur í bílnum sínum og hin og þessi bassabox. Þegar prófa átti græjurnar var þetta lag oft notað ásamt bassaplokkinu sem kemur á 0:21 í Freak on a Leash með sömu hljómsveit. Annars minnir þetta lag og önnur Korn lög mikið á þennan tíma. Korn, Kent, Placebo, Incubus, Depeche Mode tribute platan, U.N.K.L.E.,

2. Nine Inch Nails - Just Like You Imagined
Ég er mikið fyrir það að keyra einn og hlusta á mína tónlist rosa hátt. Þess vegna er rosalega auðvelt að biðja mig um að sækja einhvern á Keflavíkurflugvöll ef ég hef bara nógu góða tónlist með. Græjurnar í bílnum þurfa ekkert að vera góður, einu kröfurnar mínar eru þær að ég geti ekki heyrt í sjálfum mér syngja. Þetta lag fyllir alveg ótrúlega vel bílinn af hljóði og er með frábæra uppbyggingu.

1. Led Zeppelin - Whole Lotta Love
Hérna hefði getað staðið "Led Zeppelin - Hvaða lag sem er!" Annað hvert lag Led Zeppelin er besta aksturslag í heimi. Er hægt að nefna lög eins og Babe, I'm Gonna Leave You, Rock n Roll, Good Times Bad Times, Ramble On, Stairway to Heaven og Black Dog.
Ég valdi Whole Lotta Love af því að það er með eitt besta gítarriff sem til er í heimi hér en er reyndar með pínu downtime þegar allir eru í einhverri voðalegri psýkadelíu en svo á 3:01 byrja allir að tromma á stýrið sitt og hækka.

Topp 5 aksturslög - Krissa

Váá það er svo mikið af góðum aksturs- og roadtrip lögum til! Ég hefði getað valið 50 lög...eða jafnvel 100. Ákvað því bara að velja 5 lög sem ég tengi extra mikið við akstur af einhverjum ástæðum :)


The Postal Service - Such Great Heights

Við gerðum heiðarlega tilraun til að hlusta á Give Up með Postal Service þegar við vorum á leiðinni aftur til New York frá Montauk í janúar (hver fer til Montauk í janúar?!?). Það var svooo mikið myrkur og við vorum bara búin að fá smá pizzu að borða allan daginn (enda allt lokað í Montauk á veturna) þannig að þegar fyrstu tvö lögin voru búin bað Margrét okkur vinsamlegast að skipta um tónlist...hún var að keyra og hafði mestar áhyggjur af að hún myndi sofna undir þessu! Mér sem fannst það svo nice í myrkrinu...


Belle and Sebastian - Sukie in the Graveyard

Þetta er svona hressa lagið sem maður hlustar á þegar maður er að keyra í góðu veðri með skemmtilegu fólki í ævintýraleit :) Allavega man ég eftir að hafa sungið með þessu bæði í hringferðinni svaðalegu í fyrrasumar og þegar við fórum í stelpuferð á Aldrei fór ég Suður páskana 2005...báðar ferðirnar einkenndust af rosalega miklum akstri á rosalega litlum tíma, voru alveg hreint óbjóðslega skemmtilegar og lagið því vel viðeigandi!


Sufjan Stevens - Jacksonville

Jacksonville er fullkomið til að syngja og dilla sér með þegar maður er að keyra, innan- sem utanbæjar...


The George Baker Selection - Little Green Bag

Little Green Bag verður ævinlega aksturslag í mínum huga eftir að besti stóri bróðir í heimi ákvað að eyða smá tíma á sjó og leyfði mér, elstu litlu systurinni, að nota bílinn sinn óspart á meðan! Ég og grái Escortinn áttum óóótrúlega góðar stundir saman.

Einu sinni fór ég reyndar til Rvk á honum og þurfti að skrúfa niður við gjaldskýlið til að borga fyrir göngin og rúðan neitaði bara að fara upp aftur þannig að ég neyddist til að keyra í gegnum öll göngin með hálfopna rúðu. Og elsku litla krúttið eyddi svona á við meðal Hummer en mér var bara næstum alveg sama. Ég hafði aldrei átt bíl og mér fannst (og finnst) óendanlega gaman að keyra þannig að ég nýtti mér þetta óspart og einhvern veginn varð diskurinn sem byrjaði á Little Green Bag oftast fyrir valinu þegar ég valdi á hvað ég ætlaði að hlusta...æðislegt aksturslag!


Bright Eyes - Another Travellin' Song

Þetta lag er double trouble því það er bæði fullkomið syngja-með-aksturslag OG fullkomið hoe-down lag! Þessir tveir eiginleikar voru sameinaðir í fyrrasumar í roadtripi lífsins þegar hringurinn var keyrður á 2 sólarhringum, með 3 tónleikum, túristastoppum og almennum kjánaskap included!

Þetta lag var ansi oft sett á í þeirri ferð en best var skiptið sem við settum það á meðan við túristastoppuðum við Goðafoss á leiðinni frá Öxnadal til Borgarfjarðar eystri. Þá var hoe-downið tekið fyrir framan bílinn og uppskárum við þónokkur 'eru þau geðveik?' augnaráð fyrir. Það eru örugglega allavega 3 eldgamlir úgglendingar sem eiga kjána-hoe-down-dansi myndir af okkur í myndaalbúminu úti í Englandi og Þýskalandi en það er bara gaman. Verst að ekkert þeirra vildi vera með!
Fullkomið :)

Friday, December 14, 2007

Aksturslög - Zigs


Gestalistamaður vikunnar hefur átt tvær bifreiðar á ævi sinni og ekið í vel yfir áratug, hér er innlegg hans.


Það fer algjörlega eftir skapi hvað ég hlusta á í bílnum, allt frá Pink Floyd upp í argasta metal, en þessi lög klikka ekki:


You Can't Always Get What You Want - The Rolling Stones

Þetta lag lætur mér líða betur þegar ég lendi á enn einu rauðu ljósinu eftir að hafa verið fyrir aftan einhvern þrolla keyrandi á 50 á vinstri akrein milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

L.A. Woman – The Doors
Groovy lag. Roadhouse Blues kom einnig til greina en þetta varð fyrir valinu enda textinn mun betri.

Stargazer - Rainbow
Magnaður andskoti frá meisturunum Blackmore og Dio.


Turn the Page – Metallica

Lag frá 1973 eftir Bob Seger sett í nýjann og miklu betri búning. Bendi líka á lagið Astronomy eftir Blue Oyster Cult af sömu plötu (Garage Days) fyrir áhugasama.


Bohemian Rhapsody – Queen

Þegar margir eru saman komnir í bíl þá klikkar þetta lag ekki enda ómögulegt að syngja ekki með. Hver man ekki eftir atriðinu úr myndinni Wayne’s World?

Aksturslög - Zvenni

Bike - Pink Floyd

I've got a bike
You can ride it if you like
It's got a basket
A bell that rings
And things to make it look good
I'd give it to you if I could
But I borrowed it


Fyrsta almennilega reynsla mín við stýri ökutækis var á hjóli. Var átta ára er ég masteraði farartækið almennilega. Átti prýðis samstarf með því svo árum skipti.

The Passenger - Iggy Pop
I am the passenger
And I ride and I ride


Finn mig mikið í þessu lagi. Hef alltaf álitið mig meira sem farþega heldur en ökumann.

In the Backseat - The Arcade Fire
I like the peace
in the backseat,
I don't have to drive,
I don't have to speak,
I can watch the country side,
and I can fall asleep.


Sem farþegi er aftursætið afar þægilegt. Víðsfjarri áreitis umferðarinnar nýt ég landslags borga, bæja og sveita.

Magic Bus - The Who
Every day I get in the queue
To get on the bus that takes me to you
I'm so nervous, I just sit and smile
Your house is only another mile


Strætóinn, minn guli kafbátur, færir mig til og frá, í vinnu, í skóla, alls kyns ævintýri og heim aftur. Slappur, þreyttur, þunnur, skiptir ekki máli. Strætóinn sér um púlið. Minn helsti ökumáti.

Speeding Motorcycle - Daniel Johnston
Speeding motorcycle of my heart
Speeding motorcycle; always changing me
Speeding motorcycle, don't you drive recklessly
Speeding motorcycle of my heart


Ofsaakstur mótorhjóls hjarta míns þeytir mér áfram, veit sjaldan hvert það færir mig, hvar og hvort það stoppar. Hálfmeðvitundarlaus tel ég mér trú um að ég sitji við stjórnvöldin. Misskemmtilegt en aldrei litlaust.

Topp 5 aksturslög - Kristín Gróa

5. Deep Purple - Highway Star

Þetta er svona háhraða-þjóðvega-glannaaksturslag með kick-ass gítarsólói. Það er ekki hægt að hlusta á þetta og keyra á löglegum hraða.

4. Foghat - Slow Ride

Maður getur ekki alltaf farið hratt og þá er gott að hlusta á þetta lag til að viðhalda réttum krúshraða. Maður verður bara að passa sig að hunsa það að hversu tvíræður og sleazy textinn er...

3. Bright Eyes - Another Travelin' Song

Þetta er náttúrulega roadtrip lagIÐ! Svakalegasta roadtrip sem ég hef farið í var þegar ég fór með Krissu og Vigga hringinn á einni helgi og við náðum að sjá Sigur Rós tvisvar og Belle & Sebastian einu sinni. Þetta var pottþétt lag helgarinnar og ég get ekki lýst svipnum á þýsku túristunum við Dettifoss þegar við opnuðum allar dyr á bílnum, settum þetta lag í botn og dönsuðum svo kjánadans fyrir utan. Ahhh good times!

2. Modern Lovers - Roadrunner

Þegar ég er að keyra og hlusta á þetta lag þá gef ég ósjálfrátt í, lem höndunum í stýrið og geri bestu Jonathan Richman eftirhermuna mína. It ain't pretty but it sure is fun.

1. War - Lowrider

Þetta er og verður hið fullkomna aksturslag. Ég gleymi aldrei þegar við vorum fimm í amerískum kagga að rúnta ooooofurhægt um Kirkjubæjarklaustur og hlusta á þetta lag í botni. Það var í senn svo töff og svo hallærislegt.

Thursday, December 13, 2007

Come with us now on a journey through time and space...

...To the world of The Mighty Boosh



Þessir snillingar eru að fara að vera með live show aftur. Það er reyndar ekki fyrr en í október á næsta ári en pre-sale er að byrja!

Hver vill missa af tækifæri til að sjá Vince Noir laga hárið og Howard Moon detta í jazz juju...allt með eigin augum? Usss...

Ég er allavega strax farin að hlakka til að heyra Tundra Rap, Electro Boy og Mod Wolves live!

The Mighty Boosh - Electro Boy
The Mighty Boosh - Tundra Rap
The Mighty Boosh - Mod Wolves

Svo myndi ég ekkert gráta það ef Russell Brand léti sjá sig líka!

Wednesday, December 12, 2007

Topp 5 lög sem ég myndi covera - Krissa

Wintermitts – This City

Ákvörðunin um að setja þetta lag á topp5 litast kannski örlítið af því að ég er búin að hlusta svo óóótrúlega mikið á það síðustu daga en það er líka bara alveg óbjóðslega skemmtilegt í ofureinfaldleika sínum og það er pottþétt hægt að gera eitthvað skemmtilegt við það!


Nina Simone – Just in Time


Því þetta er bara svo unaðslega yndislega æðislega frábært lag!

og það er enn betra þegar maður er búinn að sjá Before Sunset lokaatriðið!!! :)

Beirut - Postcards from Italy

Því það er le AWESOME! Svo myndi ég reyna að blikka Zack Condon til að syngja það með mér...daddaraaa!

The The – This is the Day

Ég veit ekki alveg hvað er með allavega harmonikkuna hjá mér, fyrst Wintermitts og svo þetta. En ég myndi pottþétt prófa að gera einhverja voða fancy útgáfu af þessu því sú upprunalega er bara svo tacky en samt æðislega skemmtileg :D

Bright Eyes – First Day of My Life

‘Mitt lag‘ :)
„But I’d rather be working for a paycheck
Than waiting to win the lottery
Besides maybe this time is different
I mean I really think you like me”



ooog...

Carol of the Bells
Eitt auka í tilefni af því að það eru að koma jól :) Mér finnst tomandandy útgáfan reyndar bara nánast fullkomin þrátt fyrir að vera ekkert jólaleg en ég væri til í að prófa...

Jólagjöf frá Okkervil River


Það eru víst heitustu fréttirnar í dag að ein af hljómsveitum ársins, hin frábæra Okkervil River, var að setja saman coverlagasafn sem er hægt að ná í ókeypis á heimasíðunni þeirra. Húrra! Svona á að gera! Þeir kalla þetta Golden Opportunities Mixtape og þarna má finna sjö coverlög og eitt alveg orginal Okkervil River lag. Tracklistinn er:

1. April Anne eftir John Phillips
2. Simon Smith And The Amazing Dancing Bear eftir Randy Newman
3. I Want To Know eftir Charles F. Olsen og Ed Sanders
4. Do What You Gotta Do eftir Jimmy Webb
5. I Came Here To Say I'm Going Away eftir Serge Gainsbourg
6. The Blonde In The Bleachers eftir Joni Mitchell
7. Antarctica Starts Here eftir John Cale
8. Listening To Otis Redding At Home During Christmas eftir Will Sheff sjálfan
9. Solo eftir Sandy Denny

Eftir hverju eruði að bíða? Náið í þetta strax!

Monday, December 10, 2007

Lög sem ég myndi covera - Vignir

5 The Ramones - Beat on the Brat
Verður maður ekki að byrja þar sem að garðurinn er lægstur? Ég held að það sé fínt að byrja á Ramones og ég myndi velja Beat on the Brat sem er eitt uppáhaldslagið mitt með þeim.

4 Daft Punk - Technologic
Í minni útgáfu yrði þetta rólegt kassagítarslag með hægri uppbyggingu og myndi enda í algjöru psychedelic sýrutrippi sem myndi skilja hlustandann eftir hugsandi: "Hvað er á seyði í nútímasamfélaginu?!?"

3 Radiohead - No Surprises
Ég kann næstum því að spila stefið í þessu lagi. Einu sinni kunni ég það meira segja alveg næstum því, vantaði bara pínkupons upp á. Klárlega mitt lag.

2 Tricky - Overcome / Massive Attack - Karma Coma
Ég væri til í að gera enn eina útgáfu af þessu lagi. Líkt og með fyrri tilraunum myndi ég eingöngu halda textanum eftir, myndi jafnvel færa viðlagið til og svona en ég myndi passa að hafa vel grúvandi bassalínu.

1 Be Your Husband
Eina lagið sem ég hef coverað sjálfur. Mér fannst það takast bara frekar vel hjá mér og fékk ég vel borgað fyrir það gigg.

Sunday, December 9, 2007

Remix

Það er remix dagur í dag og ég á tvö remix til að deila með ykkur.


Það fyrra er Four Tet remix af Andrew Bird laginu Imatosis af plötunni hans Armchair Apocrypha. Ég er mjög hrifin af þessu remixi því það heldur andanum í laginu en setur samt nýtt twist á það.

Andrew Bird - Imitosis

Andrew Bird - Imitosis (Fourt Tet Remix)


Seinna lagið er Hot Chip remix af Gorillaz laginu Kids With Guns. Mér finnst upprunalega útgáfan reyndar ekkert það spes og remixið heillar mig ekki alveg heldur. Vandamálið er kannski að þetta er of augljóslega Hot Chip remix. Það hljómar nákvæmlega eins og ég bjóst við að það myndi hljóma en ég er ekki alveg viss um hvort það sé æskilegt. Eða hvað?

Gorillaz - Kids With Guns
Gorillaz - Kids With Guns (Hot Chip Remix)
EDIT remix linkurinn var bilaður en hefur verið lagaður!

Friday, December 7, 2007

Lög til að covera

Þetta eru ekki allt lög eða flytjendur í sérstöku uppáhaldi en lög sem gaman væri að covera og ef til vill reyna að gæða nýju lífi.


Faith Of The Heart - Diane Warren
Sama hvað aðrir segja þá hef ég trú á þessu lagi, flutningurinn og textinn er máski ekki upp á margar kartöflur en það er eitthvað við það, eittvað falið á bak við sem þarf að draga út í dagsljósið.

Fell In Love With A Girl - White Stripes
Langar að hægja og einfalda þetta lag, draga fram textann á einfaldari og tregameiri hátt. Yrði fínt akústik raul.

The Long Black Veil - Danny Hill
Hið endanlega Johnny Cash lag. Þó hann hafi ekki samið það hefur lagið öll einkenni hans, Glæpur, svik, dauði og eftirsjá. Hann syngur frá sjónarhóli manns sem hefur gert eittvað af sér en á samt sem áður samúð hlustandans. Dapurt, einlægt og ákaflega heillandi.

Vorkvöld í Reykjavík - Sigurður Þórarinsson / Evert Taube (í flutningi Gildrunnar)
Bara að gera heiðarlega (og líklega misheppnaða) tilraun til að halda í við rokkröddina í laginu er þess virði að takast á við það. Stemmningin í flutningnum er svo mögnuð að það hlýtur að vera massíf rokkupplifun að taka það.

jag ar inte arg - bob hund
Skil textann í raun ekki í þaula en þó nokkurn veginn, en það er einhver lágstemmdur en djúpur drami og dýpt í laginu, einhvers konar barnaleg viska.

Topp 5 lög sem ég myndi covera - Kristín Gróa

Lög sem ég myndi covera hafa það sameiginlegt að vera í uppáhaldi og þannig að ég geti virkilega sungið þau og jafnvel spilað (hvorugt er sjálfgefið).

5. Neil Young - Pocahontas

Ég ætti nú eiginlega að setja Heart Of Gold þar sem það er eina lagið sem ég get spilað skammarlítið á gítar en mér finnst þetta bara fallegra og get svo sem klórað mig fram úr því að spila það.

4. The Beatles - Long, Long, Long

Það sleppur að covera Bítlalag ef það er nægilega obscure til að það þekki það ekki alveg allir. Útgáfan af þessu lagi á hvíta albúminu er líka svo lágstemmd að maður tekur ekki beint eftir því hvað þetta er rosalega fallegt lag svo það er hægt að gefa því nýtt líf í ábreiðu.

3. Songs:Ohia - Peoria Lunch Box Blues

Meira að segja ég hlýt að geta sungið þetta betur... ekki það að stúlkan syngi þetta beint falskt en hún hefur allavega alveg rosalega spes söngrödd.

2. The Knife - Like A Pen

Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að það væri hægt að gera rosa töff acoustic útgáfu af þessu lagi. Ég á reyndar eftir að sannreyna það svo kannski verður það bara ömurlegt.

1. Fleetwood Mac - Storms

So I try to say goodbye my friend
I'd like to leave you with something warm
But never have I been a blue calm sea
I have always been a storm


Endum á downer. Sorglegt og hreinskilið breakup lag...

Áminning

Sæll, lesandi góður.

Ég vildi bara minna þig á að platan Magnýl með Botnleðju er ein besta plata íslenzka lýðveldisins.

Botnleðja - Ólyst
Botnleðja - Sónn

Wednesday, December 5, 2007

M.I.A. & Misha

Ég rakst á alternative útgáfu af laginu Paper Planes með M.I.A. í gærkvöldi og það er alveg frekar súrrealískt að hlusta á hana. Þetta er nefnilega alveg eins og albúm útgáfan nema það vantar byssusándið í kórusnum og hún syngur það í staðinn. Það hljómar ekkert smá skringilega... stúlkan hefur augljóslega fengið vitrun þegar hún ákvað að breyta þessu. Mér finnst byssuhljóðið einmitt gera þetta svo töff!

M.I.A. - Paper Planes (Alternate Version)

M.I.A. á MySpace (ekki fyrir flogaveika)



Annað lag sem mig langar að deila með ykkur er lag sem ég hlustaði dálítið mikið á í síðustu útlegð. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst þetta lag einhvernveginn smella. Hljómsveitin heitir Misha og ég veit svo sem ekki meiri deili á þeim en það er vel þess virði að tékka á þessu.

Misha - Scars


Misha á MySpace