Sunday, December 16, 2007

Topp 5 aksturslög - Vignir

Seini hálfvitinn...

5. Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick & Titch - Hold Tight
Uppáhalds aksturslagið mitt um þessar stundir en þetta heyrði ég í B-myndinni Death Proof eftir hans Quentin Tarantino. Lagið er notað í mjög subbulegu atriði en er samt virkilega gott lag. Ég læt hér atriðið fylgja með en það er bara fyrir þá sem hafa séð myndina annars gæti það verið eins og alnetsnjörðarnir segja: "spoiler"...

4. Future Sound of London - We Have Explosive
Allir sem hafa spilað Wipeout 2097 á fyrstu Playstation tölvunni hljóta að skilja þetta val.

3. Korn - Dead Bodies Everywhere
Þegar ég var í Kvennó var ég oft á rúntinum með vinum mínum. Við vorum oft á bílnum hans Kalla en hann var (og er) mikill græjukall og var alltaf með einhverjar nýjar græjur í bílnum sínum og hin og þessi bassabox. Þegar prófa átti græjurnar var þetta lag oft notað ásamt bassaplokkinu sem kemur á 0:21 í Freak on a Leash með sömu hljómsveit. Annars minnir þetta lag og önnur Korn lög mikið á þennan tíma. Korn, Kent, Placebo, Incubus, Depeche Mode tribute platan, U.N.K.L.E.,

2. Nine Inch Nails - Just Like You Imagined
Ég er mikið fyrir það að keyra einn og hlusta á mína tónlist rosa hátt. Þess vegna er rosalega auðvelt að biðja mig um að sækja einhvern á Keflavíkurflugvöll ef ég hef bara nógu góða tónlist með. Græjurnar í bílnum þurfa ekkert að vera góður, einu kröfurnar mínar eru þær að ég geti ekki heyrt í sjálfum mér syngja. Þetta lag fyllir alveg ótrúlega vel bílinn af hljóði og er með frábæra uppbyggingu.

1. Led Zeppelin - Whole Lotta Love
Hérna hefði getað staðið "Led Zeppelin - Hvaða lag sem er!" Annað hvert lag Led Zeppelin er besta aksturslag í heimi. Er hægt að nefna lög eins og Babe, I'm Gonna Leave You, Rock n Roll, Good Times Bad Times, Ramble On, Stairway to Heaven og Black Dog.
Ég valdi Whole Lotta Love af því að það er með eitt besta gítarriff sem til er í heimi hér en er reyndar með pínu downtime þegar allir eru í einhverri voðalegri psýkadelíu en svo á 3:01 byrja allir að tromma á stýrið sitt og hækka.

No comments: