Saturday, December 29, 2007

Árslisti - topp 5 lög ársins 2007 - Krissa

Aðeins of sein...hef ekkert komist í tölvu sökum flutninga og vesens :/ But here goes:

5. Battles - Atlas

Ég var bara blown away þegar ég heyrði þetta lag fyrst og verð það enn í hvert skipti sem ég heyri það, þrátt fyrir allt of allt of margar hlustanir! Eitthvað nýtt og spennandi


4. The National - Fake Empire

Eerie og fallegt allt í senn...Röddin hreint út sagt ótrúleg. Ég dett ennþá alltaf út þegar ég heyri þetta lag, þrátt fyrir fáranlega margar hlustanir, það er bara ekki hægt að hugsa um neitt annað meðan maður hlustar á það!

3. Okkervil River - Our Life Is Not A Movie Or Maybe

Hlustaði svo mikið á Black Sheep Boy að ég bjóst ekki við að grípa nýjustu plötuna strax. Ég skipti um skoðun um leið og ég heyrði fyrsta lag plötunnar...!!!


2. Arcade Fire - Intervention

Einn af hápunktum Arcade Fire tónleikanna sem toppfimm meðlimir sáu í sumar og hápunktur plötunnar...þetta er bara frábært lag í alla staði!


1. Beirut - Nantes

Ég elskaði elskaði elskaði Gulag Orkestar og með henni kom Zach Condon sér þægilega fyrir í hópi uppáhalds tónlistarmanna minna. Þegar hann svo minnkaði aðeins balkan áhrifin og bætti í staðinn við frönsk/ítölskum áhrifum á The Flying Clup Cup gulltryggði hann sæti sitt. Platan er enn betri en sú fyrri og ég er búin að spila hana allstaðar á þessu ári: í prófalestri, á ferðalögum, á laugardagskvöldum jafnt og mánudagsmorgnum...virkar jafn vel allstaðar og Nantes er bara extra gott :)

No comments: