Wednesday, January 2, 2008

CSS


Lag dagsins er Knife og er tileinkað honum Árna partíljóni sem hefur oft sungið það af mikilli tilfinningu við ákafa hrifningu nærstaddra. Ég verð að segja að CSS eiga ekkert í hann en ef maður vill hlusta á cover af þessu lagi þá dugar þessi útgáfa ágætlega svona þegar Árni er ekki við höndina. Svo er auðvitað alltaf pottþétt að hlusta á orginal lagið sem er alveg ótrúlega fallegt. Ég hugsa reyndar alltaf til þess þegar ég heyri þetta lag þegar söngvarinn í Grizzly Bear greip okkur glóðvolg á leiðinni í Iðnó og heimtaði að við fengjum okkur sopa af Jameson flöskunni hans. Good times!

CSS - Knife (Grizzly Bear cover)
Grizzly Bear - Knife

2 comments:

Anonymous said...

Ég þakka lagatilnefninguna...er bæði hrærður og klökkur.
En svona í framhaldi þá vil ég bara minna á að ég verð með kennslu í Orminum alla laugardaga í vetur á Dillon.
Áhugasamir...munið að mæta í flíkum sem þið haldið lítt upp á og ekki gleyma hönskunum!!!

Krissa said...

Bwahaha!!! Mæli þá með að samið verði við hjúkrunarfræðinginn um að vera viðstödd öll laugardagskvöld ;P