Monday, January 21, 2008

Laura Marling














Laura Marling er 17 ára stelpa frá Reading í Englandi og er að feta í fótspor þjóðsystra sinna í því að vera virkilega áhugaverð sóló söngkona. Hún er búin að vera að spila á gítar síðan hún var ponsi og er að fara að gefa út sína fyrstu plötu, Alas, I Cannot Swim á næstunni.

Þetta er alveg merkilega gott hjá henni, sérstaklega þegar maður hugsar til þess að hún er bara 17 ára. Ég held að þetta sé stelpa sem maður ætti allavega að hafa eitt auga á næstu ár.


Laura Marling - My Manic and I

Laura Marling - New Romantic

Laura Marling - Ghosts

Myndbandið við New Romantic:



Laura að spila New Romantic hjá honum Jools Holland



P.S.
Ég læt líka fylgja með hérna live upptöku frá hljómsveitinni Bell sem ég kann því miður ekki nein deili á. En þau taka hérna lokalagið af plötu Radiohead, In Rainbows, Videotape og renna síðan úr því og beint yfir í lagið Eraser af sólóplötu Thom Yorke. Spennandi stöff...

Bell - Videotape/The Eraser(live)

1 comment:

Kristín Gróa said...

Þetta hljómar mjög vel, mér finnst Ghosts sérstaklega flott. Ég vildi að ég hefði verið að gera svona tónlist þegar ég var 17 ára í staðinn fyrir að vera bara alltaf á rúntinum... svo uppbyggilegra!