Friday, January 18, 2008

Topp 5 lög til að þrífa við - Kristín Gróa

Í mínum huga þurfa þrifalög að vera upbeat því annars fer ég bara að grenja ofan í afþurrkunarklútinn yfir því hvað það sé ömurlegt að vera að þrífa. Svo er nú ekki verra ef tónlistin nær að yfirgnæfa ryksuguhljóðið...



5. Vitalic - No Fun
OK Cowboy (2005)

Eitt dansvænt lag til að byrja þetta. Það er gott að taka smá spastík þegar maður er að þrífa og líka bara ágætt að hafa ekki einhvern flókinn texta sem maður þarf að hlusta á en missir af vegna ryksugunnar. Svo er titillinn líka alveg við hæfi... mér finnst ekki gaman að þrífa. Ojj og ullabjakk.



4. Dizzee Rascal - Fix Up, Look Sharp
Boy In Da Corner (2003)

Mér finnst alveg við hæfi að hlusta á grime þegar maður er að þrífa. Þetta lag er líka alveg kreisí... takturinn fer alveg með mig þó hann sé einfaldur.



3. Nick Cave & The Bad Seeds - Supernaturally
Abbattoir Blues / The Lyre Of Orpheus (2004)

Hamagangurinn sem er í gangi hérna og "HEY! HO!" viðlagið gera þetta að hinu fullkomna þrifalagi. Maður getur alveg kýlt afþurrkunartuskunni út í loftið eins og maður meini það þegar maður syngur með þessu lagi.




2. Queens Of The Stone Age - You Think I Ain't Worth A Dollar, But I Feel Like A Millionaire

Songs For The Deaf (2002)

Suddi gerir þrifin þolanlegri, það er alveg staðreynd.



1. Fleetwood Mac - Second Hand News
Rumours (1977)

Enn held ég áfram að breiða út fagnaðarerindið um Fleetwood Mac. Þetta er dálítið stökk frá QOTSA en Rumours er sú plata sem ég set oftast á þegar ég er að þrífa og ég kemst alveg í gírinn þegar þetta lag byrjar plötuna með hvelli. Þetta er svo upbeat og peppandi að ég er farin að syngja í moppuskaftið áður en ég veit af.

1 comment:

Krissa said...

AHHH Dizzee Rascal vinur okkar YES!!! This just takes me back ;)