Friday, January 18, 2008

Topp 5 lög til að þrífa við - Erla Þóra

Hressleikinn er númer 1, 2 og 3 þegar kemur að lögum til að þrífa við. Lögin þurfa að vera það hress að þú getir dansað þegar þú ert að moppa, dillað þér þegar þú þurrkar af og tjúttað smá um leið og þú ryksugar.

5. John Farnham – Sadie (The Cleaning Lady)
Pant ekki vera Sadie!
“Can’t afford to get bored, dear old Sadie. Looks as though you’ll always be a cleaning lady”.
Skrambi hresst lag og ekki málið að dilla sér með því um leið og maður þrífur.

4. Led Zeppelin – D’yer Mak’er
The ultimate dilli-lag. Ef maður dillar sér ekki með þessu þá dillar maður sér ekki með neinu. Gott að skella þessu á þegar maður er að þurrka af.

3. George Baker – Little Green Bag
Þrifin verða taktfastari og ganga miklu hraðar fyrir sig við þetta lag. Það er ábyggilega vísindalega sannað einhverstaðar.

2. Man Man – Black Mission Goggles

Hressleiki! Man Man koma manni í gegnum þrifin. Mjög gott skúringalag.

1. Gogol Bordello – When The Trickster Starts A-Pokin (Bordello Kind of Guy)
Pottþétt múv að skella þessu á ef þú nennir bara ekki að standa upp úr sófanum og fara að þrífa. Hreinlega ekki hægt að sitja kyrr þegar maður hlustar og því fínt að eyða umframorkunni sem maður fær við hlustunina í að þrífa. Gold solid múv væri svo að skella Start Wearing Purple með Gogol á eftir þessu lagi. Þrifin verða búin áður en þessi 2 lög eru búin.

1 comment:

Kristín Gróa said...

Úff Gogol Bordello voru svo næst inn á lista hjá mér! Ég var reyndar að spá í Harem In Tuscany (Taranta) en þetta lag er náttla bara alveg jafn gott.