Tuesday, January 15, 2008

Old Time Relijun

Ég rakst á þessa hljómsveit um daginn og ég man alls ekki hvar það var.

Old Time Relijun er frá Olympia í Washington fylki Bandaríkjanna og eru búnir að vera starfandi síðan 1993. Þeir minna mig svolítið á rockabilly útgáfu af hinni yndislegu hljómsveit Man Man. Það eru frekar skiptar skoðanir um ágæti þessarar hljómsveitar en það litla sem ég er búinn að heyra af nýju plötunni Catharsis in Crisis finnst mér bara vera mjög skemmtilegt.

Það er líka önnur ástæða fyrir þessum pósti en það er að tilkynna næsta lista en það eru bestu lögin til að taka til við. Ég veit ekki um ykkur en Indestructable Life myndi alveg láta mig tuska hraðar.



Old Time Relijun - Indestructible Life!
Old Time Relijun - Liberation

1 comment:

Erla Þóra said...

Rockabilly útgáfa af Man Man?! Sounds goooood :)