Friday, January 11, 2008

Lokauppgjör 2007 - Vignir

Já, þá er bara að svara nokkrum spurningum...

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Þetta var aldeilis gott tónleikaár og margt skemmtilegt sem maður náði að sjá. Á Airwaves stóðu uppi tónleikar Deerhoof, !!! og Of Montreal. En bestu tónleikar sem ég sá voru án alls vafa Arcade Fire á Glastonbury hátíðinni. Frábær tónlist vel spiluð, gríðargóð sviðsframkoma og ótrúlega góð stemning á tónleikum. Að lifa er að syngja með einhverjum þúsundum viðlagið í 'Wake Up'.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Ég fór aðeins að hlusta meira á Bob Dylan á árinu sem hafði fengið að sitja á hakanum í einhvern tíma. Einnig fór ég að dýfa tánni aðeins í gamalt soul. Al Green fékk stundum að fara á fóninn og 'We're Having a Party' með Sam Cooke er gamla lag ársins! Svo setti ég Magnýl frekar oft á fóninn sem er alltaf sterkur leikur.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Plata Bloc Party, A Weekend in the City, voru mikil vonbrigði og kemst ekki í hálfkvisti við frumburðinn.
Modest Mouse á Glastonbury voru líka nokkur vonbrigði en því má nú bara kenna um greinilega þreytu í hógværu músunum.

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Panda Bear, nýju White Stripes plötunni, nýju Spoon plötunni og nýju Animal Collective plötunni, sem ég týndi.

5. Hver er bjartasta vonin?
Battles eiga ótrúlega góða debut plötu og eru því sterkir frambjóðendur í þetta. Hins vegar ætla ég að segja að Zach Condon og félagar í Beirut séu bjartasta vonin, því eftir tvær frábærar plötur er greinilegt að hér er mikilvægur unglingslistamaður á ferð. Svo má heldur ekki gleyma Flight of the Conchords sem komu virkilega sterkir inn!

6. Bónus: Hvaða mynd var með besta soundtrackið á árinu?
I'm not there kom út í fyrra en ég sá hana á þessu ári. Ég ætla samt að setja hana sem besta soundtrackið. Frábær Bob Dylan lög í flutningi mannsins sjálfs og leikaranna. Mér fannst mjög gaman að Christian Bale og svarta stráknum en Jim James úr My Morning Jacket stal senunni!

No comments: