Friday, January 11, 2008

Topp 5 spurningar ársins - zvenni.

Bestu tónleikar á árinu?
Það var mjög gaman að sjá loksins Who á Glastonbury og í miklu stuði þar að auki og svo Roger Waters í Prag. Jens Lekman var skemmtilegur er hann kom til Íslands í sumar en Arcade Fire voru samt sem áður toppurinn á árinu.

Hvaða gamla dót uppgötvaðirðu á árinu?
Daniel Johnston.

Mestu vonbrigðin?
Modest Mouse á Glastonbury voru ekki eins ofurkraftmiklir og ég var búinn að gera mér í hugarlund þó þeir hafi verið góðir. Var búna mikla þá ansi mikið fyrir mér. Bjóst eiginlega við sprengingu eða eitthvað álíka. Ætli vonbrigðin verði ekki að vera ég sjálfur fyrir að hafa verið þreyttur og farið heim að sofa á Airwaves er The Duke Spirit voru að spila. Var búna sjá þau á öflugum örtónleikum fyrr um daginn og hefði verið gaman að sjá meira af þeim.

Hveru ætlaðirðu að tjekka á en trassaðir?
Ætlaði að stúdera nýju plötur Animal Collective og Panda Bear betur en rétt náði að fá nasaþefinn af þeim í lok árs. Er að bæta fyrir það þessa dagana.

Bjartasta vonin?
Flight of the Conchords, brilljant gaurar með skondin lög sem hoppa á milli tónlistarflokka eins og þeir væru Beck. Tónlistarleg kamelljón með mikinn húmor.

Bónusspurning: Hvert myndirðu fara ef Nick Cave & Bad Seeds, Pixies, Tom Waits og bob hund bjóða þér öll í sitthvort sunnudagsbrunchið sama morguninn?
Pass.

No comments: