Wednesday, December 23, 2009

Sarpurinn

Af því að það eru nú að koma jól og svona þá ætla ég að skrifa pínu um eina af uppáhalds jólaplötunum mínum, en það er platan Ella Wishes You A Swinging Christmas.


Mér finnst það ekki skemmtilegt þegar útvarpsstöðvarnar byrja að blast jólalögum við hvert tækifæri frá því um miðjan október, mest megnis af því að það eru til svo rosalega mörg jólalög sem eru bara ótrúlega leiðinleg og léleg. Aftur á móti finnst mér mjög skemmtilegt að hlusta á skemmtileg og góð jólalög, og finnst þess vegna rosa gaman aðð hafa dottið niður á þessa plötu. Hérna tekur Ella Fitzgerald klassísk hátíðar og jólalög og setur þau upp í ofur flottan swing-stíl (eins og nafnið gefur til kynna!) Platan kom út árið 1960 og var pródúseruð af Norman Granz, sem er víst legend innan jazz-heimsins, ekki það að ég viti nokkur deili á honum... og held að það sé bara óþarfi að segja eitthvað meira um plötuna.

Þetta verður líklega síðasta færslan á þessu ári en Topp 5 mætir brakandi fersk 2010 með allskonar árslista áratugarlista og fleira fínerí, en hérna koma lögin:
This Christmas Song
Have Yourself a Merry Little Christmas
Let It Snow! Let It Snow! Let It Snow!
White Christmas

Tuesday, December 22, 2009

Plata mánaðarins (næstum því)


Planið var að birta síðustu færsluna fyrir plötu desembermánuðar í þetta sinn en þar sem við lentum í smá höfundarréttarviðvörunarveseni frá herra Dylan þá verður ekkert úr því!

Í staðinn ætla ég að deila með ykkur tveimur jólalagacoverum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og vil í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla! Sarpurinn mætir seinna í dag og svo byrjum við árið af fullum krafti föstudaginn 8. janúar með árslistunum okkar. Stay tuned!

Aberdeen City - Just Like Christmas (Low cover)
Asobi Seksu - Merry Christmas (I Don't Want To Fight Tonight) (Ramones cover)

Friday, December 18, 2009

Topp 5 textamisskilningur - Kristín Gróa

5. Cat Stevens - Wild World

Oh baby baby... Svanborg! í stað Ooh baby baby it's a wild world

Já ég og vinkona mín vorum geðveikt góðar í ensku þegar við vorum sjö ára.



4. Alice Cooper - Poison

I wanna love you but your hips are a little bit pointed í stað I wanna love you but your lips are venomous poison

Gæti verið stórhættulegt!



3. Robert Palmer - Addicted To Love

Might as well face it, you're a dick with a glove í stað Might as well face it, you're addicted to love

Hvernig er hægt að klúðra nafni lagsins? Ég veit það ekki en þetta er fyndið. Já og hversu awesome er að hafa afsökun fyrir að birta þetta geðveika myndband hérna?


2. Starship - We built this city

We built this city on the wrong damn road í stað We built this city on rock and roll

That cracks me up. Djöfuls bömmer!



1. Nouvelle Vague - Master and Servant

From opposable thumbs í stað From disposable fun

Ókei það er ekki að ég heyri ekki hvað hún er að syngja (þrátt fyrir hreiminn) heldur finnst mér hvernig hún segir "disposable fun" hljóma alveg eins og "opposable thumbs" og ég syng það þess vegna alltaf óvart með.

Topp 5 textamisskilningur - Georg Atli

Pælingin er að lista þau lög sem eftirminnilegast er að einhver hefur ruglagst í textaflutningnum (heyrt eitthvað annað en var sungið). Það merkilegast við þennann lista er kannski það að ég er bæði að setja Ace of Bace og Sálina Hans Jóns Míns hérna inn á síðuna, sem er ekki gott en það er samt í lagi af því það er fyndið.

5. Ace of Bace - All That She Wants

"Olajuwon, is a little baby...." og síðan hófst áratuga langt "beef" milli sænsku hljómsveitarinnar Ace of Bace og körfuboltakappans Hakeem Olajuwon (þessi nr. 34) sem sér ekki fyrir endan á í dag.



4. Wham - Careless Whisper

"Filthy feet have got no rhythm"

Þetta er gott að vita áður en maður reynir að bösta múv niðrí bæ.



3. Sálin - Orginal

"Það er ekki nóg, að hafa samfarir!"

Ætli það fari ekki bara soldið eftir því hvað það er sem þú ert að reyna að gera?



Fann ekki lagið sem ég setti á listann en öll lögin með Sálinni eru eins þannig að þetta hlýtur að duga

og já alveg rétt alvöru textinn í þessu lagi er " það er ekki nóg að hafa sannanir"

2. Europe - Final Countdown

"We're heading for penis!"

... eh.... nei, sko... það er eiginlega Venus! (sagt í annars hressandi sing-a-long-i)



1. Natalie Imbruglia - Torn

"I'm a leatherface, this is how I feel
I am cold and I am shamed..."

Þegar sæta og saklausa nágranna stelpan Natalie Imbruglia syngur um það hvernig það getur verið erfitt að vera "Leatherface" í daglegu lífi og samskiptum við annað fólk, ég held að allir geti fundið fyrir sársauka hennar, Þapð getur verið erfitt að vera hryllingsmyndaskúrkur...



Langar líka að benda á lagið um Hugleik Dagson (í staðinn fyrir titilsetninguna, hugsað með amerískum hreim) sem snillingarnir úr Mið-Ísland fundu.

Tuesday, December 8, 2009

Plata mánaðarins


Áfram höldum við að hlusta á undarlegustu jólaplötu síðari tíma, Christmas In The Heart með Bob Dylan. Ég var einmitt í Habitat um helgina og þar hljómuðu þessi sérkennilegu tónar en það var bara vinalegt og fólk virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Þetta er kannski ekkert svo skrítið í eyrum þeirra sem eru ekki miklir Dylan aðdáendur? Ég skal ekki segja.

Lag vikunnar er Have Yourself A Merry Little Christmas. Þetta lag var fyrst sungið af Judy Garland í söngvamyndinni Meet Me In St. Louis frá árinu 1944 en hefur í gegnum tíðina verið flutt af hundruðum ef ekki þúsundum tónlistarmanna.

Við skulum hlusta á upprunalegu útgáfuna og svo Bob Dylan útgáfuna (FJARLÆGT). Hvor þykir ykkur betri? ;)

Tuesday, December 1, 2009

Sarpurinn


Viðfangsefni Sarpsins í þetta sinn er sjötta og næstsíðasta plata bresku hljómsveitarinnar Blur sem heitir því stutta og laggóða nafni 13.

Platan kom út árið 1999 og með henni færðu Blur sig enn lengra frá britpoppinu en þeir höfðu gert með næstu plötu á undan, Blur. Þó sú plata hafi átt sína spretti þá er þessi mun heilsteyptari og kannski hafði samstarfið við pródúserinn William Orbit eitthvað um það að segja. Lögin sjálf eru nefnilega í raun mjög ólík innbyrðis en platan hefur þó eitthvað lím sem bindur þau saman. Besta lýsingin sem ég hef heyrt á því er að þarna sé einfaldlega loks að finna blur eða móðu sem hæfir hljómsveitarnafninu.

Ég man mjög skýrt eftir því að þegar ég rauk út í búð átján ára gömul að kaupa nýjustu afurð uppáhalds hljómsveitarinnar minnar og stakk henni í geislaspilarann þá helltust yfir mig þvílík vonbrigði að ég var gráti næst. Hvaða rugl var þetta? Þar sem ég átti nú engar fúlgur fjár á þessum tíma voru geisladiskakaup algjör lúxus og ég átti því til að þrjóskast við að hlusta á plötur þó mér þætti þær hundleiðinlegar við fyrstu hlustun. Þannig síaðist þessi plata smám saman inn í hausinn á mér og á endanum fattaði ég að hún var í raun ekkert hundleiðinleg heldur bara alveg frábær. Þetta sama átti svo eftir að gerast með Trompe Le Monde með Pixies en það er kannski bara efni í annan Sarp að tala um það.

Eins og ég sagði þá eru lögin á plötunni ansi ólík en vissulega eru smáskífurnar þrjár þau lög sem grípa mann fyrst og standa í raun upp úr sem eftirminnilegustu lögin. Platan byrjar á laginu Tender sem er í raun svakalegt byrjunarlag enda 7:40 á lengd og skartar heilum gospelkór í bakröddum.



Næsta smáskífa var Coxon lagið Coffe & TV. Síðasta smáskífan var hið rosalega fallega og persónulega lag No Distance Left To Run þar sem Albarn syngur um sambandsslitin við Elastica söngkonuna Justine Frischmann sem voru þá nýlega afstaðin. Ég þarf samt að viðurkenna að uppáhalds lagið mitt á plötunni er einhverra hluta vegna lagið Battle sem ætti eiginlega að týnast á miðri plötunni en kveikti samt í mér.