Friday, December 18, 2009

Topp 5 textamisskilningur - Georg Atli

Pælingin er að lista þau lög sem eftirminnilegast er að einhver hefur ruglagst í textaflutningnum (heyrt eitthvað annað en var sungið). Það merkilegast við þennann lista er kannski það að ég er bæði að setja Ace of Bace og Sálina Hans Jóns Míns hérna inn á síðuna, sem er ekki gott en það er samt í lagi af því það er fyndið.

5. Ace of Bace - All That She Wants

"Olajuwon, is a little baby...." og síðan hófst áratuga langt "beef" milli sænsku hljómsveitarinnar Ace of Bace og körfuboltakappans Hakeem Olajuwon (þessi nr. 34) sem sér ekki fyrir endan á í dag.



4. Wham - Careless Whisper

"Filthy feet have got no rhythm"

Þetta er gott að vita áður en maður reynir að bösta múv niðrí bæ.



3. Sálin - Orginal

"Það er ekki nóg, að hafa samfarir!"

Ætli það fari ekki bara soldið eftir því hvað það er sem þú ert að reyna að gera?



Fann ekki lagið sem ég setti á listann en öll lögin með Sálinni eru eins þannig að þetta hlýtur að duga

og já alveg rétt alvöru textinn í þessu lagi er " það er ekki nóg að hafa sannanir"

2. Europe - Final Countdown

"We're heading for penis!"

... eh.... nei, sko... það er eiginlega Venus! (sagt í annars hressandi sing-a-long-i)



1. Natalie Imbruglia - Torn

"I'm a leatherface, this is how I feel
I am cold and I am shamed..."

Þegar sæta og saklausa nágranna stelpan Natalie Imbruglia syngur um það hvernig það getur verið erfitt að vera "Leatherface" í daglegu lífi og samskiptum við annað fólk, ég held að allir geti fundið fyrir sársauka hennar, Þapð getur verið erfitt að vera hryllingsmyndaskúrkur...



Langar líka að benda á lagið um Hugleik Dagson (í staðinn fyrir titilsetninguna, hugsað með amerískum hreim) sem snillingarnir úr Mið-Ísland fundu.

3 comments:

Anonymous said...

Slow walking walter, the fire-engine guy.

"Smoke on the water."

Max said...

Not Found
Error 404

góður hugleikur!!!! FAILTRAIN

Sólveig og Georg said...

haha, já þetta var stórt fail, ég reyndi að embedda youtubefæl inn í hyperlink.... búinn að laga.