Monday, June 29, 2009

K-Os



Vantar allt sumarskap í þig? Tékkaðu þá á hinum kanadíska K-Os...hressleikinn uppmálaður alveg hreint! ;)

Random picks:
Superstarr, Pt. Zero af Exit
4-3-2-1 af Yes!
I Wish I Knew Natalie Portman af Yes!

Friday, June 26, 2009

Topp 5 spes rödd - Kristín Gróa

Við vorum greinilega öll of utan við okkur til að birta lista síðustu viku... ég var m.a.s. búin með minn en birti hann samt ekki! Rugl. Við skulum því líta á síðustu viku sem frí og hér koma mínar topp 5 spes raddir.


5. Nico - Ari's Song

Nico er ekki fölsk en manni finnst það samt sem er nokkuð magnað. Já og btw þá er þetta mögulega eitt af topp 5 skrítnustu lögum sem er að finna í tónlistarsafninu mínu.


4. Songs: Ohia - Peoria Lunch Box Blues

Önnur sérkennilega fölsk en samt ófölsk söngkona hér á ferð en það er enska tónlistarkonan Scout Niblett sem syngur þetta lag fyrir hann Jason Molina.


3. Clap Your Hands Say Yeah - Let The Cool Goddess Rust Away

Ég held að söngurinn hjá blessuninni honum Alec Ounsworth sé frekar sérkennilegur by choice heldur en af náttúrunnar hendi en það breytir því ekki að þegar hann syngur þá á gler það til að brotna.


2. Antony & The Johnsons - Knockin' On Heaven's Door

Antony Hegarty er með eina skrítnustu en jafnframt fallegustu rödd sem ég hef heyrt á upptöku.


1. Megas - Jónas Ólafur Jóhannesson

Það er merkilegt að bestu textar íslenskrar tónlistar séu sungnir á svo einkennilegan hátt að yfirleitt skilur maður ekki bofs... en kannski er það einmitt snilldin?

Friday, June 12, 2009

Topp 5 Various artists - Georg Atli

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég fór að hugsa um þennann lista var lagið Hallelujah eftri Leonard Cohen. Ég hætti svo við það að skrifa listann um það svona sjö sinnum (síðast í gær) og byrjaði listann allt öðruvísi svona fimm sinnum... en endaði einhvern veginn alltaf á þessu lagi aftur. Mér hefur alltaf þótt þetta lag mjög merkilegt, af ýmsum ástæðum og það hefur verið coverað mjög oft. Hérna koma þær sem mér finnst merkilegastar og bestar.

5. Bob Dylan (live)

Veit ekki alveg hvenær eða hvaðan þetta er tekið (skilst sem að þetta sé frá tónleikum í Montreal). Dylan tekur lagið og syngur það og spilar á sinn hátt. Samt er túlkunin á textanum sú sama og hjá Cohen, gott cover af Cohen...

4. Rufus Wainwright

Þetta er svo aldeilis öðruvísi en Bob Dylan, Rufus er klárlega meira stíliseraður og fágaður söngvari. Hann hefur einhvern falinn hroka í letilegri röddinni sem gerir lagið samt fallegt. Skemmtilegt hvernig hann snýr aðeins út úr laginu á þennann hrokafulla hátt og syngur ".. the holy duck, was moving too." Þetta er svo gott cover af Buckley útgáfunni... (Wainwright coverar Buckley að covera Cale að covera Cohen!)


3. Leonard Cohen

Ok hérna kemur svo orginallinn og er raðað í tímaröð (með næstu tveim lögum) því ég get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra.

Leonard Cohen samdi þetta lag og gaf það síðan út 1984 á plötunni Various Positions. Sagan segir að þetta lag hafi nánast gert Cohen bilaðann af því hann gat ekki klárað það (hann semur á sérstakan hátt, einblínir á gæði fremur en magn og getur víst ekki oft samið fleirri en eitt lag í einu) hann á að hafa skrifað næstum 90 vers af laginu og fyllt út tvær heilar stílabækur. Lagið er samið á þannig hátt að næstum hver sem er getur túlkað það á sinn hátt, yrkisefnið er í raun mjög óljóst og því nánast universalt. Hérna skil ég samt Cohen þannig að hann syngi um ást og kynlíf en snýr því út í trúarlegt stef á kaldlyndan og kaldhæðinn hátt:

You say I took the name in vain
I don't even know the name
But if I did, well really, what's it to you?
There's a blaze of light in every word
It doesn't matter which you heard
The holy or the broken Hallelujah


en hann er samt alltaf mannlegur og einlægur:

And even though it all went wrong
I'll stand before the Lord of Song
With nothing on my tongue but Hallelujah

... en aftur að versunum 90, þegar að Cohen flutti þetta lag á tónleikum fyrst eftir að platan kom út þá var það næstum aldrei þessi plötu útgáfa. Þá spilaði hann með lagið og "fiktaði" ein live útgáfan kom út á plötu sem heitir Cohen live og þá var textinn allt öðruvísi...


2. John Cale

John Cale fékk svo textabækurnar hans Cohens lánaðar til að gera lag fyrir tribute plötuna I'm Your Fan (orðaleikur!). Cale hafði víst heyrt Leonard Cohen flytja ein 15 erindi(!) á tónleikum og bað hann um að senda sér textann og Cohen sendi stílabækurnar tvær. Þar breytti hann laginu og skeytti samann texabrotum úr mörgum erindum. hann dró líka úr dramatískum kórnum og undirspilið varð einfaldað. Þessi útgáfa er í raun allt öðruvísi en upprunalega lagið. Þetta er orðið hin endanlega útgáfa af laginu. John Cale gerði lagið að sínu.
Hér syngur Cale um ást á einfaldann en sorglegan hátt, ástin er annaðhvort að dvína eða óendurgoldin.

"Love is not a victory march
It's a cold and it's a broken Hallelujah"

Það sem mér þykir sérstaklega merkilegt við þessa útgáfu er að hún er svo góð að meira að segja Leonard Cohen sjálfur tekur hana á tónleikum (Cohen coverar Cale að covera Cohen).

1. Jeff Buckley

Ég hef sett þetta lag á lista áður og á örugglega eftir að gera það aftur. Ef John Cale á hina einu sönnu útgáfu á laginu þá á Jeff Buckley hinn eina sanna flutning. Þetta er líklega besta cover heimsins. Hann skiptir píanóinu út og gítarinn kemur sterkur inn í staðinn. Þessi útgáfa breytir tilfinningu lagsins aftur, Cohen var þreyttur, bitur og kaldur, Cale var leiður og melankólískur en Jeff Buckley var nánast í trúarlegri bón um ást. Fullkomið (Buckley coverar Cale að covera Cohen)

Thursday, June 11, 2009

Lög vikunnar

Af því það er komið sumar og við þurfum öll eitthvað hressandi til að dilla okkur við í sólinni þá vil ég benda á tvö lög sem ég gleymdi alltaf að deila með ykkur.


Annað er með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club sem kemur frá London og samanstendur af fjórum mjög ungum strákum. Fyrsta platan þeirra sem mun bera nafnið I Had the Blues But I Shook Them Loose (sem er hugsanlega besta plötuheiti sem ég man eftir í augnablikinu) og kemur út núna í byrjun júlí. Þetta er minn contender sem roadtrip lag sumarsins 2009.

Bombay Bicycle Club - Always Like This


Seinna lagið er með indírokksveitinni Harlem Shakes sem koma frá Brooklyn og gáfu út sína fyrst plötu, Technicolor Health í mars síðastliðnum. Grípandi og skemmtilegt jájájá.

Harlem Shakes - Strictly Game

Friday, June 5, 2009

topp 5 karókí - Georg Atli

Karókí er fyndið.

5. Take on Me - Aha

Það er ótrúlega fyndið að hlusta á fólk rembast við háutónana í þessu lagi. Vont og óþægilegt en fyndið.

4. Solid - Asford & Simpson

80' dúettaslagari sem er skemmtilegt að með ofsalega undarlegan kafla þar sem báðir aðilar syngja:

The thrill is still hot
hot
hot hot
hot
hot
hot
hot.

rosa hratt og engin sem er ekki Nickolas Ashford, Valerie Simpson eða professional karókí syngjari nær þessu.

3. My Way - Sid Vicious

Flestir reyna að syngja Frank Sinatra útgáfuna af þessu en hljóma eins og Sid Vicious útgáfan... bara ekki á góðan hátt.

2. Schools Out - Alice Cooper

Klassískt í próflokadjamminu

1. Hey Jude - The Beatles

Bara af því að ég heyrði (oftar en einusinni)svo magnaða útgáfu af þessu lagi á Live Pub.


og svo eitt aukalag (af youtube) fyrir víetnamana fyrir ofan mig...

Topp 5 karókílög - Kristín Gróa


5. The Beatles - Revolution

Þetta lag kemst á listann fyrir það eitt að vera eina lagið sem ég man eftir að hafa sungið í karókí. Það var hvorki meira né minna en í karókíkeppni félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og ég verandi sérstakur unglingur ákvað að syngja þetta lag svona for the hell of it. Það er nú gaman að segja frá því að Rósa vinkona vann þessa keppni með öruggum flutningi á Let It Be en hún er núna besta söngkona sem ég veit um!

4. Harry Nilsson - Without You

Ég sé fyrir mér dauðadrukkinn mann í krumpuðum jakkafötum með bindið laust að bera ástarsorg sína á torg fyrir fullan sal af ókunnugu fólki.

3. Neil Diamond - Sweet Caroline

Tacky já, en fullkomið karókí.

2. Bonnie Tyler - Total Eclipse Of The Heart

Þetta lag minnir mig reyndar ekki á karóki heldur þegar ég og Heiða vinkona stóðum fyrir framan klósettið á Dillon og sungum úr okkur lungun og einhver strákasni fór að ausa yfir okkur skömmum fyrir að syngja með. Hei en við vorum á stálhælum og með ælæner og með Bonnie Tyler með okkur í liði svo hann var fljótur að lyppast niður.

1. Joan Jett - I Love Rock'n'roll


Girl power, gítarriff, singalong OG klappalong!