Af því það er komið sumar og við þurfum öll eitthvað hressandi til að dilla okkur við í sólinni þá vil ég benda á tvö lög sem ég gleymdi alltaf að deila með ykkur.
Annað er með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club sem kemur frá London og samanstendur af fjórum mjög ungum strákum. Fyrsta platan þeirra sem mun bera nafnið I Had the Blues But I Shook Them Loose (sem er hugsanlega besta plötuheiti sem ég man eftir í augnablikinu) og kemur út núna í byrjun júlí. Þetta er minn contender sem roadtrip lag sumarsins 2009.
Bombay Bicycle Club - Always Like This
Seinna lagið er með indírokksveitinni Harlem Shakes sem koma frá Brooklyn og gáfu út sína fyrst plötu, Technicolor Health í mars síðastliðnum. Grípandi og skemmtilegt jájájá.
Harlem Shakes - Strictly Game
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment