Friday, June 26, 2009

Topp 5 spes rödd - Kristín Gróa

Við vorum greinilega öll of utan við okkur til að birta lista síðustu viku... ég var m.a.s. búin með minn en birti hann samt ekki! Rugl. Við skulum því líta á síðustu viku sem frí og hér koma mínar topp 5 spes raddir.


5. Nico - Ari's Song

Nico er ekki fölsk en manni finnst það samt sem er nokkuð magnað. Já og btw þá er þetta mögulega eitt af topp 5 skrítnustu lögum sem er að finna í tónlistarsafninu mínu.


4. Songs: Ohia - Peoria Lunch Box Blues

Önnur sérkennilega fölsk en samt ófölsk söngkona hér á ferð en það er enska tónlistarkonan Scout Niblett sem syngur þetta lag fyrir hann Jason Molina.


3. Clap Your Hands Say Yeah - Let The Cool Goddess Rust Away

Ég held að söngurinn hjá blessuninni honum Alec Ounsworth sé frekar sérkennilegur by choice heldur en af náttúrunnar hendi en það breytir því ekki að þegar hann syngur þá á gler það til að brotna.


2. Antony & The Johnsons - Knockin' On Heaven's Door

Antony Hegarty er með eina skrítnustu en jafnframt fallegustu rödd sem ég hef heyrt á upptöku.


1. Megas - Jónas Ólafur Jóhannesson

Það er merkilegt að bestu textar íslenskrar tónlistar séu sungnir á svo einkennilegan hátt að yfirleitt skilur maður ekki bofs... en kannski er það einmitt snilldin?

2 comments:

Unknown said...

hey brilliant - lag um mig.

Krissa said...

Hahaha snilld!