Friday, June 5, 2009

Topp 5 karókílög - Kristín Gróa


5. The Beatles - Revolution

Þetta lag kemst á listann fyrir það eitt að vera eina lagið sem ég man eftir að hafa sungið í karókí. Það var hvorki meira né minna en í karókíkeppni félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og ég verandi sérstakur unglingur ákvað að syngja þetta lag svona for the hell of it. Það er nú gaman að segja frá því að Rósa vinkona vann þessa keppni með öruggum flutningi á Let It Be en hún er núna besta söngkona sem ég veit um!

4. Harry Nilsson - Without You

Ég sé fyrir mér dauðadrukkinn mann í krumpuðum jakkafötum með bindið laust að bera ástarsorg sína á torg fyrir fullan sal af ókunnugu fólki.

3. Neil Diamond - Sweet Caroline

Tacky já, en fullkomið karókí.

2. Bonnie Tyler - Total Eclipse Of The Heart

Þetta lag minnir mig reyndar ekki á karóki heldur þegar ég og Heiða vinkona stóðum fyrir framan klósettið á Dillon og sungum úr okkur lungun og einhver strákasni fór að ausa yfir okkur skömmum fyrir að syngja með. Hei en við vorum á stálhælum og með ælæner og með Bonnie Tyler með okkur í liði svo hann var fljótur að lyppast niður.

1. Joan Jett - I Love Rock'n'roll


Girl power, gítarriff, singalong OG klappalong!

No comments: