Tuesday, January 29, 2008

Næst: Kvenmannsnöfn

Já, í næsta lista munum við taka fyrir lög sem að hafa kvenmannsnöfn í titlinum.

Í vikunni eftir munum við svo taka fyrir lög sem hafa karlmannsnöfn í titlinum.

Hlýðum því á grunge hljómsveitina hans Hómers syngja um hana Marjorie í laginu 'Margerine'

Monday, January 28, 2008

Jimmy!


Þar sem ég fer á framandi slóðir á morgun og verð í burtu alla næstu viku (Færeyjar here I come...) þá er ekki úr vegi að henda inn einni færslu fyrir svefninn. Heitasta lagið á músíkbloggunum þessa dagana er útgáfa of Montreal af laginu Jimmy sem flestir þekkja betur í flutningi M.I.A. á plötunni Kala. Mörgum finnst lagið stinga í stúf á plötunni og ég get svo sem tekið undir það en það er skemmtilegt engu að síður og útgáfa of Montreal er líka mjög góð. Lagið er reyndar ekki upprunalegt M.I.A. lag heldur var það upphaflega flutt af indversku poppsöngkonunni Parvati Khan í Bollywood myndinni Disco Dancer árið 1983. Mér finnst allar útgáfurnar góðar en það sem er virkilega óborganlegt er atriðið í kvikmyndinni...



of Montreal - Jimmy
M.I.A. - Jimmy
Parvati Khan - Jimmy Jimmy Jimmy Aaja
Bónus: M.I.A. feat. M.anifest (Muja Messiah's Louder Than Bombs Edit) - Paper Planes

of Montreal á MySpace
M.I.A. á MySpace
M.anifest á MySpace
Muja Messiah á Myspace

Friday, January 25, 2008

Topp 5 nostalgíulög - Krissa

5. Underworld - Born Slippy

Ég man ennþá eftir að hafa keypt smáskífuna með þessu lagi í sumarfríi úti í Englandi hlustað á hana u.þ.b. 24/7 restina af fríinu. Ég man eftir að hafa legið með headphones yfir hausnum og hlustað aftur og aftur og náð textanum. Ég man líka hversu glöð ég varð alltaf þegar myndbandið kom á MTV á nóttunni. Og ennþá glaðari þegar ég dró tólf ára systur mína á Trainspotting þegar hún kom í bíó og lagið hljómaði undir endaatriðinu! Ég fæ ennþá alltaf kjánaglott út að eyrum þegar ég heyri þetta lag og langar að vera smástelpuskotin í Johnny Lee Miller og Ewan McGregor, horfa á Trainspotting á repeat á VHS, langar í fjölskyldufrí til Englands...og bara almennt að vera 14 ára aftur.

4. Nirvana - Love Buzz

Vá nostalgía! Í hvert skipti sem ég heyri þetta lag dett ég aftur í að vera ástfanginn 10. bekkingur, hangandi öllum stundum með kærastanum, hlustandi á Bleach. Þetta er ennþá eitt af uppáhalds Nirvana lögunum mínum.

3. The Cure - Boys Don't Cry

Fyrsta lagið sem ég man eftir að hafa heyrt með The Cure. Ég var örugglega bara pínulítil og heyrði það í útvarpinu heima eða eitthvað en það hefur greinilega setið í mér því alltaf þegar ég heyri þetta lag fæ ég óstjórnlega löngun til að dansa og syngja með og vera almennt eins og ófeiminn krakki :)

2. Dire Straits - Walk of Life

Stóri bróðir tók út eitthvað æði fyrir Brothers in Arms þegar ég var bara pons þannig að ég var alltaf að hlusta með. Mér finnst Walk of Life pínu vera lag okkar systkinanna þannig að ég verð alltaf sjálfkrafa glöð þegar ég heyri það. Svo skemmir ekki fyrir að videoið við lagið er 80s hallærislegt út í hið óendanlega! :)

1. Client feat. Carl Bârat - Pornography

Þetta er eitt af lögunum okkar Kristínar. Þetta er lag ársins 2005, árið sem við vorum saman öllum stundum, árið sem við vorum munaðarlausar um páskana en héldum þá hátíðlega saman á gömlu Freyjunni uppdressaðar yfir indverskum mat, árið sem við uppgötvuðum frosnar margarítur, árið sem við fórum fyrst á Glastonbury og vonuðum að Carl myndi hoppa upp á svið með Client, árið sem við áttum fullkomna túristahelgi í höfuðborg Íslands, árið sem við fórum í roadtrip til Ísafjarðar, árið sem við bjuggum til eldrauðan varalit og fórum svo uppdressaðar á 11una (af öllum stöðum) að sjaldan hefur annað eins sést...þetta lag stendur fyrir góða tíma og frábæra stelpu.

Topp 5 Nostalgíulög - Vignir

Röðin í þessum lista er að þessu sinni sjálfsævisöguleg :)

5.Dire Straits - So Far Awa
Ég sagði seinast að þetta hefði verið uppáhalds platan hans pabba míns á 9. áratugnum. Alltaf þegar ég heyri einhver lög af þessari plötu þá minnir það mig strax á það að vera lítill og hangsa eitthvað með pabba. Sitja í jeppanum hans á meðan hann reifst við verkstjóra og eftirlitsmenn. Good times :)

4.Michael Jackson - Smooth Criminal
Þetta var besta lag í heimi þegar ég var lítill. Mér var svo alvara með það hvað mér fannst þetta vera gott lag að ég setti þetta sem 'uppáhalds lagið mitt' í skóladagbókinni minni.

3.Guns n Roses - Live And Let Die
Þegar ég heyri einhver lög frá Guns n' Roses hugsa ég til þess að hafa verið með þetta á fullu blasti í stofunni með Ísleifi frænda og spilandi með á tennisspaða, ryksugustöng eða eitthvað sem mögulega gat notast sem gítar.

2.Tricky - Overcome

Þegar ég heyri Maxinquaye plötuna þá fæ ég alltaf nett nostalgíukast eftir Kópavoginum og húsinu okkar þar. Þetta minnir mig á seinustu árin í grunnskólanum og fyrstu árin í framhaldsskóla. Umbrotsár í lífi hvers manns.

1.Godspeed You! Black Emperor - Moya

Godspeed mun alltaf minna mig á Kvennaskólaárin mín. Þarna byrjaði maður að grafa aðeins meira eftir tónlistinni sem maður var að hlusta á. Napster kom á svæðið og maður hlustaði á fullt af tónlistarstefnum sem maður vissi ekki einu sinni að væru til. Ef ég hefði átt skóladagbókina enn á þessum tíma hefði ég sett Godspeed sem 'uppáhalds hljómsveitin mín.

nostalgíulög - zvenni

Stars of Track and Field (af If You're Feeling Sinister) - Belle & Sebastian
Blankur í köben án kennitölu í leit að vinnu. Flakkaði um í strætó nartandi í samloku með spægipylsu sem var uppistaða fæðunnar þann mánuðinn og hlustaði á þessa plötu. Góð plata að hlusta á er framtíðin virkar óráðin og ögn ískyggileg.

De Smukke Unge Mennesker - Kim Larsen
Er átta ára í fjölskylduteiti til heiður Millu frænku frá Esbjerg. Bláar öldósir, danskir ostar, Kim Larsen á fóninum og allir yfir þrítugu blístrandi og syngjandi á framandi tungumáli.

Song 2 - Blur
Hálfharðnaður táningur með árna, skara og gísla á fyrstu æfingunni í bílskúr í klausturhvamminum. Ýmislegt reynt en Song 2 var það eina sem hljómaði ögn skiljanlega. Mikill kraftur og bjartsýni í loftinu.

Twist and Shout - Bítlarnir
Hef ekki verið meira en sex ára er við bræðurnir uppgötvuðum þetta lag en þá komust bítlarnir í uppáhald ásamt Fyrr má nú aldeilis fyrrvera með Halla & Ladda. Magnaðir tímar.

Perfect Day - Lou Reed
Upplifði ánægjulegan vetrardag í Berlín með samleigjendum mínum.
Mölluðum sangríu sem var drukkin í garði, gáfum dýrum að éta, fórum í bíó og svo heim og hlustuðum á Transformer.
Fínn dagur.

Topp 5 nostalgíulög - Kristín Gróa


5. Blur - Yuko & Hiro

Lag af hinni vanmetnu plötu The Great Escape sem ég gleypti í mig á unglingsárunum, nýbúin að uppgötva Blur og yfir mig ástfangin af Damon Albarn. Þetta var fyrsta lagið sem ég pikkaði sjálf upp á píanóinu og ég spilaði það svo oft að mér finnst ég vera aftur fjórtán þegar ég heyri þetta.


4. Pixies - U-Mass

Ég var í hljómsveit á framhaldsskólaárunum og við komum einu sinni fram á kaffihúsakvöldi í skólanum. Ég sá um að lemja kúabjölluna í þessu lagi og fannst ég standa mig nokkuð vel. Það var ekki fyrr en eftir á að einhver sagði mér að ég hefði staðið á bak við sviðstjaldið og það eina sem sást var kúabjallan og einhver dularfull hendi sem sló á hana. Ég fæ enn smá kjánahroll þegar ég heyri þetta lag.


3. Desmond Dekker - The Israelites

Ég á svo ótrúlega sterka minningu um þetta lag frá Glastonbury 2005. Ég og Krissa vorum að þvælast um markaðssvæðið, hundleiðar á því að vaða drulluna upp að hnjám þegar við ákváðum að skoða inn í einn básinn. Um leið og við stigum inn byrjaði þetta lag að spilast og innan skamms voru allir í búðinni farnir að dilla sér og brosa til hvors annars. Ég man ég hugsaði "ég er á fokking glastonbury... hverjum er ekki sama um smá drullu?".


2. Neil Young - Only Love Can Break Your Heart

Minnir mig á háskólaárin og þá sérstaklega þegar ég var að læra undir tölfræðipróf heima hjá bróður mínum og setti After The Goldrush af rælni í spilarann til að reyna að lina þjáningarnar. Ég hef verið heltekin af Neil Young síðan.


1. Nouvelle Vague - Too Drunk To Fuck

Ég bakka um sirka þrjú ár í hvert skipti sem ég heyri þetta lag. Ég og Krissa vorum alltaf á gömlu Freyjunni fyrir djamm (sem var frekar oft) og áður en við fórum út var skylda að hlusta á þetta og Pornography með Client. Rosalega margar margarítur og rosalega mikið af góðri tónlist... þetta var æðislegur tími.

Wednesday, January 23, 2008

Illinois & Keren Ann


Ég hef verið á leiðinni að skrifa um hljómsveitina Illinois í margar vikur en svo gleymi ég því alltaf og skrifa bara um eitthvað annað. Þessi sveit samanstendur sem sagt af fjórum gaurum sem eru ekkert frá Illinois heldur Pennsylvaníu og spila indírokk. Þeir gáfu út EP plötuna What The Hell Do I Know? á síðasta ári og þó þetta sé kannski ekkert groundbreaking frumlegt þá fíla ég það.

Illinois - Alone Again

Illinois - Screendor

Illinois á MySpace


Úr því ég er byrjuð þá er ekki úr vegi að minnast á söngkonuna Keren Ann sem við þekkjum kannski sem samstarfskonu Barða Jóhannssonar í Lady & Bird. Ég kann svo sem ekki mikil deili á stúlkunni en hún gaf út plötuna Keren Ann í fyrra og þar má finna lagið Lay Your Head Down sem er ansi huggulegt og með klappi sem skemmir sjaldan fyrir.

Keren Ann - Lay Your Head Down

Keren Ann á MySpace

Like the city in Alaska?

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að ég er ekki fyrsta manneskjan til að segja þetta en VÁ hvað tónlistin í Juno er rugl flott! Fór semsagt á hana um helgina og soundtrackið er búið að vera á repeat hjá mér síðan. Garden State soundtrackið er búið að vera í uppáhaldi en þetta slær það svo auðveldlega út.

Lagavalið er hárrétt blanda af gömlu og nýju. Kimya Dawson á næstum helming þeirra, 5 solo og 3 með hljómsveitum sem hún er í, Antsy Pants og The Moldy Peaches. Svo er góður slatti af gömlu dóti inn á milli, The Kinks, The Velvet Underground, Mott the Hoople og Buddy Holly...og svo Belle and Sebastian! Skvít! Og lögin eru ekki bara frábær heldur smellpassa þau svo inn í myndina að manni finnst bara eins og þau hefðu getað verið skrifuð fyrir hana.

Ég man bara aldrei eftir að hafa heyrt minnst á Kimya Dawson áður en núna er ég með röddina á heilanum og skil ekkert í því að vera ekki búin að hlusta á hana nonstop! Hvar annars staðar heyrir maður t.d. svona gæðatexta:

"I like boys with strong convictions
and convicts with perfect diction
underdogs with good intentions
amputees with stamp collections"

"Call me up before you're dead
We can make some plans instead

Send me an IM, I'll be your friend"

Þannig að mér finnst að allir ættu að gera sér þann greiða að tékka á Juno... :)

Kimya Dawson - Tire Swing
Antsy Pants - Tree Hugger
The Moldy Peaches - Anyone Else But You
Michael Cera & Ellen Page - Anyone Else But You
The Kinks - A Well Respected Man
The Velvet Underground - I'm Sticking With You



Og while I'm at it, skyldulesning: Love is a Mixtape. Sérstaklega ef maður er lovey dovey tónlistarnörd. Hver kafli byrjar á mixtape lagalista...það væri awesome að vera búin að verða sér úti um öll lögin, setja saman playlista og hlusta á meðan maður les kaflann. Jább!

Tuesday, January 22, 2008

Hot Chip


Knáu Bretarnir í Hot Chip eru að fara að gefa út sína þriðju breiðskífu 4. febrúar næstkomandi. Platan kemur til með að heita Made In The Dark og ég er bara orðin ansi spennt fyrir að heyra hana. Það sem ég hef heyrt lofar góðu þó ég eigi aðeins eftir að melta það almennilega en það er svo sem lítið að marka fyrr en maður heyrir gripinn í heild. Ekki nóg með að þeir séu að gefa út nýja plötu heldur hefur veraldarvefurinn verið gjörsamlega morandi í remixum og coverum eftir þá upp á síðkastið (Caribou, Ladytron, Junior Boys, !!!, QOTSA, Scissor Sisters, Gorillaz, Amy Winehouse...) sem eru sum hver bara skrambi flott. Mér finnst coverið á Matthew Dear laginu Don And Sherri sérstaklega vel heppnað og mæli alveg með því.

Hot Chip - Made In The Dark af Made In The Dark
Hot Chip - One Pure Thought af Made In The Dark
Hot Chip - Don and Sherri (Matthew Dear Cover)

Monday, January 21, 2008

Laura Marling














Laura Marling er 17 ára stelpa frá Reading í Englandi og er að feta í fótspor þjóðsystra sinna í því að vera virkilega áhugaverð sóló söngkona. Hún er búin að vera að spila á gítar síðan hún var ponsi og er að fara að gefa út sína fyrstu plötu, Alas, I Cannot Swim á næstunni.

Þetta er alveg merkilega gott hjá henni, sérstaklega þegar maður hugsar til þess að hún er bara 17 ára. Ég held að þetta sé stelpa sem maður ætti allavega að hafa eitt auga á næstu ár.


Laura Marling - My Manic and I

Laura Marling - New Romantic

Laura Marling - Ghosts

Myndbandið við New Romantic:



Laura að spila New Romantic hjá honum Jools Holland



P.S.
Ég læt líka fylgja með hérna live upptöku frá hljómsveitinni Bell sem ég kann því miður ekki nein deili á. En þau taka hérna lokalagið af plötu Radiohead, In Rainbows, Videotape og renna síðan úr því og beint yfir í lagið Eraser af sólóplötu Thom Yorke. Spennandi stöff...

Bell - Videotape/The Eraser(live)

Saturday, January 19, 2008

Ung í hjarta

Hópur eldri borgara að taka Sonic Youth lagið Schizophrenia.

Friday, January 18, 2008

Topp 5 tiltektarlög - Vignir

Þegar ég tek til þá þarf ég að hafa mikið stuð í kringum mig. Þessvegna set ég oft mjög hressa tónlist á enda á ekki að vera leiðinlegt að taka til að óþörfu. Þótt að listinn sýni það ekki þá lendir oft metall í hlustun hjá mér. Það er t.d. mjög gott að taka til undir ...and Justice For All eða hressum slögurum með Opeth.

5. Feist - I Feel it All
Það er frekar kjánaleg ástæða fyrir því að ég er með þetta lag á listanum en ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum alla vikuna og ég er einnig búinn að vera með þennan lista á öðru heilahvelinu alla viku. Þetta olli samruglingu sem olli því að ég er búinn að vera að raula: "I Clean It All, I Clean It All" alla viku.

4. Maximo Park - Postcard of a Painting
Árið 2004 kom alveg fullt af hressleikarokki frá Bretlandseyjum: Maximo Park, Futureheads, Franz Ferdinand og Dogs Die in Hot Cars svo dæmi séu nefnd. Þessar hljómsveitir gerðu rosalega góð tiltektarlög og ef maður hendir saman playlista með þeim verður tiltektin barasta mjög hress skemmtileg.

3. Man Man - Banana Ghost
Eftir að ég flutti inn til minnar heitelskuðu þá verður tiltektin oft að samvinnuverkefni. Þar af leiðandi verður tónlistin sem spilar undir að falla að eyrum allra íbúa. Þetta hefur sína kosti og galla. Ekki má lengur setja Lamb of God en hinsvegar koma upp nýjar hugmyndir sem manni hefði kannski ekki dottið í hug. Auk þess þá er líka til fullt af góðri tiltektartónlist sem að báðir aðilar hafa gaman af og bera jafnvel sameiginlegar tilfinningar til. Dæmi um þetta er hljómsveitin Man Man sem við uppgötvuðum svo skemmtilega saman í úgglandaferð.

2. Tina Turner - I Can't Stand the Rain
Þegar pabbi fór að taka til þá fór alltaf Live platan með Tinu Turner á fóninn. Þessi plata og Brothers in Arms plata Dire Straits voru uppáhalds plötur pabba á þessum tíma. Ein af mín elstu minningum er einhvern laugardaginn þegar verið var að taka til og pabba vantaði diskinn. Hann átti þó þessa tónleika á VHS spólu en hann var þá búinn að tengja hljóðið við stofugræjurnar. Svo stóð hann stoltur fyrir framan slökkt sjónvarpið og montaði sig yfir því að geta hlustað á hljóðið á spólunni án þess að þurfa að kveikja á sjónvarpinu. Ég held að þetta sé það tæknilegasta sem ég hef séð hann gera.

1. At the Drive-In - Arcarsenal
Relationship of Command er all-time uppáhalds tiltektarplatan mín og fær hún lang oftast að fara á fóninn þegar taka á til. Það er svo mikill kraftur í þessari plötu að hann smitar alveg rosalega og maður vaskar upp eins og enginn sé morgundagurinn. Svo getur maður líka öskrað með óskiljanlegum textunum og fengið fínustu útrás!

Tiltektarlög - zvenni

Burtséð frá smekk og gæðum hefur ólík tónlist mismunandi áhrif á mannveruna. Þegar ég var krakki spilaði kennarinn minn klassíska tónlist í kennslustofunni á mánudagsmorgnum til að róa bekkinn niður. Ég gæti vel trúað að það sé eitthvað til í því.
En þegar á að taka til hendinni held ég að taktfastari og meira ögrandi músík hjálpi.

Kick It - Peaches og Iggy Pop

Hresst lag til að komast í ham.


Sugar - System of a Down

Drifkraftur, hasar og læti. Gott á erfiða bletti.

Hyper Cleaner- Cleaning Women

Finnarnir í Cleaning Women með hljóðfæri búin til úr þvottagrindum, vírum og alls kyns smádóti sem kemur í ljós við góða tiltekt.

Skítapakk - Dr. Spock

Öskrar á að heimilið sé tekið í gegn.

100% - Sonic Youth

Gott band til að ryksuga við. Suguvælið passar líka ágætlega við surgleik bandsins.

Topp 5 lög til að þrífa við - Kristín Gróa

Í mínum huga þurfa þrifalög að vera upbeat því annars fer ég bara að grenja ofan í afþurrkunarklútinn yfir því hvað það sé ömurlegt að vera að þrífa. Svo er nú ekki verra ef tónlistin nær að yfirgnæfa ryksuguhljóðið...



5. Vitalic - No Fun
OK Cowboy (2005)

Eitt dansvænt lag til að byrja þetta. Það er gott að taka smá spastík þegar maður er að þrífa og líka bara ágætt að hafa ekki einhvern flókinn texta sem maður þarf að hlusta á en missir af vegna ryksugunnar. Svo er titillinn líka alveg við hæfi... mér finnst ekki gaman að þrífa. Ojj og ullabjakk.



4. Dizzee Rascal - Fix Up, Look Sharp
Boy In Da Corner (2003)

Mér finnst alveg við hæfi að hlusta á grime þegar maður er að þrífa. Þetta lag er líka alveg kreisí... takturinn fer alveg með mig þó hann sé einfaldur.



3. Nick Cave & The Bad Seeds - Supernaturally
Abbattoir Blues / The Lyre Of Orpheus (2004)

Hamagangurinn sem er í gangi hérna og "HEY! HO!" viðlagið gera þetta að hinu fullkomna þrifalagi. Maður getur alveg kýlt afþurrkunartuskunni út í loftið eins og maður meini það þegar maður syngur með þessu lagi.




2. Queens Of The Stone Age - You Think I Ain't Worth A Dollar, But I Feel Like A Millionaire

Songs For The Deaf (2002)

Suddi gerir þrifin þolanlegri, það er alveg staðreynd.



1. Fleetwood Mac - Second Hand News
Rumours (1977)

Enn held ég áfram að breiða út fagnaðarerindið um Fleetwood Mac. Þetta er dálítið stökk frá QOTSA en Rumours er sú plata sem ég set oftast á þegar ég er að þrífa og ég kemst alveg í gírinn þegar þetta lag byrjar plötuna með hvelli. Þetta er svo upbeat og peppandi að ég er farin að syngja í moppuskaftið áður en ég veit af.

Topp 5 lög til að þrífa við - Krissa

Að mínu mati þurfa góð 'þrifalög' helst að:
  • vera frekar upbeat
  • vera þannig að maður gleymi alveg stað og stund
  • vera tiltölulega stutt (ef þau eru of löng gæti maður allt í einu dottið aftur í raunveruleikann og fattað að maður er ekkert að gera neitt skemmtilegt í alvörunni, maður er bara að þrífa)!
Lögin fimm hér að neðan uppfylla þessi skilyrði svona nokkurn veginn. Ég get ekki fyrir nokkra muni raðað þeim í röð eftir því hversu góð þau eru. Hins vegar er crucial atriði að raða þeim upp þannig að þau stuðli að frábærum þrifum (*hóst* *hóst*). Þetta er bara eins og að búa til mixtape, það þýðir ekkert að hrúga lögunum inn hvernig sem er, það þarf að pæla í röðinni ;)

So, voila, hérna eru nákvæmlega 16,7 mínútur af úthugsaðri þrifatónlist. Clean clean clean away...



Chemical Brothers - Setting Sun
Ég er alveg obsessive compulsive yfir að allt þurfi að vera hreint...og á sínum stað...og að allt sé hornrétt...og...svo er ég líka alveg sjúúúklega löt að þrífa! Þetta er, eins og gefur að skilja, alveg hræðileg blanda!
Þar af leiðandi þarf ég eitthvað svakalegt til að koma mér af stað. Eitthvað eins og óendanlega drífandi taktinn í Setting Sun! Ég gæti klárlega verið komin á fullt eftir fyrstu hálfu mínútuna.



The Zutons - Dirty Dancehall
Í beinu framhaldi þarf eitthvað upbeat sem verður til þess að maður getur ímyndað sér að maður sé alveg jafn svalur og Abi Harding og einhvers staðar allt annars staðar, dancing the night away, án þess þó að slaka á í þrifunum!



The Wintermitts - This City
Aðeins rólegra, maður má nú ekki ofgera sér :) Ótrúlega auðveldur endurtekinn texti svo maður getur strax sungið með...og dáðst að letilegri og flottri röddinni...



The Avett Brothers - Matrimony
Klárlega hægt að gleyma sér fullkomlega í 2 mínútur og 50 sekúndur. Ímynda sér að maður sé kominn niður til North Carolina, sé á einhverju sveitó balli með banjói og fiðlum dansandi hoe-down eins og vitleysingur. Gerist ekkert betra!!!


Frank Sinatra - I Won't Dance
Svo þarf maður á endanum að róa sig aðeins niður. Þegar maður er alveg að verða búinn, er bara svona rétt að strjúka af og er farinn að hlakka til að koma sér þægilega fyrir á sófanum með tebolla og góða bók...þá er Sinatra fullkominn! Maður getur þá dillað sér og sungið með, jafnvel tekið nokkra snúninga, og verið óendanlega sáttur við sjálfan sig! Fullkominn endir :)

Topp 5 lög til að þrífa við - Erla Þóra

Hressleikinn er númer 1, 2 og 3 þegar kemur að lögum til að þrífa við. Lögin þurfa að vera það hress að þú getir dansað þegar þú ert að moppa, dillað þér þegar þú þurrkar af og tjúttað smá um leið og þú ryksugar.

5. John Farnham – Sadie (The Cleaning Lady)
Pant ekki vera Sadie!
“Can’t afford to get bored, dear old Sadie. Looks as though you’ll always be a cleaning lady”.
Skrambi hresst lag og ekki málið að dilla sér með því um leið og maður þrífur.

4. Led Zeppelin – D’yer Mak’er
The ultimate dilli-lag. Ef maður dillar sér ekki með þessu þá dillar maður sér ekki með neinu. Gott að skella þessu á þegar maður er að þurrka af.

3. George Baker – Little Green Bag
Þrifin verða taktfastari og ganga miklu hraðar fyrir sig við þetta lag. Það er ábyggilega vísindalega sannað einhverstaðar.

2. Man Man – Black Mission Goggles

Hressleiki! Man Man koma manni í gegnum þrifin. Mjög gott skúringalag.

1. Gogol Bordello – When The Trickster Starts A-Pokin (Bordello Kind of Guy)
Pottþétt múv að skella þessu á ef þú nennir bara ekki að standa upp úr sófanum og fara að þrífa. Hreinlega ekki hægt að sitja kyrr þegar maður hlustar og því fínt að eyða umframorkunni sem maður fær við hlustunina í að þrífa. Gold solid múv væri svo að skella Start Wearing Purple með Gogol á eftir þessu lagi. Þrifin verða búin áður en þessi 2 lög eru búin.

Thursday, January 17, 2008

Fáðu þér sérrí eða eitthvað...

Já, lesandi góður.

Ég ætla að biðja þig um að gera mér greiða. Þú ert þó í raun að gera sjálfum og sjálfri þér greiða í alvörunni.


Keyrðu upp þinn uppáhalds tónlistarspilara(alveg sama hvern, ég sjálfur nota iTunes og get alveg mælt með honum). Finndu lagið Magic Hour með dEUS af plötunni The Ideal Crash. Ef að þú átt ekki lagið þá skaltu sækja það hér. Dokaðu nú aftur augunum og hlustaðu á þetta lag og leyfðu því að hreyfa þig og ýta við þér. Ef þú ert ekki í aðstöðu til þess að doka aftur augunum, t.d. ef þú ert að vinna einhvers konar skrifstofuvinnu þá geturðu opnað einhvern mikilvægan e-mail og horft á hvíta plássið milli línanna, þá lítur það út eins og að þú sért að lesa.

P.S.

Skrúðgangan í Breiðholti hefur verið að tala um Elvis Perkins oftar en einu sinni. Lagið 'While You Were Sleeping' bara að detta inn hjá mér í þessari viku og finnst mér það vera bilaðslega gott og ég mæli eindregið með því að þú kíkir á það.

Elvis Perkins in Dearland - While You Were Sleeping

Kallarnir hjá David Letterman

Topp 5 á leið í útvarpið


Það er allt að gerast hérna í topp fimm herbúðunum. Frá og með morgundeginum munum við hefja samstarf við Útvarpsþáttinn Frank á X-inu. Planið er að velja einn af listum föstudagsins sem umsjónarmaður þáttarins kemur svo til með að spila í þætti vikunnar. Útvarpsþátturinn Frank er í loftinu alla sunnudaga milli 14 og 17. Gaman!

Regina Spektor - On The Radio af Begin To Hope
George Harrison - Devil's Radio af Cloud Nine

Útvarpsþátturinn Frank

Wednesday, January 16, 2008

Eels


Í gær kom út í Bandaríkjunum alveg svakalegur pakki frá nánast-eins-manns-sveitinni Eels. Best of diskurinn Meet the Eels: Essential Eels 1996-2006, Vol. 1 sem inniheldur 24 lög og auka DVD disk og tvöfaldi rarities diskurinn Useless Trinkets: B Sides, Soundtracks, Rarities and Unreleased 1996-2007 sem inniheldur hvorki meira né minna en 50 lög og auka DVD disk. Craziness. Ég efast nú reyndar alveg stórlega um að ég fjárfesti í þessum diskum, einfaldlega þar sem ég á allar Eels plöturnar og er ekki mikið rarities frík. Hinsvegar er fyrrnefndi diskurinn auðvitað alveg frábær kynning á Eels fyrir þá sem þekkja lítið sem ekkert til sveitarinnar og sá síðarnefndi alveg nauðsynlegur fyrir hardcore Eels aðdáendur.

Eels - Climbing To The Moon af Electro-Shock Blues
Eels - Railroad Man af Blinking Lights And Other Revelations
Eels - Can't Help Falling In Love af Useless Trinkets...

Eels á MySpace

Tuesday, January 15, 2008

Old School bootlegs

Langar þig á tónleika?

Farðu á tónleika með notkun ímyndunaraflsins og þessara upptakna(vá hvað ég hlýt að vera að beygja þetta vitlaust). Þarna eru þekktir vinir okkar eins og The National, Arcade Fire og Bob gamli Dylan.

2007 Austin City Limits Music Festival downloads
2007 Lollapalooza downloads
2007 Bonnaroo downloads
2007 Coachella music downloads
2007 SXSW music downloads

Minnie Riperton


Lag vikunnar hjá mér er Les Fleur með amerísku söngkonunni Minnie Riperton sem var víst með raddsvið upp á fimm og hálfa áttund. Hvernig er það hægt?! Hún náði nokkrum frama á sjöunda og áttunda áratugnum en lést svo úr krabbameini árið 1979 aðeins 32ja ára gömul. Lagið rak á fjörur mínar alveg óvart í fyrra þegar vinur minn bað um hjálp við að finna það. Ég hafði þá aldrei heyrt það áður og var búin að steingleyma því aftur þangað til um daginn þegar ég rakst á það. Þetta er alveg rosalega flott lag og söngurinn mjög smooth og flottur. Lagið Lovin' You er reyndar þekktasta lag Minnie en mér finnst það standa hinu langt að baki.

Minnie Riperton - Les Fleur
Minnie Riperton - Lovin' You

Old Time Relijun

Ég rakst á þessa hljómsveit um daginn og ég man alls ekki hvar það var.

Old Time Relijun er frá Olympia í Washington fylki Bandaríkjanna og eru búnir að vera starfandi síðan 1993. Þeir minna mig svolítið á rockabilly útgáfu af hinni yndislegu hljómsveit Man Man. Það eru frekar skiptar skoðanir um ágæti þessarar hljómsveitar en það litla sem ég er búinn að heyra af nýju plötunni Catharsis in Crisis finnst mér bara vera mjög skemmtilegt.

Það er líka önnur ástæða fyrir þessum pósti en það er að tilkynna næsta lista en það eru bestu lögin til að taka til við. Ég veit ekki um ykkur en Indestructable Life myndi alveg láta mig tuska hraðar.



Old Time Relijun - Indestructible Life!
Old Time Relijun - Liberation

Monday, January 14, 2008

Goldfrapp


Goldfrapp eru að fara að gefa út nýja plötu í lok febrúar og fyrsta lagið, A&E, lofar heldu betur góðu. Þetta er miklu rólegra en nokkuð á Supernature eða Black Cherry en poppaðra en nokkuð á Felt Mountain. Ég er allavega mjög hrifin af þessu lagi en það er kannski bara af því ég er orðin svo mellow í ellinni ;)

Goldfrapp - A & E
Goldfrapp - A & E (Hercules & Love Affair Remix)

Goldfrapp á MySpace

Sunday, January 13, 2008

Loka loka loka uppgjör 2007...Krissa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Get ekki fyrir nokkra muni gert upp á milli Arcade Fire á Glastonbury, Beirut á Glastonbury, Justin Timberlake í Bercy og Man Man í Bowery Ballroom alveg í byrjun ársins :)


The Arcade Fire - No Cars Go

Beirut - Forks and Knives (La Fête)
Justin Timberlake - What Goes Around (Comes Around)
Man Man - Engwish Bwudd

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Lítið um nýjar uppgötvanir á gömlu dóti, meira svona enduruppgötvanir. Kid A , You Forgot It In People og Broken Social Scene með Broken Social Scene og u.þ.b. allt gamla Belle&Sebastian dótið rataði ansi oft á playlistann.

Radiohead - Everything In Its Right Place
Broken Social Scene - 7/4 (Shoreline)
Belle&Sebastian - Expectations

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Vá, mér dettur svo ekkert í hug. Jesus Christ Superstar var mjög flott en ekki jafn flott og ég hélt. Svo var frekar svekkjandi að Beirut kæmi ekki á Airwaves...

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Dizzee Rascal plötunni sem kom út á árinu og M.I.A. Ekki hugmynd afhverju, ætlaði alltaf að hlusta meira á en það bara einhvern veginn...gleymdist eða eitthvað.

Dizzee Rascal - Sirens
M.I.A. - Bamboo Banger

5. Hver er bjartasta vonin?
Örugglega frekar ömurlegt val þar sem maðurinn er þegar búinn að gefa út 2 plötur og báðum var vel tekið EN ég segi það bara samt: Beirut! :)

6. Bónusspurning að eigin vali.
Hvaða hljóðfærum féllstu fyrir á árinu?

Dúddi DÚDDI! Ég held bara að allt sem ég hlustaði á árið 2007 hafi innihaldið harmonikku eða einhvers konar brass tilhneigingu...nú eða bæði. Styð það heilshugar :)

Friday, January 11, 2008

Topp 5 spurningar ársins - zvenni.

Bestu tónleikar á árinu?
Það var mjög gaman að sjá loksins Who á Glastonbury og í miklu stuði þar að auki og svo Roger Waters í Prag. Jens Lekman var skemmtilegur er hann kom til Íslands í sumar en Arcade Fire voru samt sem áður toppurinn á árinu.

Hvaða gamla dót uppgötvaðirðu á árinu?
Daniel Johnston.

Mestu vonbrigðin?
Modest Mouse á Glastonbury voru ekki eins ofurkraftmiklir og ég var búinn að gera mér í hugarlund þó þeir hafi verið góðir. Var búna mikla þá ansi mikið fyrir mér. Bjóst eiginlega við sprengingu eða eitthvað álíka. Ætli vonbrigðin verði ekki að vera ég sjálfur fyrir að hafa verið þreyttur og farið heim að sofa á Airwaves er The Duke Spirit voru að spila. Var búna sjá þau á öflugum örtónleikum fyrr um daginn og hefði verið gaman að sjá meira af þeim.

Hveru ætlaðirðu að tjekka á en trassaðir?
Ætlaði að stúdera nýju plötur Animal Collective og Panda Bear betur en rétt náði að fá nasaþefinn af þeim í lok árs. Er að bæta fyrir það þessa dagana.

Bjartasta vonin?
Flight of the Conchords, brilljant gaurar með skondin lög sem hoppa á milli tónlistarflokka eins og þeir væru Beck. Tónlistarleg kamelljón með mikinn húmor.

Bónusspurning: Hvert myndirðu fara ef Nick Cave & Bad Seeds, Pixies, Tom Waits og bob hund bjóða þér öll í sitthvort sunnudagsbrunchið sama morguninn?
Pass.

Lokauppgjör 2007 - Vignir

Já, þá er bara að svara nokkrum spurningum...

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Þetta var aldeilis gott tónleikaár og margt skemmtilegt sem maður náði að sjá. Á Airwaves stóðu uppi tónleikar Deerhoof, !!! og Of Montreal. En bestu tónleikar sem ég sá voru án alls vafa Arcade Fire á Glastonbury hátíðinni. Frábær tónlist vel spiluð, gríðargóð sviðsframkoma og ótrúlega góð stemning á tónleikum. Að lifa er að syngja með einhverjum þúsundum viðlagið í 'Wake Up'.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Ég fór aðeins að hlusta meira á Bob Dylan á árinu sem hafði fengið að sitja á hakanum í einhvern tíma. Einnig fór ég að dýfa tánni aðeins í gamalt soul. Al Green fékk stundum að fara á fóninn og 'We're Having a Party' með Sam Cooke er gamla lag ársins! Svo setti ég Magnýl frekar oft á fóninn sem er alltaf sterkur leikur.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Plata Bloc Party, A Weekend in the City, voru mikil vonbrigði og kemst ekki í hálfkvisti við frumburðinn.
Modest Mouse á Glastonbury voru líka nokkur vonbrigði en því má nú bara kenna um greinilega þreytu í hógværu músunum.

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Panda Bear, nýju White Stripes plötunni, nýju Spoon plötunni og nýju Animal Collective plötunni, sem ég týndi.

5. Hver er bjartasta vonin?
Battles eiga ótrúlega góða debut plötu og eru því sterkir frambjóðendur í þetta. Hins vegar ætla ég að segja að Zach Condon og félagar í Beirut séu bjartasta vonin, því eftir tvær frábærar plötur er greinilegt að hér er mikilvægur unglingslistamaður á ferð. Svo má heldur ekki gleyma Flight of the Conchords sem komu virkilega sterkir inn!

6. Bónus: Hvaða mynd var með besta soundtrackið á árinu?
I'm not there kom út í fyrra en ég sá hana á þessu ári. Ég ætla samt að setja hana sem besta soundtrackið. Frábær Bob Dylan lög í flutningi mannsins sjálfs og leikaranna. Mér fannst mjög gaman að Christian Bale og svarta stráknum en Jim James úr My Morning Jacket stal senunni!

Ársuppgjör 2007 - Kristín Gróa

Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?



Bob Dylan var magnaður í Gautaborg og ég get eiginlega ekki annað en minnst á Glastonbury því það var æðislegt í alla staði þó hápunktarnir hafi tvímælalaust verið Arcade Fire og Beirut. Ég get varla gert upp á milli en held að Arcade hafi vinninginn... ég meina sjáið bara þessa klippu. Geðveikt!

Arcade Fire live á Glastonbury 2007


Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?


Úff það er orðið dálítið erfitt að uppgötva eitthvað gamalt en ég afrekaði það þó að kaupa plötuna Forever Changes með Arthur Lee og félögum hans í Love sem ég hafði aldrei hlustað á áður. Lagið Alone Again Or er yfirleitt ofarlega á bestu lög ever listum en það hafði ég bara aldrei heyrt fyrr en ég keypti plötuna. Kreisí. Allavega þá er þetta auðvitað alveg killer plata og hún hefur ósjaldan fengið að hljóma á árinu.

Love - Alone Again Or

Hver voru mestu vonbrigði ársins?


Our Love To Admire með Interpol. Ég var mjög spennt fyrir þessari plötu en svo fannst mér hún eitthvað svo óspennandi. Ég hef hingað til verið mjög mikill Interpol aðdáandi en þessi plata kveikti bara ekkert í mér sem er synd og skömm. Ég er alls ekkert að segja að þetta sé léleg plata en ég varð samt fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hana.

Interpol - The Heinrich Maneuver

Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?


In Rainbows með Radiohead. Ég verandi svo skelfilega gamaldags og uppfull af þvermóðsku halaði plötunni aldrei niður þegar hún var gefin út á þennan umdeilda hátt í haust. Mér finnst ég hlusta eitthvað svo vitlaust á plötur þegar ég er bara með þær í tölvunni, fer að spóla yfir lög og heildarmyndin fer alveg framhjá mér. Tilhugsunin um að tónlist verði bara á stafrænu formi fer alveg með mig því mér þykir svo gaman að kaupa einhvern físískan hlut sem ég get svo "átt" og hlustað á. Ég keypti plötuna annars loksins um síðustu helgi og hún lofar góðu svo jeijj.

Radiohead - House Of Cards

Hver var bjartasta vonin?


Það komu út rosalega margar góðar debut plötur á árinu svo þetta er ekki auðvelt val. Ég held ég verði þó að segja The Besnard Lakes sem áttu eina af bestu plötum ársins. Það verður virkilega spennandi að heyra eitthvað meira frá þeim. Ég er líka alveg heilluð af þessu plötucoveri, mér finnst það svakaflott.

The Besnard Lakes - Disaster

Bónusspurning: Hvaða plata kom þér mest á óvart á árinu?


Friend Opportunity með Deerhoof. Hafði aldrei fílað þau neitt sérstaklega, fannst þau eitthvað of fríkíkrútt eitthvað og var búin að ákveða að þau væru að rembast við að vera skrítin. Einhverra hluta vegna keypti ég þó þessa plötu og ég er alveg ótrúlega fegin. Ekki nóg með að þetta sé alveg mögnuð plata heldur opnaði þetta líka eyru mín fyrir eldra dótinu þeirra sem er vissulega skrítið... en það er meira spunnið í það en ég hélt. Svona getur manni skjátlast.

Deerhoof - Matchbook Seeks Maniac

Thursday, January 10, 2008

I'm Not There


Ég og Vignir skámáglingur fórum í menningarferð á Hverfisgötuna í gærkvöldi þar sem við horfðum á myndina I'm Not There í Regnboganum. Myndin er byggð á ævi Bob Dylan en var meira abstrakt en ég bjóst við. Þetta er ekki beint ævisaga hans heldur meira svona pælingar í persónu hans. Það hefur vakið mikla athygli að margir leikarar leika hann en karakterarnir eru ekki allir beint hann sjálfur heldur eru þeir í svipuðum aðstæðum og í svipuðu hugarástandi og hann. Ég held reyndar að það hafi hjálpað mér gríðarlega að þekkja hans sögu vel því ég fattaði tilvísanirnar og gat því notið myndarinnar án þess að vera sífellt ringluð. Ég mæli engu að síður með myndinni fyrir alla, nema kannski þá sem þola ekki Bob Dylan :)

Það er auðvitað alveg rosalega góð tónlist í þessari mynd og það kom mér nokkuð að óvart að meginuppistaðan eru orginalar fluttir af Bob Dylan sjálfum en ekki coverlög. Soundtrack myndarinnar er nefnilega stjörnum prýtt en allt eru það cover lög (utan eitt) og fæst þeirra koma fram í myndinni. Antony & The Johnsons, Cat Power, Sufjan Stevens, Calexico, Sonic Youth, Yo La Tengo, Stephen Malkmus og Jeff Tweedy eru bara brot af þeim sem eiga lög á plötunni og þó útgáfurnar séu dálítið hit and miss eins og við er að búast þá er þetta í heildina mjög eiguleg plata.

Antony & The Johnsons - Knockin' On Heaven's Door
Cat Power - Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again

Tuesday, January 8, 2008

Næsti listi: Lokauppgjör


Áður en við segjum endanlega skilið við árið 2007 ætlum við að taka lokauppgjör á föstudaginn þar sem við tjáum okkur um það sem rúmaðist ekki á topp 5 lög/plötur ársins upptalningunni. Þetta er í raun einfalt því hvert okkar svarar einfaldlega eftirfarandi spurningum:

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
5. Hver er bjartasta vonin?
6. Bónusspurning að eigin vali.

Eftir þetta erum við hætt að líta til baka og breiðum faðminn út á móti árinu 2008!

King Of Prussia


Uppgötvun vikunnar er án efa hljómsveitin King Of Prussia sem kemur frá tónlistarborginni Athens í Georgíufylki eins og bæði Of Montreal, Neutral Milk Hotel og gömlu kempurnar í R.E.M. Það skyldi þó varast að draga einhverjar ályktanir af því þar sem tónlistin hljómar frekar eins og hún komi frá Englandi á sjöunda áratugnum. Platan þeirra, Save The Scene, kemur út í lok mánaðarins og ég held maður verði eitthvað að tékka á henni.

King Of Prussia - Spain In The Summertime
King Of Prussia - Terrarium

King Of Prussia á MySpace

Monday, January 7, 2008

"Dig, Lazarus, Dig!!!"



Eftir sóðaplötu með Grinderman á síðasta ári tekur Cave upp þráðinn með illu fræjunum. Ný plata lítur dagsljós í byrjun mars í UK og apríl í USA og vonandi á svipuðum tíma hér.
Platan heitir "Dig, Lazarus, Dig!!!" og má heyra titillagið á vefsíðu hljómsveitarinnar.

Ladyhawke


Hin nýsjálenska Ladyhawke hefur enn ekki gefið út sína fyrstu plötu og ég veit svo sem ekki hvort það er nokkuð á planinu. Það er hins vegar farið að byggjast upp svolítið buzz í kringum hana og það kæmi mér ekki á óvart ef hún yrði fyrsta hæp ársins 2008. Þetta er töff indípopp með sterkum 80's áhrifum, svona dálítil Cyndi Lauper í þessu og það er bara jákvætt.

Ladyhawke - Back Of The Van
Ladyhawke - Paris Is Burning

Ladyhawke á MySpace

Friday, January 4, 2008

Plötur ársins - Zvenni

Wincing the night away - Shins
Shins hressir að vanda.
Australia

We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse
Góð plata þrátt fyrir ögn breyttar áherslur. Nýr meðlimur og Shins gaurinn í bakröddum setja sinn brag á heildina, fyrir vikið virkar hún ögn poppaðri á köflum. Samt má vel greina gamla góða Modest Mouse á bak við.
Dashboard

Night falls over Kortedala - Jens Lekman
Beið spenntur eftir þessari, og er nokk sáttur. Finnst lögin þó misgóð en meira en helmingur þeirra hitta vel í mark og eru góð dæmi um afbragðs texta- og lagasmíð Lekmans.
Shirin

Grinderman - Grinderman
Hittararnir tveir No Pussy Blues og Get It On gripu strax en restin tók fleiri hlustanir. Í heildina afar góð plata með Cave og félögum skeggjuðum og lubbuðum í miklum ham.
Honey Bee (lets fly to Mars)

Neon Bible - Arcade Fire
Hef oftast sett þessa í á árinu, er ekki alveg viss um að ég taki hana fram yfir frumburðinn en hann er líka ansi öflugur. Alla veganna þá er þetta plata ársins að mínu mati.
Neon Bible

Topp 5 plötur ársins 2007 - Vignir

5. Of Montreal - Hissing Fauna, Are You The Destroyer?
Of Montreal mæta með alveg frábæra poppóperu full af ótrúlega flottum lagasmíðum og skemmtilegum textum. Er Kevin Barnes Brian Wilson-inn okkar? Uppsetningin á plötunni er skemmtileg og maður fær dálitla A-hlið, B-hlið tilfinningu af henni þar sem að The Past is a Grotesque Animal skiptir henni og maður fær góða upplifun af plötunni í heild sinni.

Suffer for Fashion
Heimdalsgate Like a Promothean Curse

4. Battles - Mirrored
Hálfgerða súpergrúppan Battles var búin að gefa út nokkrar EP plötur árið 2006 áður en þeir mættu á svæðið með fyrstu plötuna sína, Mirrored. Klárlega besta debut plata ársins! Drengirnir eru alveg rosalega þéttir og ná að blanda saman rokkinu og elektró-inu betur en margar hljómsveitir sem hafa eytt allri starfsævi sinni í að reyna. Meðlimir hljómsveitarinnar eru hver öðrum betri en trommarinn John Stanier er, að mínu mati, lykillinn að ráðgátunni. Ótrúlega sterkur trommuleikur á plötunni sem jarðtengir alla og bætir náttúru við alla vírana og tæknina.

Atlas
Tonto

3. The National - Boxer
Einfaldlega frábær rokkplata. Hér er ekkert verið að flækja hlutina, bara rokk, stundum skreytt með strengjum og í mesta lagi smá brassi. Platan byrjar á einu besta lagi ársins, Fake Empire, og píanóstefið og letileg rödd grípur mann. Þessi rödd heldur manni síðan í gegnum alla plötuna sem hefur varla feilpunkt. Nokkuð mellow plata sem virkar vel við flest öll tækifæri, í bílnum, í vinnunni eða í keli með kærustunni.

Fake Empire
Ada

2. Arcade Fire - Neon Bible
Arcade Fire fengu þau hlutskipti að þurfa að gefa út þá plötu sem beðið var mest eftir á árinu. Frumburðurinn, Funeral, er klárlega ein besta plata þessa áratugar og því var víst að það var mikil pressa á mannskapnum. Þetta virtist samt ekki hafa nein áhrif á þau. Þau skelltu sér bara í kirkju til að taka upp plötuna og pródúseruðu sjálf (virkaði fyrir Mugison, ekki satt?). Þegar platan loksins kom og ég hlustaði á hana í fyrsta skipti, þá var ég pínu svekktur. En platan fékk fleiri tækifæri og vann á og verður betri í hvert sinn sem maður heyrir hana. Sándið er orðið aðeins stærra, stallurinn sem hljómsveitin situr á er hærri og predikunin meiri.
Platan er ekki eins góð og Funeral og er það bara alveg allt í lagi. Ef að þau halda áfram að gera svona plötur þá er ferillinn tryggður.

1. Radiohead - In Rainbows
Radiohead áttu eitt rosalegasta stunt ársins þegar þeir dömpuðu á okkur plötu, öllum að óvörum, og maður réð hvað maður borgaði fyrir hana?!? Stærsta "relevant"(Prince er cool og allt það) bandið sem hafði gert þetta. Mikið var rætt um framtíð tónlistarútgáfu og hvert allt væri að stefna. Eru útgáfufyrirtækin dauð? Er Radiohead að fara á hausinn og skipta um kennitölu? Gera allir þetta í framtíðinni? Hvað var fólk að borga? Mun fólk kaupa diskinn líka út í búð? Við getum ekki svarað þessum spurningum núna en víst er að þetta var mjög flott múv sem gæti endað í sögunni sem vendipunktur milli gamla tónlistarheimsins og nýja heimsins? Eða kannski ekki, ég er enginn fokkings sagnfræðingur.
En mér fannst mikið meira rætt um högun útgáfu plötunnar heldur en plötuna sjálfa. Þetta er nefnilega besta plata Radiohead síðan að Kid A kom út. Á þessari plötu eru þeir loksins búnir að finna hvar þeir vilja vera, að mínu mati. Ef að maður lítur á Kid A sem plötu þar sem að hljómsveitin var öll brotin upp, þá er In Rainbows platan þar sem að hlutirnir eru allir komnir saman aftur, í annarri mynd en upphaflega. Þetta er platan sem að Hail to the Thief náði ekki alveg að vera. Hérna er hljómsveit sem er búin að vera starfandi í næstum 20 ár og er enn að gefa út bestu lögin sín: All I Need, Reckoner, Bodysnatchers, þetta er með því besta sem Oxford drengirnir hafa gefið út.
Það er ekki að finna feilnótu á þessari plötu. Hún byrjar á rafræna taktinu í 15 Step, stuðið heldur áfram í Bodysnatchers og áður en maður veit af er verið að loka plötunni með hinu fallega Videotape. Plata ársins!

Bodysnatchers
Reckoner

Það sem sat út fyrir:
Beirut - The Flying Club Cup
Daft Punk - Alive 2007
Klaxons - Myths of the Near Future
M.I.A. - Kala
Mugison - Mugiboogie
Okkervil River - Stage Names

P.S. Linkarnir koma inn seinna, uploadið er hægt

Topp 5 plötur ársins 2007 - Kristín Gróa

Ég talaði um það fyrir viku síðan að það væri auðveldara að velja plötur ársins heldur en lög en engu að síður vafðist þetta þónokkuð fyrir mér...



5. M.I.A. - Kala

Ég veit ekki af hverju þessi plata höfðar svona mikið meira til mín heldur en Arular en hún gerir það nú samt. Það eru ansi skiptar skoðanir um þessa plötu en mér finnst hún alveg rosalega skemmtileg.

Hápunktar:

Jimmy
Mango Pickle Down River
Paper Planes



4. The National - Boxer

Þessi rödd, þessi rödd, þessi rödd! Ég gæti eytt ævinni í að hlusta á kæruleysislegan sönginn. Ég get ekki sagt að þetta sé brjálæðisleg stefnubreyting hjá þeim frá plötunni Alligator en það er þó eitthvað breytt sem ég get ekki sett fingurinn á. Textarnir eru auðvitað aðeins mildari á þessari plötu og trommurnar mun æstari en plöturnar eiga það sameiginlegt að læðast aftan að manni. Þetta virkar allt voða rólegt og "eins" við fyrstu hlustun en svo skyndilega brjótast melódíurnar fram og textarnir fara að snerta mann. Plata sem á eftir að fara reglulega á fóninn um ókomna tíð.

Hápunktar:

Fake Empire
Slow Show
Start A War



3. Jens Lekman - Night Falls Over Kortedala

Það er erfitt að lýsa textunum hans Jens en honum tekst á einhvern undraverðan hátt að gera lítið úr sjálfum sér og gera grín að því um leið án þess að detta í þá gryfju að vera of "greyið ég" eða rembingsfyndinn. Þegar ég hlusta á lögin hans langar mig mest til að knúsa hann því hann virkar eins og geðveikt góður strákur sem er bara alltaf að lenda í einhverju rugli og er sífellt angistarfullur yfir því. Svo er hann kannski bara asni en ég held samt ekki... og þess vegna vil ég heyra meira.

Hápunktar:

The Opposite Of Hallelujah
A Postcard To Nina
Friday Night At The Drive-In Bingo



1. - 2. Okkervil River - The Stage Names

Ég hélt að það væri ekki séns að gera betur en Black Sheep Boy en svei mér þá ég held að Will Sheff og félögum hafi næstum tekist það enda ekki eitt veikt lag á þessari plötu. Textarnir eru auðvitað alveg sér kapítuli út af fyrir sig, alveg ótrúlega vel gerðir og sérstakir á allan hátt. Ég gat hreinlega ekki gert upp á milli þessarar plötu og þeirrar sem kemur næst svo þær fá að sitja á toppnum saman.

Hápunktar:

Our Live Is Not A Movie Or Maybe
Plus Ones
John Allyn Smith Sails (ég meina hversu snyrtilega koma þeir Sloop John B stefinu inn? Snilldarlega gert!)



1. - 2. of Montreal - Hissing Fauna, Are You The Destroyer?

Við fyrstu hlustun fannst mér þetta skelfilega poppað og over the top en svo stóð ég mig að því að hlusta stanslaust á þessa plötu og fá ekki nóg. Þegar ég fór svo að pæla í textunum og kynna mér baksöguna þá varð mér skyndilega ljóst hvað þetta er mikið meistaraverk. Kevin Barnes fór í glamrokk gallann, reif úr sér hjartað, stráði yfir það glimmeri og dansaði um með það í hendinni . Hressasta plata sem gerð hefur verið um einmanaleika, sársauka og sjálfsvígshugsanir.

Gronlandic Edit
A Sentence Of Sorts In Kongsvinger
The Past Is A Grotesque Animal

Ég verð eiginlega bara að fá að nefna næstu plötur inn á lista. Í engri sérstakri röð:

The Besnard Lakes - The Besnard Lakes Are The Dark Horse, Neil Young - Chrome Dreams II, Sunset Rubdown - Random Spirit Lover, Animal Collective - Strawberry Jam, Spoon - Ga Ga Ga Ga Ga

Thursday, January 3, 2008

Jens Lekman & of Montreal

Færslan í gær var tileinkuð Árna en í dag fær minn fyrrverandi þann vafasama heiður að fá lög sér til höfuðs. Lögin eru bæði ábreiður og bæði flutt af artistum sem gerðu með allra bestu plötum sem komu út á árinu.



Það fyrra er alveg hreint út sagt yndisleg útgáfa af Paul Simon laginu You Can Call Me Al í flutningi sænska melankólíukóngsins Jens Lekman. Hann tekur það að sjálfsögðu í tregafullri útgáfu og gerir það þannig að sínu.

Jens Lekman - You Can Call Me Al (Paul Simon Cover)




Seinna lagið er svo 80's anthem dauðans í flutningi glampopparanna í of Montreal. Dálítið hrá live útgáfa þar sem áhorfendur syngja með hverju orði en það er bara skemmtilegra. Zven þessi eru fyrir þig ;)

of Montreal - Don't Stop Believin' (Journey Cover)

Wednesday, January 2, 2008

CSS


Lag dagsins er Knife og er tileinkað honum Árna partíljóni sem hefur oft sungið það af mikilli tilfinningu við ákafa hrifningu nærstaddra. Ég verð að segja að CSS eiga ekkert í hann en ef maður vill hlusta á cover af þessu lagi þá dugar þessi útgáfa ágætlega svona þegar Árni er ekki við höndina. Svo er auðvitað alltaf pottþétt að hlusta á orginal lagið sem er alveg ótrúlega fallegt. Ég hugsa reyndar alltaf til þess þegar ég heyri þetta lag þegar söngvarinn í Grizzly Bear greip okkur glóðvolg á leiðinni í Iðnó og heimtaði að við fengjum okkur sopa af Jameson flöskunni hans. Good times!

CSS - Knife (Grizzly Bear cover)
Grizzly Bear - Knife