Monday, January 28, 2008

Jimmy!


Þar sem ég fer á framandi slóðir á morgun og verð í burtu alla næstu viku (Færeyjar here I come...) þá er ekki úr vegi að henda inn einni færslu fyrir svefninn. Heitasta lagið á músíkbloggunum þessa dagana er útgáfa of Montreal af laginu Jimmy sem flestir þekkja betur í flutningi M.I.A. á plötunni Kala. Mörgum finnst lagið stinga í stúf á plötunni og ég get svo sem tekið undir það en það er skemmtilegt engu að síður og útgáfa of Montreal er líka mjög góð. Lagið er reyndar ekki upprunalegt M.I.A. lag heldur var það upphaflega flutt af indversku poppsöngkonunni Parvati Khan í Bollywood myndinni Disco Dancer árið 1983. Mér finnst allar útgáfurnar góðar en það sem er virkilega óborganlegt er atriðið í kvikmyndinni...



of Montreal - Jimmy
M.I.A. - Jimmy
Parvati Khan - Jimmy Jimmy Jimmy Aaja
Bónus: M.I.A. feat. M.anifest (Muja Messiah's Louder Than Bombs Edit) - Paper Planes

of Montreal á MySpace
M.I.A. á MySpace
M.anifest á MySpace
Muja Messiah á Myspace

2 comments:

Krissa said...

Oh

mon

DIEU!!!

Oj hvað þetta er fyndið!!!

Mér finnst dansmoveið sem hún gerir þegar nákvæmlega 3 mín eru búnar af videoinu BEST! Múaha

jon jon said...

Muja Messiah & Manifest bring "Paper Planes " back to the streets


peace/yo